Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 20
20 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR ■ Í umræðunni STOFNUN HÆSTARÉTTAR Aðdragandi stofnunar Hæstaréttar Íslands var langur og mjög samofinn sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar á 19. öld. Með sambands- lögunum frá 1918 fékk Ísland viðurkenn- ingu á fullveldi sínu og tók í sínar hendur framkvæmda- og löggjafarvaldið. Var pró- fessor Einari Arnórssyni falið að semja frumvarp til laga um Hæstarétt og var það lagt fyrir Alþingi árið 1919 og samþykkt að mestu óbreytt. Fjöldi dómara hefur verið breytilegur, síðast fjölgað í níu árið 1994. Árni Kolbeinsson (fæddur 1947) Fyrrum ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneytinu. Skipaður hæstarétt- ardómari 5. september 2000. Garðar Gíslason (fæddur 1942) Fyrrum borgardómari. Skipaður hæsta- réttardómari 23. desember 1991. Guðrún Erlendsdóttir (fædd 1936) Fyrrum dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Skipuð hæstaréttardómari 30. júní 1986. Gunnlaugur Claessen (fæddur 1946) Fyrrum ríkislögmaður. Skipaður hæsta- réttardómari 1. september 1994. Hrafn Bragason (fæddur 1938) Fyrrum borgardómari. Skipaður hæsta- réttardómari 8. september 1987. Ingibjörg Benediktsdóttir (fædd 1948) Fyrrum héraðsdómari. Skipuð hæstarétt- ardómari 6. febrúar 2001. Markús Sigurbjörnsson (fæddur 1954) Fyrrum borgarfógeti. Skipaður hæstarétt- ardómari 24. júní 1994. Ólafur Börkur Þorvaldsson (fæddur 1961) Fyrrum héraðsdómari. Skipaður hæsta- réttardómari frá 1. september 2003. Pétur Kristján Hafstein (fæddur 1949) Fyrrum bæjarfógeti og sýslumaður. Skip- aður hæstaréttardómari 19. ágúst 1991. Mjódd - Sími 557 5900 VORDAGAR Í FRÖKEN JÚLÍU GALLAFATNAÐUR Í MIKLU ÚRVALI BUXUR, PILS, JAKKAR, VESTI, STUTT OG SÍÐ PILS. EINNIG STAKAR HÖRBUXUR Í MÖRGUM GERÐUM. VERIÐ VELKO MNAR Á VOR DAGA . ÝMIS TILBOÐ KYNNINGARTILBOÐ SMÁRALIND Sími 517 7007 www.changeofscandinavia.com Náðu þér í sumarbækling CHANGE og taktu þátt í sumarhappdrættinu KYNFERÐI RÉÐI „Þykir kærða [Birni Bjarnasyni] ekki hafa tekist á málefnalegan hátt að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ákvörðun hans.“ Álit kærunefndar jafnréttismála 5. apríl. BJÖRN Í FORTÍÐINNI „Ég hef ekki heyrt annað en flestir stjórnmálamenn séu fylgjandi jafnrétti, ekki bara í orði held- ur einnig á borði. Það virðist því sem Björn lifi í fortíðinni en ekki nútíðinni.“ Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Fréttablaðið 8. apríl. ■ Hvað segja þau? EGILL HELGASON: Áfellisdómur yfir Birni „Ráðning þessa manns við Hæstarétt er fráleit og hver úr- skurðurinn á fætur öðrum stað- festir það,“ segir Egill Helgason, umsjónarmaður Silfurs Egils á Stöð 2. „Það sem kannski sló mig þó mest þegar farið er yfir úrskurð um- b o ð s m a n n s er hversu illa orðaður og tyrf ings- l e g u r hann er og auð- velt fyrir alla aðila að tala sig úr vandræðum vegna hans. Menn munu nýta sér það og ég furða mig á því að úrskurðurinn sé ekki betur ígrundaður en raun ber vitni.“ SIGURÐUR G. TÓMASSON: Björn á að segja af sér „Mitt mat er það að Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra eigi án alls vafa að segja af sér hið fyrsta,“ segir Sigurður G. Tómasson, dag- skrárgerðarmaður á útvarpsstöð- inni Sögu. „Það liggja fyrir álit úr- skurðarnefndar jafnréttismála og umboðsmanns Alþingis um að ráð- herrann hafi brotið lög og mér finnst það ekki hæfa að slíkur maður gegni starfi dómsmálaráð- herra. Það er reyndar pólitísk ákvörðun á Í s l a n d i hvort menn taka mark á niðurstöðum sem þessum en ef rétt- lætinu væri f u l l n æ g t myndi hann stíga niður úr ráðherra- stól.“ VALGERÐUR H. BJARNADÓTTIR: Athyglisverð viðbrögð „Ég hef ekki kynnt mér þetta álit umboðsmannsins en öll viðbrögð við þessum niðurstöðum eru með skrýtnu móti,“ segir Valgerður H. Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi á Akur- eyri og fyrrverandi jafnréttisstýra. „Í hvert skipti sem sjálfur dóms- málaráðherra ákveður að túlka landslög eftir sínu höfði og fylgja ekki þeim lögum sem gilda um aðra þegna landsins er það athyglisvert. Hitt er svo annað að hann getur haft þá skoðun að öllum lögum hafi verið fylgt. Það er orðið nauðsyn- legt að fara yfir túlkunina á þessum lögum og fá á hreint hvernig á að túlka þau svo enginn þurfi að velkjast í nein- um vafa.“ Furðu lostinn yfir viðbrögðum ráðherra Eiríkur Tómasson útilokar ekki að fara með málið fyrir dómstóla. Skip- an dómsmálaráðherra gagnrýnd í tveimur álitum á einum mánuði. Dómsmálaráðherra segir álit umboðsmanns Alþingis ekki afturvirkt. DÓMARAR HÆSTARÉTTAR HÆSTIRÉTTUR Á einum mánuði hafa kærunefnd jafnréttismála og umboðsmaður Alþingis birt álit þar sem skipun Björns Bjarnasonar á hæstaréttardóm- ara er gagnrýnd. Í áliti kæru- nefndarinnar er skipunin sögð brjóta gegn jafnréttislögum. Í áliti umboðsmanns kemur fram að dómsmálaráðherra hafi ekki fullnægt þeim kröfum sem gerðar séu til hans í lögum um dómstóla. Björn hefur sagt að hann líti ekki á þetta sem áfellisdóma og því komi ekki til greina að hann segi af sér eða endurskoði skip- an Ólafs Barkar Þorvaldssonar sem dómara í Hæstarétt. Eirík- ur Tómasson, forseti lagadeild- ar Háskóla Íslands, sem auk Ragnars H. Hall og Jakobs Möller kvartaði til umboðs- manns, segist ekki útiloka að hann fari með málið fyrir dóm- stóla. Björn segist ætla að skoða álit umboðsmanns Alþingis ná- kvæmlega og ef til vill fjalla um það nánar að þeirri skoðun lok- inni. „Álit umboðsmanns alþingis felur í sér nýja túlkun á fjórðu grein dómstólalaganna, sem ég hafði ekki áður hugleitt en álitið hnekkir hins vegar ekki niður- stöðu minni um val á dómara í hæstarétt,“ segir Björn. „Kraf- ist er meiri rannsóknarskyldu af dómsmálaráðherra en áður hefur verið gert og það mun ég skoða nánar.“ Björn segir undarlegt ef um- sækjendur um starf hæstarétt- ardómara telji það áfellis- dóm að umboðsmaður Al- þingis hafi aðra sýn á dómstóla- og stjórnsýslu- lögin en ráðherra. „Þessi sýn umboðsmanns er ekki afturvirk heldur til leið- beiningar um framtíðina. Í henni felst eng- inn dómur.“ Eiríkur segir alveg ljóst að álitið feli í sér dóm um það sem gert hafi verið, þó í því hafi einnig verið tilmæli til framtíðar. „Ég er furðu lost- inn yfir viðbrögðum ráðherra við þessu áliti,“ segir Eiríkur. „Viðbrögð ráðherra eru svipuð því að mað- ur sem væri staðinn að lögbroti mundi vísa til þess að það skipti ekki máli hvað hann hefði gert í fortíðinni því hann skyl- di bæta sig í framtíðinni. Ég er ekki viss um að dómari tæki slík rök gild. Þetta álit, sem er bæði mjög ítarlegt og rökstutt, fjallar fyrst og fremst um það hvernig staðið var að skipan hæstaréttar- dómara í fortíðinni. Niðurstaðan er ótvíræð – ráðherrann fór ekki að lögum þegar hann gekk frá þessari skipun.“ Eiríkur segir einnig athyglis- vert að umboðsmaður vísi til framtíðar um það hvernig skip- an hæstaréttardómara skuli vera. „Hann telur að það eigi að skoða hvort ekki eigi að breyta þeim regl- um sem gilda við skipun hæstaréttardómara til að koma í veg fyrir að svona verði staðið að málum í framtíðinni og það finnst mér mjög at- hyglisvert. Í þessu máli gerir ráðherra það upp við sjálfan sig hvort hann segir af sér en mér finnst að það þurfi að skoða ábyrgð ráðherra í málum eins og þessum hér á landi. Það er mikil ábyrgð sem ráðherra er fengin með því að skipa dómara í æðsta dómstól þjóðarinnar. Það er brýnt að svona lagað endurtaki sig ekki því þá fer fólk að glata trausti á dómstólunum, sem er mjög alvarlegur hlutur í réttar- ríki.“ albert@frettabladid.is trausti@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.