Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 62
Við fórum á tveggja vikna tón-leikaferðalag með þeim til Evrópu síðasta sumar og fengum að mynda,“ segir Ragnar Braga- son, talsmaður Lorts, sem nú vinnur að heimildamynd um Sigur Rós. „Fórum með þeim á Glaston- bury, Hróarskeldu, á tónleika- hátíðir í Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. Fengum að fljóta með, þrír gaurar með myndavélar og gott flipp.“ Myndinni er leikstýrt af Bjarna Þór Sigurbjörnssyni og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni og verður í fullri lengd. „Hún er komin frekar stutt og verður ekki kláruð fyrr en í sumar. Myndin verður klippt í júní og ætti að vera tilbúin í haust. Það er stefn- an eins og er.“ Í ferðalaginu lék Sigur Rós ásamt Amina-strengjakvartettin- um, aðallega á tónleikahátíðum fyrir framan tugþúsundir manna í hvert skipti. Það virðist þó ekkert hafa komið heimildarmynda- gerðarmönnum í opna skjöldu hversu gríðarlegar vinsældir sveitarinnar eru á meginlandinu. Á meðal þeirra sem birtast í myndinni er David Gahan, söngv- ari Depeche Mode, sem lýsir yfir einlægri aðdáun sinni á Sigur Rós. Hann segist finna sig í tónlist sveitarinnar og að hann fari aldrei út úr húsi nema að hafa síð- ustu tvær breiðskífur hennar við höndina. „Það er ekki bara verið að fylgjast með þeim heldur líka starfshópnum þeirra. Við ætlum að reyna að sýna andrúmsloftið á svona túrum. Hvernig fólk nær saman og þetta samstarf á milli hljómsveitarinnar og hópsins í kringum hana.“ Ragnar segir ekkert rugl vera í kringum Sigur Rósar menn á tón- leikaferðum. Sem sagt, lítið sem ekkert um „sex, drugs and rock ‘n’ roll“ í myndinni. „Þetta er fólk sem kann að hegða sér á öllum sviðum. Þegar te á við er drukkið te. Þegar það á ekki við er það ekki gert. Þetta er gott og blessað fólk,“ segir Ragnar að lokum. Áhugasamir geta séð stutt sýn- ishorn á slóðinni www.lortur.org. ■ Það þarf að flokka og geymatölvupóst samkvæmt flokkun- arkerfi og með góðum hugbún- aði,“ segir Sigmar Þormar, skipu- leggjandi ráðstefnunnar Skjala- stjórnun á Íslandi sem haldin verður á Grand Hótel 12. maí. Á ráðstefnunni verður meðal ann- ars farið yfir stöðu skjalastjórn- unar á Íslandi í dag, fjallað um nýjan skjalastjórnunarstaðal á ís- lensku og sögð reynslusaga frá Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem hefur verið unnið að áætlun um virka skjalastjórnun, og segir Sigmar OR þegar hafa lokið við að taka á uppsöfnuðum vanda. „Fólk meðhöndlar tölvupóst eins og samtal en ekki eins og skjöl, þrátt fyrir að sú sé raunin. Það verður eiginlega að hugsa tölvupóst eins og bréfpóst og hafa í huga að öll skjöl fyrirtæk- isins eru eign þess og á það einnig við tölvupóst sem er send- ur á netfang fyrirtækjanna.“ Sigmar segir að ekki þurfi að geyma allan tölvupóst, heldur þurfi að taka upp skjalastjórnun á hverjum vinnustað þar sem settar eru verklagsreglur um hvað skuli geyma og fólk þjálfað í þeim vinnubrögðum. „Þetta krefst aga og nýrrar hugsunar. Með góðum hugbúnaði er til dæmis hægt að setja þá verklagsreglu að ef tölvupóstur er orðinn 30 daga gamall eyðist hann sjálfkrafa úr innboxinu. Upp úr upplýsingaflæðinu eru þá veidd mikilvæg skjöl og þá geymist það sem hefur verið vistað.