Fréttablaðið - 05.06.2004, Side 17

Fréttablaðið - 05.06.2004, Side 17
Það er skrýtið að þótt menn hafi oft hlegið að Birni Bjarnasyni fyrir að vilja koma upp ís- lenskum her er ekkert sagt þótt Halldór Ásgrímsson sé löngu búinn að því. Íslenskur her í Afganistan 17LAUGARDAGUR 5. júní 2004 Geri hreint fyrir dyrum Það skyggir einnig á þessa ákvörðun [laga- synjun forseta Íslands] að uppi eru þrálátar opinberar ásakanir um að Ólafur Ragnar hafi verið í miklum persónulegum og fjárhagsleg- um tengslum við Norðurljós. Með tilliti til mikilvægi málsins þá verður það að teljast eðlileg krafa að Ólafur Ragnar geri hreint fyr- ir sínum dyrum varðandi þessi tengsl til að almenningur og komandi kynslóðir geti ver- ið vissar um að þessi sögulega ákvörðun hafi ekki verið tekin á annarlegum forsendum. Ritstjórn á deiglan.com Ekki segja af sér [É]g tel það eitt ekki eiga að leiða til afsagn- ar ríkisstjórnar að forseti synji lögum, sem hún hefur beitt sér fyrir, staðfestingar og þessum lögum verði síðan hafnað af þjóð- inni. Þá er allt eins hægt að segja að ríkis- stjórnin í Svíþjóð hefði t.d. átt að segja af sér þegar evrunni var hafnað af sænsku þjóðinni á síðasta ári. Að sjálfsögðu hefði það verið út í hött, enda þarf það ekki að þýða vantraust kjósenda á ríkisstjórn að meirihluti þeirra sé andvígur einu máli sem hún stendur fyrir. Þrátt fyrir það kunna kjósendur auðvitað að vera samþykkir stefnu ríkisstjórnarinnar í öðr- um atriðum. Þórður Sveinsson á mir.is Tækifæri fyrir þjóðina Ef þjóðin notar þetta einstæða tækifæri til að lemja á puttana á Davíð er ljóst að ríkisstjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna er í mikl- um vanda. Eðlileg vinnubrögð væru að boða til nýrra þingkosninga, enda er það ekkert annað en vantraustsyfirlýsing ef þvinga þarf ríkisstjórn út í þjóðaratkvæðagreiðslu með þessum hætti og þjóðin hafnar lagafrum- varpi hennar. Sverrir Jakobsson á murinn.is Geðþóttavald forsetans Hvað sem segja má um [fjölmiðla]lögin sem slík er ekki hægt að segja annað en að ákvörðun forseta sé tekin á vægast sagt vafasömum forsendum. Þegar yfirlýsing forsetans er lesin má ráða það eitt af henni að hann neitar að staðfesta umrædd lög en engin efnisleg rök eru færð fyrir niður- stöðunni sem halda vatni eða segja til um hvernig valdheimild 26. gr. stjórnarskrár- innar nr. 33/1944 verður beitt í framtíð- inni. Fordæmið sem forseti setur virðist vera það að um geðþóttavald sé að ræða. Snorri Stefánsson á frelsi.is Hvað gengur manninum til? Málflutningur forsetans er líka með eindæm- um. Með aðgerðum Ólafs Ragnars hefur fyrst núna myndast djúp gjá milli þings og þjóðar og það fyrir atbeina forseta Íslands sem hing- að til hefur ekki tekið sér opinberalega póli- tískt vald. Hann hefur skipt þjóðinni svo sann- arlega og augljóslega í tvær fylkingar sem munu berjast hatrammlega. Það verða ekki fjölmiðlalögin sem munu verða í forgrunni heldur ríkisstjórnin og stuðningur við hana. Hann hefur att ríkisstjórninni, sem meirihluti Alþingis styður og kosið var til fyrir rúmu ári síðan, saman við forsetaembættið sem hing- að til hefur ekki verið annað en sameiningar- tákn þjóðarinnar. Hvað gengur manninum eiginlega til? Borga kosningaskuldir? Ásthildur Sturludóttir á tikin.is Naga sig í handarbökin Það er hætt við að Davíð Oddsson og aðrir forkálfar ríkisstjórnarinnar nagi sig nú í hand- arbökin yfir að hafa ekki fundið frambærileg- an forsetaframbjóðanda til að hafa raunvera- lega kosningu um embættið. En þeir fram- bjóðendur sem bjóða sig fram