Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 26
Ung kona spurði mig um daginn: „Hvað áttu við - lágmarksverð á kjöti“? Ég reyndi að útskýra fyrir henni að landbúnaðarráð- herrann hefði áhyggjur af því að ekki seldist nóg af kindakjöti, sem hann er búinn að lofa að kaupa af bændum. Nú er verðið á lambakjöti hærra en svo að það keppi við nautakjöt, svínakjöt eða fuglakjöt, en verðið á þeim afurðum ræðst á markaði, þ.e. af framboði og eftirspurn. Fólk kaupir sem sagt ekki nóg af lambakjöti og þá finna spekingar náttúrlega gott úrræði, það er einfaldlega að setja lágmarks- verð á allt hitt kjötið. Landbún- aðarráðherrann fékk meira að segja tvo mikilsvirta lögfræð- inga til að kanna þetta fyrir sig og þeir komust að þeirri niður- stöðu að hægt væri að setja lög sem gætu bjargað þessum vand- ræðum á matvælamarkaðnum, þ.e. að verðið er of lágt. Stundum heldur maður reyndar að þetta sé grínmynd en ekki í alvörunni. Aldeilis held ég að kjötfram- leiðendur yrðu kátir en neytend- ur væntanlega ekki jafn kátir. En landbúnaðarráðherrann er nátt- úrlega ráðherra bænda en ekki okkar hinna, annað er allavega ekki að sjá og heyra. Við þessa umræðu rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég fluttist til Belgíu fyr- ir alllöngu og las þarlendar mannasiðabækur, að útlendingar voru sérstaklega varaðir við því að bjóða innfæddum upp á svína- kjöt, ef þeir biðu þeim í mat. Ekki var þetta þó af trúarástæð- um enda Belgar flestir kaþólikk- ar og borða hvaða kjöt sem er, heldur vegna þess hvað svína- kjöt er mikill hverdagsmatur þar í landi. Þetta vakti náttúrlega at- hygli mína sem hafði verið alin upp við að svínakótelettur væru hátíðamatur, enda þá engin sam- keppni á þeim markaði hér á landi. Núna dettur mönnum sem fara með stjórn landsins í hug að koma einhverju svoleiðis kerfi á aftur. Ráðherrarnir í ríkisstjórn- inni, sem hælir sér af því að hafa innleitt frelsi í viðskiptum á valdatíma sínum, eru orðnir svo uppgefnir á öllu þessu frelsi að þeir leita allra ráða til að afnema það. Hvort heldur er með fjöl- miðlafrumvarpi eða með vanga- veltum um lágmarksverð á kjöt. En það er nefnilega mergurinn málsins að ríkisstjórnin hefur ekki staðið fyrir neinni frelsi- svæðingu. Viðskiptafrelsið kom með EES-samningum og þess vegna þarf virta lögfræðinga til að skoða sérstaklega með hvaða ráðum megi skerða það án þess að hægt sé að kæra stjórnvöld fyrir brot á þeim samningi. Matarverð er hátt hér á landi, það er svo sem engin nýlunda. Ég rak augun í litla frétt á mbl.is um sænska könnun sem leiddi í ljós að matvöruverð er 56% hærri á Íslandi og í Noregi en meðalverð á matvöru í EES-ríkj- unum. Íslensk könnun sem birt var á dögunum sýndi einhverja álíka útkomu. Sú könnun var byggð á þriggja ára gömlum töl- um, landbúnaðarráðherrann vís- aði henni pent á bug á þeim for- sendum að matvöruverð hefði lækkað hér á landi síðan. En þó svo væri og matvöruverð væri „bara“ þriðjungi hærra hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við, væri það ekki alveg nóg? Þriðji samanburður- inn birtist svo í BigMac-vísitöl- unni, en sú nýjasta af þeirri teg- undinni sýndi að sá vinsæli rétt- ur er hvergi dýrari í öllum heim- inum nema í Kúveit. Landbúnað- arráðherrar fyrr og síðar geta sannarlega hrósað sigri yfir að hafa staðið vel vörð um hags- muni bænda. Við fáum að borga okurverð fyrir matvöru og samn- ingar eru gerðir við bændur átta ár fram í tímann. Á sama tíma vitum við ekki hvaða fjármunum verður varið til Háskóla Íslands eða Landspítala - háskólasjúkra- húss á næsta ári, því menn eru að þrátta um það í ríkisstjórninni. Utanríkisráðherrann og aðstoð- armaður hans halda því fram að stuðningurinn við Íraksstríðið hafi verið samþykktur í kosning- unum í fyrra, var þá líka sam- þykkt í þeim kosningum að halda matvöruverði