Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 32
Brauð Kanntu brauð að baka, segir í kvæðinu. Brauð- bakstur er einfaldari en margan grunar, aðalmálið er að finna góðar uppskriftir, gefa sér tíma og leggja alúð í verkið. Þá uppsker maður eins og til var sáð. Ostar frá Ítalíu: Safaríkir og framandi MOZZARELLA Blautur, bragðmildur og ferskur ostur, dálítið eins og silkibolti að koma við. Svo mjúkur að þegar hann er skorinn myndast mjólkurdrop- ar á yfirborðinu, sem gefa unaðslega, létt kynæsandi angan. Búinn til úr bufflamjólk, stundum reyktur, en oftast snæddur ferskur. Ríkur af kalki, prótíni, vítamínum og steinefnum. HARÐUR/ÞURR RICOTTA Ómótstæðilegur yfir pasta! Þessi tegund Ricotta-ostsins er framleidd í Puglia, Umbria og Piemonte. Prófaðu skrúfupasta með gljáðum hvítlauk og rifnum Ricotta. QUATTRO FORMAGGI Ítalir eru frægir fyrir að blanda saman þessum fjórum ostateg- undum: Gorgonzola, Emmenthal, Taleggio og Fontina. Algjört æði á pizzur og í pastarétti. Taktu eftir að fjögurra osta réttir eru nær alltaf á boðstólum á ítölskum veitingastöðum. PARMESAN Konungur ostanna. Léttur, auðmeltanlegur og fullur af næringarefnum. Hann er framleiddur í Emilia Romagna-héraði Ítalíu og má bara kallast Parmesan sé hann þaðan, líkt og koníak frá Cognac-héraði Frakk- lands. Sama tegund ostar sem kallast Grana Padano er framleidd í Lombardí. Parmesan er framleidd- ur undir ströngum regl- um og þannig mega kýr ekki vera fóðraðar á dýra- afurðum meðan á framleiðsl- unni stendur. FONTINA Þéttur ostur sem auðvelt er að melta. Notaður mikið við matseld, einkum í forrétti og millirétti þar sem léttreykt bragðið setur ákveðinn klassa yfir eldamennskuna. Prófaðu að bræða hann yfir hamborgara eða sneiða hann niður í salat. GORGONZOLA Gorgonzola-ostinn þekkja marg- ir. Bragðið er rjómakennt og frumlegt, en osturinn er full- kominn í salatdressingar, pastasósur og með kál- fasteik. Hann er náfrændi gráðaostsins, en ögn sætari á bragðið og auðveldara að blanda honum saman við annað hráefni. ■ „Það slær ekkert út bolla af vel löguðu espressó,“ segir Njáll Björgvinsson, Íslandsmeistari kaffibar- þjóna árið 2004. Kaffibarþjónusta er starfsgrein sem hefur slegið í gegn og má örugglega þakka það hinni árlegu Íslandsmeistarakeppni sem vekur áhuga al- mennings og gerir afbragðs kaffibarþjóna að hálf- gerðum stjörnum innan geirans. Það má segja að Njáll hafi tekið kaffimenninguna með trompi strax og hann komst á bragðið. „Árið 2000 var ég að vinna á veitingastað, fór á kaffinám- skeið og féll alveg fyrir þessu. Og nú má segja að ég eyði megninu af sólarhringnum við kaffivélina.“ Hann segir starfið fjölbreytt og gefandi en vissulega skipti viðhorfið miklu máli. „Fyrir þá sem uppgötva ekki möguleikana sem starfið býður upp á er þetta eflaust hundleiðinlegt.“ Njáll líkir kaffimenningunni við léttvínsmenn- ingu, enda sé endalaust hægt að læra eitthvað nýtt og prófa sig áfram. „Ég er til dæmis búinn að fara til Ósló, Boston, Ítalíu og Kaupmannahafnar og hitta fólk úr bransanum. Maður er eins og svampur þegar maður hittir aðra úr greininni og drekkur í sig upp- lýsingarnar.“ Njáll segist sjálfur ekki eiga sér neinn uppáhalds- kaffidrykk en það fari algjörlega eftir skapi hvað hann drekkur. „Ég held mikið upp á kaffi frá Kúbu og Gvatemala. Þegar ég vil dekra við sjálfan mig fæ ég mér kaffi frá Hawaii, Jamaíka og Púertó Ríkó sem er miklu dýrara.