Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 40
Ég ætla að byrja á því að njótaþess að vera fertugur,“ segir Gylfi D. Aðalsteinsson vinnu- markaðsfræðingur, sem er fer- tugur í dag. „Ég er búinn að taka mér frí þennan dag frá annasöm- um störfum Háskólans og ætla að bjóða vinum og kunningjum til veislu í Skólabæ.“ Hann segir að reyndar hafi konan hans ætlað að halda þessari veislu leyndri fyrir honum en hann sé bara þannig úr garði gerð- ur að það hafi ekki verið hægt. „Allir afmælisdagar mínir hafa verið eftirminnilegir. Ég hef tekið þann pól í hæðina að gera alltaf eitthvað eftirminnilegt á þessum degi enda er það bara jákvætt að eldast.“ Gylfi er í rannsóknarleyfi frá Háskólanum þetta misserið og því ekki að kenna. Hann heldur sig samt nálægt skrifstofu sinni í Odda enda nóg að gera. „Ég var að undirbúa og skila inn tveimur abströktum fyrir ráðstefnu í félagsfræði í haust og að undirbúa rannsóknarferð til Minnesota. Auk þessa hef ég verið að fara yfir umsóknir í meistaranámið í viðskiptafræði þar sem ég sit í nefnd og það voru margar góðar umsóknir sem komu fram. Síðan er maður alltaf á kaffistofunni að taka púlsinn á þjóðmálaumræð- unni, þessi heitu mál eru mikið rædd þar.“ Margir góðir menn eiga af- mæli sama dag og Gylfi og má þar á meðal nefna George Clooney og Tony Blair en einnig Guðmund Pétursson, fyrrum landsliðsmarkmann í fótbolta en hann þjálfaði Gylfa um tíma. „Ég á nokkra leiki með meist- araliði KR og spila nú með old boys. Því hef ég spilað með öll- um flokkum KR í fótbolta, nema með lávarðadeildinni. Þar spila fjörutíu ára og eldri og því ætti það að nást í sumar að ég spili með þeim. Kannski eftir einhver ár fæ ég svo að fara inn á völlinn með þeim.“ ■ Þennan dag árið 1966 hlutu IanBrady og kærasta hans Myra Hindley lífstíðardóm fyrir hrotta- leg morð sem vöktu ugg meðal bresku þjóðarinnar. Parið var sakað um morð á þremur börnum, þeim Edward Evans, 17 ára, Lesley Ann Downey, 10 ára, og hinum 12 ára John Kilbride. Hindley, sem var 23 ára, hlaut tvo lífstíðardóma fyrir morðin á Ed- ward Evans og Lesley Ann Downey en var ekki fundin sek um morðið á John Kilbride. Morðin voru framin í Manchester en lík barnanna þriggja fundust sjö mánuðum áður en dóm- ur var kveðinn upp í málinu á stað sem kallast Saddleworth Moor eða Saddleworth-mýrlendið. Brady var frá Glasgow og starf- aði sem lagerafgreiðslumaður en Hindley var frá Manchester og vann við hraðritun. Þau lokkuðu börnin þrjú inn á heimili sitt í Manchester þar sem þau píndu þau og drápu. Það var 17 ára gamall mágur Hindley, David Smith, sem hringdi á lögregluna eftir að hafa orðið vitni að hrottalegu morðinu á Edward Evans heima hjá systur sinni og mági. Smith sagði lögregl- unni að Brady hefði montað sig af því að hafa grafið lík annarra fórn- arlamba í Saddleworth-mýrlendinu. Brady hefur verið í hungurverkfalli á geðsjúkrahúsinu í Ashworth síðan í október árið 1999. 30 ára lífstíðardómur Hindley rann út árið 1996 en henni var ekki hleypt út úr fangelsi. Hún gerði lokatilraun til að fá frelsi í mars árið 2000 og dó 60 ára gömul árið 2002 af völdum brjóstsýkingar. ■ FJÖLDAMORÐINGJAR Ian Brady og Myra Hindley eru mýrlendis- morðingjarnir. 28 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR Aðalsteinn Hjaltason, Vallargerði 4b, Akureyri, lést sunnudaginn 2. maí. Emilía K. Kristjánsdóttir lést sunnudag- inn 2. maí. Haraldur B. Guðmundsson, Fornhaga 22, lést mánudaginn 3. maí. Magnús Jónsson húsgagnasmíðameist- ari, Kirkjusandi 5, Reykjavík, lést mánu- daginn 3. maí. Sverrir Davíðsson, fv. sjómaður, Blá- hömrum 2, Reykjavík, lést þriðjudaginn 4. maí. 13.30 Jónas Svafár Einarsson skáld verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu. 13.30 Þorbjörg Guðmundsdóttir, Tjarn- arlundi 10b, Akureyri, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju. 15.00 Steinþóra Jóhannsdóttir, Húsa- tóftum, Grindavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. 