Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 30
22 15. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Þóra Björg Helgadóttir með samning: Komin til Kolbotn FÓTBOLTI Aðalmarkvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, Þóra Björg Helgadóttir, gerði rétt fyrir helgi samning við norska úr- valsdeildarliðið Kolbotn. Til stóð að ganga frá samningnum mun fyrr en ýmis vandkvæði gerðu það að verk- um að ekki var skrifað undir fyrr en nú. Þóra hefur varið mark KR-inga undanfarin tvö ár en lék áður með Breiðabliki þar sem hún er uppalin en með þessum tveimur liðum hampaði hún ófáum titlunum. Þóra kemur til með að verða lög- leg með Kolbotn 1. júlí en þá opnast leikmannamarkaðurinn að nýju. Hún á fyrir höndum harða sam- keppni því með Kolbotn leikur ein- nig norski landsliðsmarkvörðurinn, Bente Nordby, en sá orðrómur er í gangi að hún ætli sér að yfirgefa fé- lagið að aflokinni yfirstandandi leiktíð. Þóra er ekki fyrsta íslenska knattspyrnukonan sem leikur með Kolbotn því Katrín Jónsdóttir lék með því í ein sex ár og varð meðal annars norskur meistari með liðinu fyrir tveimur árum síðan, og er það fyrsti og eini meistaratitill liðsins. Katrín lagði síðan skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Þegar sex umferðum er lokið í deildakeppninni er Kolbotn í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Örnun- um frá Þrándheimi. ■ HANDBOLTI Ólafur Stefánsson var kjörinn besti leikmaður spænska meistaraliðsins Ciudad Real á síð- ustu leiktíð, af lesend- um heimasíðu félags- ins. Ólafur var með nokkra yfirburði í kjörinu en hann hlaut tæplega tólf hundruð atkvæði. Egypski landsliðs- maðurinn Hussein Ali Zaky var annar í röðinni með 813 at- kvæði og þriðji varð spænski landsliðs- maðurinn Entrerrios með rétt rúm sjö hundruð. Óhætt er að segja að koma Ólafs til félagsins hafi gefið því aukinn kraft því liðið hampaði spænska meistaratitlinum í fyrsta sinn og gerði það gott í öðrum keppnum, virðist t.d. hafa velt Barcelona úr sessi sem toppliði Spánar í handknatt- leik. Ólafur var besti maður liðsins á tíma- bilinu og sömuleiðis sá markahæsti með 236 mörk. ■ ÞAKKA FRÁBÆRAR MÓTTÖKUR! 1.upplag Uppselt frá útgefanda 2.upplag Uppselt frá útgefanda 3.upplag Væntanlegt 18.júní "Jón brýst hér fram sem sterkur lagahöfundur og flytjandi" Freyr Bjarnason, Fréttablaðið "Kemur skemmtilega á óvart - en samt ekki" Andrea Jónsdóttir, Rás 2 "Af góðum popplögum er sannarlega nóg hér - eiginlega hvert einasta lag" Skarphéðinn Guðmundsson, Mbl. "Jón er í góðum málum" Ásgeir Tómasson, Vikan "Ég skil ekki orð af því sem maðurinn er að syngja - samt hágrét ég þegar ég heyrði diskinn" Xing Pao Ling, ferðamaður frá Kína "Besti íslenski diskurinn sem ég hef ekki heyrt" Jan Erik Fjörtoft, fiskverkandi í Bergen Dreifing EM Í FÓTBOLTA Dregið í VISA-bikar- keppni KSÍ: Fram mætir Keflavík FÓTBOLTI Dregið var í VISA-bikar- keppni KSÍ í hádeginu í gær. Hjá körlunum var dregið í 16 liða úrslit en hjá konunum í 8 liða úrslit. Bikarleikir eru alltaf spennandi en mesta athygli hjá körlunum vöktu þó að venju leikir á milli úr- valsdeildarliðanna. Víkingar eiga harma að hefna gegn KA-mönnum en þeir síðar- nefndu hreinlega stálu sigrinum þegar liðin mættust í Landsbanka- deildinni. Framarar taka á móti Keflvíkingum og Fylkismenn halda til Grindavíkur. Óhætt er að segja að FH-ingar hafi ekki getað verið heppnari - fengu heimaleik gegn 2. deildar liði Aftureldingar. Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, var líka býsna sáttur: „Ef hausinn á okkur verður í lagi eigum við að leggja Aftureldingu að velli. Við verðum þó að passa okkur því gengi okkar hefur verið nokkuð brösótt en þó er stutt í toppinn,“ sagði Heimir. Hjá konunum vekur leikur bik- armeistara Vals og Breiðabliks mesta athygli og þetta hafði þjálfari Valsstelpna, Elísabet Gunnarsdótt- ir, að segja: „Í bikarnum skiptir engu máli hvern maður fær - bikar- leikir eru alltaf erfiðir. Það var þó mjög ánægjulegt að fá heimaleik og að sjálfsögðu stefnum við ótrauðar á að verja bikarinn. Fólk hefur talað um það að Valur hafi alltaf farið auðveldu leiðina í úrslit og ef af því verður í ár getur fólk hætt að tala um það,“ sagði Elísabet Gunnars- dóttir, glettin á svip. Leikirnir hjá körlunum fara fram 2.-5. júlí en hjá konunum 9.-10. júlí. ■ 16 LIÐA ÚRSLIT VISA-BIKARS KARLA: Víkingur - KA Njarðvík - KR HK - Reynir Sandgerði Þróttur - Valur Fram - Keflavík ÍBV - Stjarnan Fylkir - Grindavík FH- Afturelding 8 LIÐA ÚRSLIT VISA-BIKARS KVENNA: ÞÓR/KA/KS - KR ÍBV - Þróttur Stjarnan - Fjölnir eða FH Valur - Breiðablik ÓLAFUR STEFÁNSSON Sést hér í leik gegn Slóvenum. Kosinn besti leikmaður Ciu- dad Real á nýliðinni leiktíð. Stuðningsmenn Ciudad Real: Völdu Ólaf Stefánsson HEIMIR GUÐJÓNSSON Fyrirliði FH-inga segir sína menn eiga sig- urinn vísan gegn Aftureldingu ef hausinn verður í lagi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.