“ Njáll samþykkti að gefa lesendum Frétta- blaðsins nokkrar upp- skriftir sem áhugafólk um kaffi getur prófað sig áfram með heima. „Verð- launadrykkurinn minn byggir á deserthugmynd, en hann er blanda af espressó og dökku Valrhona- súkkulaði með 66% kakómassa. Út í það bætti ég mangó. Á toppinn setti ég ítalskan óbakaðan marens, sem ég flam- beraði. En möguleikarnir eru endalausir og drykk- urinn hennar Jónínu S. Tryggvadóttur, sem var val- inn besti frjálsi drykkurinn á mótinu, er tiltölulega einfaldur en ofboðslega góður.“ Við fengum því Jón- ínu til að ljóstra upp þeirri uppskrift líka. audur@frettabladid.is Það er ekki sama hnífur og hnífur. Sumir eru þess eðlis að bíta enda- laust og eru alltaf jafn klassískir í útliti sem verki. Frægustu, og jafn- framt mestu eðalhnífar heims, eru þýsku stálhnífarnir frá Zwilling J. A. Henckels. Reyndar er stundum sagt að barnabörn muni slást um Zwilling-hnífana að loknum upplestri erfðaskrár, og víst eru hnífarn- ir lífstíðareign kynslóð fram af kynslóð. Zwilling-hnífarnir hafa ver- ið framleiddir síðan 1731 og unnir úr sérblönd- uðu þýsku gæðastáli. Þeir eru einkar vinsælir hjá matreiðslumönnum og fleiri sælkerum sem vilja vönduð og falleg verkfæri í eld- húsið. Fást í Bræðrun- um Orms- son og kosta frá 2.990 til 8.690 krón- um. ■ Zwelling-hnífar: Lífstíðareign og heimsklassahönnun Íslandsmeistari kaffibarþjóna: Kaffi býður upp á endalausa möguleika Njáll Björgvinsson og Jónína S. Tryggvadóttir starfa hlið við hlið á kaffihúsinu Te og kaffi í Smáralind. Kaffidrykkir Heitt og kalt Tvöfaldur espresso eða mjög sterkt lagað kaffi, 6-8 cl eftir smekk Ein vanillu ískúla Heitt dökkt súkkulaði 10 cl Routin sýróp að eigin vali 2-4 tsk. Mæli með ávastasýrópunum, það gerir drykkinn sumarlegri. Besti frjálsi drykkurinn í Kaffibarþjónakeppni Íslands 2004 Uppskrift fyrir 2 bolla 2 espresso 2 tsk. appelsínusíróp 10 g hvítt appelsínusúkkulaði 20 g dökkt súkkulaði með kaffifyllingu frá café tasse (belgískt gæðasúkkulaði sem fæst í Te og kaffi) 20 cl heit nýmjólk Bræðið súkkulaðið út í mjólkina og hellið yfir kaffið. Skreyting: Mjólkurfroða og þar ofan á skraut sem búið er til úr appelsínu og dökka súkkulaðinu. Espresso Suffle - drykkur Íslands- meistans Espresso 3-4cl Heitt súkkulaði, Valrhona 66% kakó, heitir Carabian Mango Purre, eða sýróp Ítalskur marens óbakaður Lagið espressóinn í 9-10 cl bolla Hitið súkkulaðið og blandið mangóinu út í, setjið marensinn ofan á og flamberið. Uppskriftasamkeppni: Út að borða á Vox Fyrirtækið Fjörfiskur á Akranesi heldur uppskriftasamkeppni. Að sjálfsögðu er fisk- ur aðalhráefnið. Uppskriftirnar eiga að sendast í tölvupósti á ysa@fjorfiskur.is eða í bréfpósti á Fjörfisk ehf. Brekkubraut 15, 300 Akranes. Verðlaunahafi marsmán- aðar var Brynja Guðnadóttir á Selfossi og var henni að launum boðið út að borða á veitingastaðnum Vox á Nordica hóteli, ásamt borðfélaga. Það var matreiðslu- meistarinn á Vox, Hákon Már Örvarsson, sem dró uppskrift Brynju úr innsendum uppskriftum og nú styttist í að næsti dráttur fari fram. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu Fjörfisks, fjorfiskur.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.