háu og skera niður fjármuni til stofnana eins og HÍ og LSH? Samkvæmt sömu lógik hlýtur svo að vera. Við verðum líklegast að sætta okkur við það fram að næstu kosningum að rík- isstjórnin gerir bara nákvæm- lega það sem henni sýnist og kærir sig kollótta um hvað fólki finnst. Þau kalla þetta lýðræði al- veg eins og þau kalla það þing- ræði að þjösna málum í gegnum Alþingi þó öll þjóðin standi á öndinni. Ég kalla þetta að fara illa með völd. ■ Þ ótt innan Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð verið uppi mismunandisjónarmið og ólík viðhorf tókst flokknum að sameina íslenskahægrimenn lengst af síðustu öld. Frá stofnun Borgaraflokksins 1987 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að deila hægri væng stjórnmál- anna með minni flokki, sem skilgreint hefur sig frjálslyndari en Sjálf- stæðisflokkurinn – eins konar flokki litla mannsins. Nú hafa ungir frjálshyggjumenn sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og boðað framboð til þingkosninga árið 2007. Þeir aðgreina sig frá Sjálfstæðisflokknum með því að hafna sérhagsmunagæslu og ríkisforsjá. Þótt Sjálfstæðis- flokknum muni líklega takast áfram að halda flestum frjálslyndum hægrimönnum og frjálshyggjumönnum innan sinna raða er þessi klofningur frá flokknum athyglisverður. Hann á sér orðið samfellda sögu sem spannar næstum tvo áratugi og virðist fremur aukast en að sættir séu í sjónmáli. Á næstu árum kemur í ljós hvort hægrimenn á Ís- landi kjósi að starfa innan sama flokksins eða hvort þessi vængur stjórnmálanna verði líkari því sem tíðkast hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. Stefna forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu hlýtur að reyna á þolrif margra hægrimanna. Með lögum um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar, Spron-lögunum og fjölmiðlalögunum hefur flokkurinn haft forystu um afskipti af atvinnulífinu sem getur ekki hugnast frjáls- hyggjumönnum. Gagnrýni á forystu flokksins fyrir óvægni og hörku fer fyrir brjóstið á frjálslyndari mönnum. En gagnrýni forystunnar á Hæstarétt og forsetann hlýtur ekki síður að renna öfugt ofan í hefð- bundna íhaldsmenn. Meðal þeirra hefur það ekki þótt góð latína að grafa undan eða véfengja helstu undirstöður samfélagsins. Íhaldsmenn hafa látið róttækum vinstrimönnum slíkar árásir eftir, en tekið að sér að vera brjóstvörn borgaralegs samfélags. Það hlýtur því að rugla þá rækilega í ríminu þegar ráðherrar flokksins leggja sig fram við að draga úr trú- verðugleika Hæstaréttar og dómkerfisins, forsetans og embættis hans og draga meira að segja í efa að ætíð sé skylt að fara að lögum. Þegar frjálshyggjan, frjálslyndið og íhaldssemin eru farin að stang- ast á við stefnu forystunnar er kominn tími til að velta fyrir sér hver- skyns hægriflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. Ef marka má leiðara Morgunblaðsins – sem nú eru ritaðir af meiri tryggð við forystu Sjálf- stæðisflokksins en frá formannstíð Geirs Hallgrímssonar – þá leggur forystan áherslu á sterkt ríkisvald sem beri að hlutast til um og grípa inn í atvinnulífið; ekki bara til að þoka hlutum til betri vegar heldur ekki síður til að hirta menn til hlýðni við óskráðar – og æði óljósar – reglur og sýna þeim hvar valdið liggur. Morgunblaðið studdi takmörk- un á tjáningarfrelsi í fjölmiðlalögunum – eins sérstætt og það hljómar fyrir borgaralegt hægriblað á Vesturlöndum. Morgunblaðið er á bandi Pútíns Rússlandsforseta í innanlandsmálum þótt það fylgi Bush Banda- ríkjaforseta í utanríkismálum. Flokkurinn og blaðið eru því í stríði við glæpsamleg öfl; bæði innanlands og utan. Lykillinn að miðlægri stöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórn- málum var samstaðan sem flokkurinn myndaði meðal þeirra sem voru hægra megin við miðju. Þessi samstaða tryggði fylgi langt inn að miðju. Leiðin til að halda þessari sterku stöðu er að viðhalda samstöð- unni. Hvort flokknum tekst það mun ráða vægi hans í íslenskum stjórn- málum; ekki úrslit í orrustum um ímyndaðar markalínur sem forysta flokksins dregur þvers og kruss um íslenskt samfélag. ■ 15. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Það er þraut sjálfstæðismanna að halda samstöðu hægrimanna í gegnum hörð átök í samfélaginu. Hugmynda- kreppa til hægri Lágmarksverð á kjöti ORÐRÉTT Nýtt unglingavandmál Það er vandséð hvort er verra fyrir Halldór að Davíð hætti eða haldi áfram. Ef hann hættir skapast hálfgert unglingavanda- mál í Sjálfstæðisflokknum. Sjálf- stæðismenn vilja vera sjálfstæð- ir menn, en á það hefur skort síðustu árin. Birgir Hermannsson um forsætisráð- herraskiptin 15. september. DV 14. júní. Hallelúja Á langri ævi sinni auðnaðist honum að verða táknmynd Bandaríkjamannsins sem kom sjálfum sér á framfæri á hinn týpíska bandaríska hátt: varð ríkur, kvikmyndastjarna og að lokum valdamesti maður heims á vettvangi stjórnmála. Stefán Friðrik Stefánsson um Ronald Reagan á vef Heimdallar. Frelsi.is Nú vandast málið Hvað ef það er engin gjá? Birgir Tjörvi Pétursson héraðsdóms- lögmaður. Morgunblaðið 14. júní. Þjóð vill þá þrír vilja? Einu sinni var þessi hópur, sem telur þorra allra þegna þjóð- félagsins, kallaður hinn þögli meirihluti. Það skyldi þó aldrei vera, að hinum þögla meirihluta á Íslandi þyki kominn tími til að taka til máls. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins í tilefni þriggja aðsendra greina í blað- inu um fjölmiðlafrumvarpið. Morgunblaðið 14. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS Þegar frjálshyggjan, frjálslyndið og íhaldssemin eru farin að stangast á við stefnu forystunnar er kominn tími til að velta fyrir sér hvers kyns hægriflokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Aukið lýðræði Ef marka má ummæli Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur borgarfulltrúa hér í blaðinu í gær virðast ekki allir í R-listan- um hafa verið sáttir við stjórnunarstíl Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur með- an hún var borg- arstjóri. Vaknar sú spurning hvort hugsanlegt sé að borgarstjór- inn fyrrverandi hafi ekki iðkað u m r æ ð u - stjórnmálin sem hún p r é d i k a r svo mjög. Í fréttinni segir „[Steinunn] bætir því við að með brotthvarfi Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur hafi margt breyst, valddreifingin sé meiri en áður og það sé mun lýðræðislegra en að kall- að sé eftir einum sterkum aðila sem ráði öllu“. Meiri valddreifing, meira lýð- ræði eftir að Ingibjörg Sólrún hætti. At- hyglisverður dómur samstarfsmanns frá upphafi. Afdrifarík þögn Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore sætir nú gagnrýni á heimaslóðum fyrir að hafa þagað mán- uðum saman yfir vitneskju sinni um mis- þyrmingar á bandarískum föngum í Írak. Í nýju myndinni hans Fahrenheit 9/11 eru nokkur brot sem sýna illa meðferð Bandaríkjamanna á föngum í íröskum fangelsum. Segja gagnrýnendur að hefði Moore sagt frá þessu opinberlega hefði verið hægt að stöðva óhæfuna fyrr. Moore sagði við fjölmiðla um helgina að hann hefði gjarnan viljað upplýsa um misþyrmingarnar en átt í innri baráttu um hvað gera bæri, því hann hafi óttast að vera sakaður um að það eitt vekti fyrir sér að auglýsa kvik- myndina. degitildags@frettabladid.is Í DAG MEÐFERÐ VALDSINS VALGERÐUR BJARNADÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Ráðherrarnir í ríkisstjórninni, sem hælir sér af því að hafa innleitt frelsi í viðskiptum á valdatíma sínum, eru orðnir svo uppgefnir á öllu þessu frelsi að þeir leita allra ráða til að afnema það. Hvort heldur er með fjölmiðlafrumvarpi eða með vangaveltum um lágmarksverð á kjöt. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.