“ ■ 50 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR Ráðstefna SKJALASTJÓRNUN ■ Verklagsreglur í skjalastjórnun eru orðnar algengari. Tónlist SIGUR RÓS ■ Verðlaunahópurinn Lortur vinnur að heimildarmynd um Evrópureisu Sigur Rósar í fyrra. Fréttiraf fólki ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Kevin Garnett. Maddaman. Michael Howard. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / T A K T ÍK n r. 4 0 B Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 17.480,- Næsta bil kr. 13.446,- Fyrsti gámurinn, og sá semlengst hefur verið á leiðinni til Íslands fyrir Listahátið, er nú lentur heilu og höldnu á hafnar- bakkanum. Hann kemur alla leið frá Tíblisi í Georgíu og hefur verið sex vikur á leiðinni, hefur siglt hina fornu leið víkinganna alla leið frá Svartahafinu, út Mið- jarðarhaf, upp til Þýskalands og þaðan til Reykjavikur. Þetta er leikmyndin í hinni rómuðu sýn- ingu Rustaveli-þjóðleikhússins, en höfundur leikmyndarinnar, Meskhisvili, er einn fremstu listamanna leikhússins. Hann hefur gert leikmyndir fyrir Metropolitan-óperuna og einnig hefur hann hlotið evrópsku Felix- kvikmyndaverðlaunin fyrir myndina „Ashik Kerib“ sem ger- ist í Armeníu. Fleiri leikmyndir eru á langri siglingu, stærsta leikmynd sem flutt hefur verið til landsins er á leiðinni í fjórum risagámum alla leið frá Seúl. Það er leikmyndin i Körper, sýningu Schaubühne í Berlín, en sýningin var síðast sýnd þar á stórri lista- hátíð. Þess má geta að uppselt er á frumsýningar þessara verka, en örfáir miðar munu vera eftir á aðra sýningu. Lárétt: 1 hljóðnar, 6 ættingja, 7 í röð, 8 algeng sk.st., 9 bókstafur, 10 reið, 12 á húfu, 14 ábreiða, 15 barnamál, 16 hljóm, 17 þokað, 18 ískur. Lóðrétt: 1 á húsi (þgf), 2 kraftur, 3 sk.st., 4 vesældarlegt, 5 flet, 9 loga, 11 lappa, 13 krafsa, 14 fugl, 17 bogi LAUSN: Lárétt: 1þagnar, 6afa,7uú,8kl,9 emm,10ill,12der, 14lak,15gó,16óm, 17ýtt,18marr. Lóðrétt: 1þaki,2afl,3ga,4aumlegt, 5 rúm,9eld,11sama,13róta,14lóm,17 ýr. Rocky eftir Frode Øverli SIGMAR ÞORMAR Stendur fyrir ráðstefnu um skjalastjórnun 12. maí. Tölvu- póstur er líka skjal SIGUR RÓS Kvikmyndahópurinn Lortur er að vinna heimildarmynd um Sigur Rós á tónleikaferðalagi. „Gott og blessað fólk“ Þannig að þið eruð saman? Ertu hrif- inn af henni? Það kemur nú ekkert um leið! En það er gott að hafa gellu þegar fer að kólna! Þú ert sem sagt að fórna tíu ára vinskap út af því? Kauptu þér frekar síðbrók! Svo þið haldið ekki að þetta sé bara flipp þá erum að spá í að búa saman! Maður á ekkert að ana út í svoleiðis lagað, Rocky! Hugsaðu þig um! Það er kannski rétt! Ég hef það reyndar ágætt hérna hjá ykkur! Mér finnst þið passa frábærlega saman og meiri- háttar hugmynd að þið byrjið að búa! Spurðu hana líka hvort hún geti ekki tekið einn lúða í viðbót!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.