Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 33
Ítölskum dögum í Vínbúðum lýkur nú um helgina en þetta er í fyrsta sinn sem slíkir þemadagar eru haldnir. Ítölskum vínum hefur verið stillt sérstaklega upp og mörg þeirra boðin á kynningarverði. Lífræn vín hafa vakið forvitni vínáhuga- manna. Eitt þeirra er frá Mezzacorona og hefur vakið nokkra athygli og verið eitt það vinsælasta á Ítalíu undanfarin ár. Margslungið, þurrt og vel samsett vín sem ilmar af pipar- kornum og krækiberjum. Gott með pasta, lasagna og kjúklingaréttum af ýmsu tagi. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Mezzacorona Trentino Merlot Lífrænt og forvitnilegt Ítalskir dagar Osborne er eitt stærsta vínfyrirtæki Spánar og ekki síst þekkt fyrir sérrí sín og brandí auk þess sem vörumerki þess, nautið „El Toro“, er ákaflega þekkt og kannast margir ferðamenn við „Osborne-nautin“, risavaxin úr járni sem má sjá meðfram hraðbrautum. Osborne-fjöl- skyldan einskorðar sig hins vegar ekki lengur við Andalúsíuhérað. Víngerðarkonan Maria Martinez leiðir framleiðslu fyrirtækisins og þekkja flestir Montecillo-vín hennar frá Rioja. Nú er María komin með nýtt vín sem heitir Solaz og er framleitt í hjarta Spánar, í Kastilíu. Vínið er blanda af cabernet sauvignon og hinnu spænsku tempranillo-þrúgu. Það er auðdrekkanlegt með miklum ávexti og krydd- tónum. Á dögunum fékk vínið einstaklega góða dóma í Morgunblaðinu. Fæst í 750 ml flösku á 990 kr. og í 3 lítra kassa á 3.590 kr. í Vínbúðum Solaz: Nýtt vín frá hjarta Spánar Nýtt í vínbúðum 7FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 Ólífur af öllum gerðum: Svartar, grænar og brúnar Vinsældir matseldar frá Miðjarðarhafinu hafa beint athygli okkar að ólífum og þeim fjölmörgu tegundum sem eru í boði. Allar ferskar ólífur eru bitrar á bragðið og þurfa meðhöndlunar við en lokaútkoman fer eftir því hversu þroskuð ólífan er. Óþroskaðar ólífur eru alltaf grænar en þroskaðar ólífur geta verið grænar með rauðum blæ, brúnar eða svartar. Flestar ólífur eru settar í saltpækil og síðan geymdar í ólífuolíu eða edikblöndu. Þurrar ólífur eru settar í salt. Við það fer úr þeim mesti safinn og þær verða hrukkóttar. Þessar ólífur eru stund- um vættar upp aftur með ólífuolíu eða marinerað- ar í kryddjurtum. Hægt er að fá ólífur í krukkum og dósum, með eða án steina, heilar, skornar og maukaðar. Mjög gott er að marínera ólífur og vinsælt er að nota hvítlauk, óreganó, fennel, pipar, kóríander, appelsínu- og sítrónuhýði og margt, margt fleira. Hitið ofninn í 180˚, vefjið hvítlauknum í hýðinu inn í álpappír og bakið í hálftíma. Takið úr álpapp- írnum og kælið. Kreistið svo hvert lauf við rótina þannig að hvítlauksmaukið þrýstist út. Hitið ost- inn yfir vatnsbaði þar til hann bráðnar og blandið á meðan hvítlauknum og ólífunum saman í bland- ara, í um 15 sekúndur. Bætið brædda ostinum í og blandið í tíu sekúndur til viðbótar. Setjið í lokað ílát og kælið í 2 til 3 tíma. Látið standa við herberg- ishita í 20 til 30 mínútur og berið svo fram með ítölsku brauði og sneiðum af hráum kúrbít. ■ Pilsner: Sumarbjór með skrúfutappa Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur sett á markað byltingarkenndar umbúðir fyrir Pilsner bjór. Í fyrsta skipti er íslenskur bjór fáanlegur í plastumbúðum með skrúfutappa sem eru sérstaklega handhægar og aðgengilegar pakkningar. Nýjungar í framleiðslu á plastflöskum gera það að verkum að hægt er að bjóða bjór í þessum umbúðum. Þessar nýju flösk- ur hafa það umfram eldri tegundir að bjórinn heldur gæðum sínum óbreyttum í þeim. Bjórinn er seldur í átta flösku pakkningum í stað sex sem menn eiga að venjast, en þar sem umbúðirnar eru nettar og léttar fer ekki meira fyrir þeim. Þannig geta menn fengið eina hand- hæga pakkningu með 4 lítrum af bjór sem brotn- ar ekki eða beyglast í farangri eða ferðalagi og fer ótrúlega lítið fyrir. Nýju umbúðirnar eru ekki síst hugsaðar til notkunar við dæmigerða sumar- afþreyingu íslenskra bjórneytenda, útilegur og grillmennsku. Flöskurnar búa yfir þeim mikilvæga eiginleika að vera óbrjótandi og með skrúfutappa má opna flöskunni og loka að vild og varðveita með því lengur ferskleika bjórsins. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 161 kr. Jacob’s Creek: Verðlækkun á Chardonnay Ástralska vínhúsið Jacob’s Creek framleiðir breiða flóru vína sem hafa notið umtalsverðra vinsælda hérlendis. Hvítvín víngerðarmannsins Philip Laffer þykja hálfgert sælgæti og chardonnay-vínið frá honum er mikið nammivín. Ljósgult, þurrt, ávaxtaríkt og bragðmikið vín þar sem hitabeltisávextir á borð við banana, ananas og sítrusávexti ráða ferðinni. Nýverið var verðið á víninu lækkað í Vínbúðum. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Óþroskaðar ólífur eru alltaf grænar Þroskaðar ólífur geta verið grænar með rauðum blæ, brúnar eða svartar. Nokkrar vinsælar ólífutegundir: Steinalaus Kalamatai: Ein vinsælasta svarta ólífan, oft notuð í grískt salat. Hún er sölt og bragðsterk. Gaeta: Dökkfjólublá ítölsk ólífa með mjúkri áferð. Svo- lítið súr á bragðið. Provençal: Miðlungsgræn frönsk ólífa, maríneruð í margs konar kryddjurtum. Kryddbragðið er yfirgnæfandi. Picholine: Græn ólífa frá Suður-Frakklandi. Sæt á bragðið. Svört Alfonsos: Mjúk ólífa frá Chile, maríneruð í ediki. Phoenicia: Líbönsk græn ólífa, maríneruð í kryddjurt- um. Olíulegin Marokkó: Svört ólífa með hrukkóttri leður- áferð eftir að hafa legið í þurru salti. Frekar bitur á bragð- ið og hentar því frekar í matreiðslu en sem snarl. Einnig eru ólífur fylltar með hvítlauk eða jalapeño mjög vinsælar. Ólífumauk 1/2 meðalstór hvítlaukur, 6-7 lauf 1/2 pund Brie ostur 1 bolli svartar steinalausar ólífur 1/4 bolli ólífuolía Ítalskt brauð eða hráar kúrbítssneiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.