gegn sitjandi forseta verða að teljast litlir spámenn í þess- um efnum, einkennilegir sérvitringar sem aldrei er minnst á í alvarlegum tóni. Ólafur Ragnar verður því að teljast nokkuð öruggur um áframhaldandi setu í embætti þrátt fyrir sitt hápólitíska útspil seinnipartinn í dag. Haukur Agnarsson á sellan.is AF NETINU EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ÍSLENSKA FRIÐAR- GÆSLAN ,, 2.390 kr. 6 aspir 499 kr. 10 stjúpur hreinir litir 499 kr. Birkikvistur 399 kr. Gljámispill 499 kr. Hansarós 799 kr. Sýpris 799 kr. 3 petúníur Ath! gró›urátak ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 49 41 06 /2 00 4 249 kr. Úrvals gróðurmold í útikerin - 10 l 499 kr. Molta 30 l Myndin á baksíðu Morgunblaðsins sl. miðvikudag, sem var tekin við há- tíðlega athöfn á Kabúlflugvelli þegar Íslendingar tóku við stjórn flugvall- arins, markar mikil tímamót í sögu þjóðar okkar. Í fyrsta sinn í sögu landsins taka Íslendingar þátt í her- setu í öðru landi. Við hlið Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra stóðu tveir æðstu yfirmenn hins íslenska hers á myndinni. Það eru þeir Hallgrímur Sigurðsson, sem á að stjórna flugvellinum næsta árið, og Arnór Sigurjónsson, yfirmaður ís- lensku friðargæslunnar. Á myndinni virtust þeir bara ánægð- ir með nýjan og brakandi einkennis- búninginn sinn. Það er skrýtið að þótt menn hafi oft hlegið að Birni Bjarnasyni fyrir að vilja koma upp íslenskum her er ekkert sagt þótt Halldór Ásgrímsson sé löngu búinn að því. Hersetan á Kabúlflugvelli er stærsta verkefnið sem íslenska frið- argæslan hefur tekið að sér og hefur svo til allt afl hennar verið sett í þetta einstaka hernaðarverkefni. Raunveruleg friðargæsluverkefni þurfa því að sitja á hakanum á með- an og höfum við í samræmi við það dregið okkur að mestu út úr allri uppbyggingarstarfsemi á vegum Ör- yggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu – til að mynda á Balkanskaga. Er þetta ekki dálítið undarleg for- gangsröðun? Ísland hefur verið her- laus þjóð með ríka lýðræðishefð. Væri ekki nær að við einbeittum okkur að því að vinna að lýðræðis- uppbyggingu í nýfrjálsum ríkjum og að vernd mannréttinda, það sem á ensku er kallað „nationbuilding“, í stað þess að standa í einhverju hern- aðarmakki með Ameríkönum í her- setnu landi? Og fyrst við erum að brölta þetta í Afganistan með Bush og félögum, þurfum við þá ekki líka að taka af- stöðu til þess hver ábyrgð okkar er á illri meðferð stríðsfanganna sem haldið er í Guantanamo á Kúbu án dóms og laga? Við Íslendingar eigum á að skipa afar færu fólki sem kann að sinna mannúðarmálum og borgaralegu uppbyggingarstarfi, svo sem við að koma upp lýðræðislegum stofnunum, en við þekkjum hvorki haus né sporð á hernaði – sem betur fer. Og því eig- um við að láta allt hernaðarbrölt eiga sig. Það er hreint út sagt fáránlegt að sjá íslenska embættismenn klæðast einkennisbúningi norska hersins eins og sjá mátti á myndinni í Morgun- blaðinu. Raunar skilst mér að friðar- gæslan starfi í nánu samstarfi við norska herinn. Til að mynda hefur komið fram að íslensku drengirnir sem eiga að gæta herflugvallarins í Kabúl hafi fengið þjálfun í Noregi hjá norska hernum og meðal annars ver- ið þjálfaðir í vopnaburði eins og hverjir aðrir hermenn. Mér er líka sagt að yfirmaður íslensku friðar- gæslunnar hafi áður þjónað í norska hernum. Ekki veit ég hvort hann sakni þess en það ætti þó ekki að duga til að gera íslensku friðargæsl- una að deild í norska hernum. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.