Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 4
4 15. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Brugðist við ókomnum tilmælum WTO: Dregið úr framleiðslutengingu greiðslna LANDBÚNAÐUR Í nýjum mjólkur- samningi sem landbúnaðarráðu- neytið hefur gert við kúabændur og tekur gildi á næsta ári er dregið úr framleiðslutengdum greiðslum. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, skrifstofustjóra skrifstofu fram- leiðslu- og markaðsmála í landbún- aðarráðuneytinu, er það að hluta til gert til að bregðast við kröfum sem viðbúið sé að komi frá Alþjóðavið- skiptastofnuninni (WTO). „Gildandi samningur er að fullu framleiðslutengdur. Líklegt er að í næsta samningi við WTO verði menn að draga úr þessari fram- leiðslutengingu, þannig að það verði frekar fært yfir í minna fram- leiðslutengdan stuðning,“ sagði hann og vísaði til viðræðna sem nú stæðu yfir við Alþjóðaviðskipta- stofnunina. Ólafur segir að í nýjum mjólkur- samningi sé engu að síður gert ráð fyrir að 80 prósent greiðslna til bænda verði áfram framleiðslu- tengd. Fastar óframleiðslutengdar greiðslur fyrir hvern grip lækki svo í hlutfalli við aukinn fjölda gripa um- fram 40, þannig að ekki verður greitt með fleiri gripum en 100 á hverju búi. Ekki mun því borga sig að halda upp á gripi til þess eins að fá af þeim styrk. Fullur styrkur af hverjum grip nemur um 16 þúsund krónum á ári og samkvæmt heimildum blaðs- ins mun sú upphæð ekki duga fyrir fóðri í skepnuna allt árið. ■ Ummæli Davíðs dauð og ómerk Ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um Jón Ólafsson í nóvember í fyrra voru dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hvorki Davíð Oddsson né Jón Ólafsson voru viðstaddir dómsuppkvaðningu. DÓMSMÁL Tvenn ummæli sem Davíð Oddsson forsætisráðherra lét falla í Ríkisútvarpinu og Morg- unblaðinu um Jón Ólafsson í nóv- ember í fyrra voru dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þriggja milljóna króna miskabótakröfu Jóns var hafnað. „Ég er að hluta til ánægð og að hluta ekki ánægð,“ sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lög- maður Jóns, eftir að dómurinn var kveðinn upp. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um dóminn þar sem hún hefði aðeins heyrt dóms- orðið en hefði ekki lesið dóminn í heild. Þá ætti hún eftir að kynna skjólstæðingi sínum dóminn. Lög- maður Davíðs vildi ekkert láta hafa eftir sér um dóminn að svo stöddu. Jón, sem er fyrrverandi eigandi Norðurljósa, höfðaði meiðyrðamál gegn Davíð vegna ummæla hans í Ríkisútvarpinu og Morgunblaðinu 21. og 22. nóvember í fyrra. Um- mæli Davíðs voru: „...og maður hefur þá tilfinningu að þar með sé auðvelt að skjóta undan fjármun- um þannig að ríkisvaldið eigi miklu erfiðara ef að skattaálagn- ing verður í samræmi við skatt- rannsókn að ná til sín þeim fjár- munum sem þarna eru á ferðinni. Þetta hafði allt þann brag að þarna væri verið að kaupa og selja þýfi í mínum huga“. Í Morgunblaðinu degi síðar var haft eftir Davíð: „Þann sama dag sem skattrann- sóknarstjóri skilar af sér rannsókn sem snýst um grunsemdir um að það blasi við að maður nokkur sé mesti skattsvikari Íslandssögunn- ar stendur þessi banki fyrir því að losa hans eignir héðan“. Í dómnum segir að með hlið- sjón af stöðu stefnda, sem hefur verið forsætisráðherra landsins um langt skeið, verði að leggja til grundvallar að ummæli hans á op- inberum vettvangi hafi að jafnaði veruleg áhrif á þjóðfélagsum- ræðu og mótun á viðhorfum fólks til manna og málefna. Því þurfi forsætisráðherra að vanda inntak orða sinna og framsetningu. Á móti komi að forsætisráðherra þurfi iðulega að tjá sig um mál- efni sem varða almenning. Þá verði að horfa til þess að forsætis- ráðherra þurfi oft að tjá sig með litlum eða engum fyrirvara. Dómnum þykir eðlilegt að fjall- að sé um málið á opinberum vett- vangi þar sem Jón hafi verið um- svifamikill í íslensku samfélagi. Sjálfur hafi hann haft frumkvæði að því að skýrsla skattrannsóknar- stjóra um mál hans hafi fengið umfjöllun í fjölmiðlum. hrs@frettabladid.is HLUTFALL GRIPAGREIÐSLNA RÍKISINS TIL BÆNDA Fjöldi kúa Árleg greiðsla með grip 1-40 100%, 16 þús. kr. með grip 41-60 75%, 12 þús. kr. með grip 61-80 50%, 8 þús. kr. með grip 81-100 25%, 4 þús. kr. með grip 101+ 0%, 0 kr. með grip ■ BANDARÍKIN ,,Ég er að hluta til ánægð og að hluta ekki ánægð. Virðir þú almennt ákvæði um hámarkshraða á þjóðvegum landsins? Spurning dagsins í dag: Er R-listinn að breytast í litla klíku? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 39% 61% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Fangamisþyrmingar: Ákæra fjóra breska dáta LONDON, AP Fjórir breskir her- menn sem gegndu herskyldu í Írak verða dregnir fyrir herrétt ákærðir fyrir að misþyrma föng- um. Að sögn ríkissaksóknarans, Goldsmith lávarðar, eru hermenn- irnir ákærðir fyrir árás og að neyða fanga til kynferðislegra at- hafna innbyrðis. Lávarðurinn sagði í tilkynningu til þingsins að misþyrmingarnar hefðu átt sér stað þegar óbreyttum borgurum hefði verið haldið um skeið en ekki í fangelsi. Mál þriggja hermanna til við- bótar eru enn í rannsókn. ■ Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun KÝR Í samningi landbúnaðarráðuneytisins við bændur um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu er dregið úr framleiðslutengdum greiðslum, m.a. til að bregðast við ókomnum tilmælum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. ■ ÍRAK EKKI AÐ SÍNU FRUMKVÆÐI Yfir- maður Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins, Rodrigo Rato, segir að sjóð- urinn muni ekki hafa frumkvæði að því að lánardrottnar Íraks gefi landinu eftir skuldir. Samkvæmt mati sjóðsins skulda Írakar ríkj- unum nítján sem nefnast Parísar- klúbburinn andvirði um 3.000 milljarða króna. ÚR LOGUM VÍTIS Hundruðum fanga var í gær sleppt úr haldi úr Abu Ghraib-fangelsinu. „Mér líð- ur eins og að hafa sloppið úr log- um vítis og komist til himna,“ sagði Ali Majid, einn fanganna sem var sleppt. SIGRÍÐUR RUT JÚLÍUSDÓTTIR Sigríður Rut sagðist vera að hluta til ánægð með dóminn og að hluta óánægð. Hún vildi ekki tjá sig frekar um dóminn fyrr en hún hefði náð að kynna sér hann að fullu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA JÓN ÓLAFSSON Fyrrum aðaleigandi Norðurljósa höfðaði mál gegn forsætisráðherra. VEIRUSÝKING Fyrir dyrum stendur sýnataka á Húsafelli í von um að grafast megi fyrir um uppruna niðurgangspestar af völdum Noro- veiru sem ferðamenn á svæðinu hafa orðið fyrir barðinu á. Haraldur Briem sóttvarna- læknir segir veiruna nokkuð harð- gera í umhverfinu. „Við vitum ekki hvernig þetta bar að þarna í Húsafelli, en við ætlum að fara mjög ítarlega í gegnum þetta og finna hana,“ segir hann, en veiran hefur hingað til verið torfundin í vatni eða annars staðar. „Yfirleitt greinist hún bara í saursýnum. En við höldum okkur komin með aðferð sem gæti hjálp- að okkur að finna hana í umhverf- inu,“ segir Haraldur og bætir við að nokkur áhersla sé lögð á að komast að uppruna sýkingarinnar. „Þó að veikindin vari ekki lengi hjá fullfrísku fólki eru þau óskemmtileg uppákoma í sumar- fríinu. Svo hefur Noro-veiran verið mikið vandamál inni á heil- brigðisstofnunum.“ Svipaðar sýkingar og í Húsafelli nú hafa, að sögn Haraldar, komið upp nokkuð víða um land undanfarin sumur. ■ TJALDSTÆÐIÐ HÚSAFELLI Enn sýkist fólk af hastarlegri magakveisu í Húsafelli. Blaðið heyrði af nokkrum hópi fólks sem veiktist í bústað um síðustu helgi, en fólkið mun ekki hafa gætt að því að sjóða neyslu- vatn sitt á meðan á dvölinni stóð, líkt og landlæknisembættið hefur mælst til að fólk geri. Veikindi á Húsafelli: Veirunnar leitað í umhverfinu EINKAVÆDDAR GEIMFERÐIR Nefnd sem George W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði til að kanna leiðir til að senda mannað- ar geimflaugar til Mars segir að bandaríska geimrannsóknastofn- unin, NASA, verði að gefa einka- aðilum stærra hlutverk. NASA eigi aðeins að sinna því sem sýnt þyki að ríkið ráði eitt við.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.