1889 Vígsluathöfn Eiffelturnsins haldin á alheimssýningunni í París. 1915 Babe Ruth hleypur fyrsta heimahlaupið í bandarísku hafnaboltadeildinni. 1919 Höfundur Galdrakarlsins í Oz, L. Frank Baum, deyr úr hjarta- áfalli 63 ára gamall. 1941 Jósef Stalín verður stjórnandi Sovétríkjanna. 1942 Japan nær eyjunni Corregidor frá herjum bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. 1957 John F. Kennedy hlýtur Pulitz- er-verðlaunin fyrir bókina Pro- files in Courage. 1960 Margrét Englandsprinsessa gift- ist ljósmyndaranum Anthony Armstrong Jones. 1996 Lík Williams E. Colby, fyrrum CIA-stjórnanda, finnst nærri húsi hans í Maryland. Einar Sigurbjörnsson, prófessor í guð- fræði, er 60 ára. Guðmundur Pétursson, lögfræðingur og fyrrum landsliðsmarkvörður, er 58 ára. Geir Svansson myndlistarmaður er 49 ára. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, er 44 ára. 6. maí 1966 IAN BRADY ■ og kærastan hans Myra Hindley hlutu lífstíðardóm fyrir hrottalegar pyntingar og morð á þremur breskum ungmennum. Afmæli GYLFI AÐALSTEINSSON ■ Ætlar að njóta þess að vera fertugur. GEORGE CLOONEY Kvikmyndasjarmörinn og hjartaknúsarinn George Clooney er 43 ára í dag. 6. maí Það er hópur innan Flugleiða semvar að hlaupa saman sem ákvað að stofna til þessa hlaups, bæði til að kynna félagið og bjóða upp á holla og skemmtilega hreyfingu,“ segir Huld Konráðsdóttir flugfreyja, sem er for- maður skokkklúbbs starfsmanna Flugleiða sem stendur fyrir hinu ár- lega Flugleiðahlaupi sem haldið verð- ur í tíunda sinn í kvöld. Hlaupið hefst klukkan 19 og er hlaupið hringinn í kringum Reykjavíkurflugvöll frá Hótel Loftleiðum. „Skokkklúbburinn hleypur þessa leið og við vildum kynna þetta fyrir öðrum.“ Flugleiðahlaupið er meðal fjöl- mennustu almenningshlaupa á land- inu og tóku um 400 manns þátt í því í fyrra. „Það er bæði almenningur og keppnisfólk sem tekur þátt í Flug- leiðahlaupinu. Við höfum sérstak- lega verið að stíla inn á almenning, meðal annars með því að hafa út- dráttarverðlaun en hver sem mætir getur unnið til þessara verðlauna. Flugleiðahlaupið er eitt af því sem hlauparar þekkja og hafa sumir tek- ið þátt í því frá upphafi. Við viljum endilega að sem flestir mæti því þetta hlaup hentar öllum, bæði þeim sem eru að byrja sem og keppnis- fólki.“ Skokkklúbburinn sjálfur er mjög virkur og heldur vikulegar æfingar með þjálfara. „Við vorum nú um helg- ina að koma úr keppni evrópskra flugfélaga þar sem okkur gekk mjög vel og unnum til að mynda kvenna- keppnina. Það eru alls um 50 manns í klúbbnum en 15 til 20 sem eru virkir. Fólk dettur inn og út.“ ■ Tímamót FLUGLEIÐAHLAUPIÐ ■ Haldið í tíunda sinn í kvöld. Hlaupið um flugvöllinn HULD KONRÁÐSDÓTTIR Formaður skokkklúbbs starfsmanna Flugleiða sem skipuleggur hið árlega Flugleiðahlaup. Frí frá annasömum störfum Mýrlendismorðingjarnir fá lífstíðardóm ■ Afmæli ■ Þetta gerðist ■ Jarðarfarir ■ Andlát Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu þriðjudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Kristinsson, Guðmundur Kristinsson, Edda Kristinsdóttir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N GYLFI AÐALSTEINSSON Vonast til að fá að spila eitthvað með lávarðadeild KR í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.