Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 10
10 15. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR VEL MERKTIR ÍTALIR Það fór ekki á milli mála með hvaða landsliði þessir vegfarendur halda. Prýddir ítölsku fánalitunum bjuggu þeir sig undir leik Ítalíu og Danmerkur á Evrópumeist- aramótinu í fótbolta. Sóðatylftin í síðasta mánuði: Óværan sem gerir usla á netinu TÖLVUR OG TÆKNI Útgáfur Netsky- ormsins eru fyrirferðarmestar á mánaðarlegum lista vírusvarna- fyrirtækisins Central Command yfir „sóðatylftina“, fyrirferða- mestu tölvuóværuna í liðnum mánuði. Fyrsta sæti listans vermir hins vegar Sasser-ormur- inn, sem uppgötvaðist 30. apríl síðastliðinn. Hann varð fljótlega mjög fyrirferðarmikill og sýkti þúsundir Windows-tölva um heim allan. Fjöldi fólks með Windows 2000 og XP-stýrikerfi horfði á tölvur sínar í forundran þar sem þær endurræstu sig í sífellu án sýnilegrar ástæðu, en það er ein birtingarmynd sýkingar af Sass- er. Ormurinn dreifir sér með því að nýta þekkta öryggisveilu í Windows í LSASS (Local Security Authority Subsystem Service) kerfi. Sífellt skjóta svo upp kollinum nýir ormar og vírusar. Meðal þeir- ra nýjustu sem Central Command varar við eru Plexus.A ormurinn, sem dreifir sér í tölvupósti, Pado- bot.F ormurinn, sem nýtir sér þekkta öryggisveilu í Windows, Agobot.300544 ormurinn sem bor- ar sig í gegnum tölvunet með því að hagnýta sér þekktar öryggis- veilur Windows og Rbot.92408 ormurinn sem dreifir sér yfir mIRC tölvuspjallnet. ■ HEILBRIGÐISMÁL „Við viljum reyna að hafa þetta allt uppi á borðinu. Það er öllum til góðs, líka kynnun- um,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, hjúkrunarforstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, um nýjar regl- ur Landspítala um boðsferðir og vöru-, þjónustu- og lyfjakynningar. „Þetta er til að ekki sé verið að tor- tryggja þetta meira en ástæða er til,“ bætti hann við. Reglurnar taka meðal annars til boðsferða starfsmanna LSH á vegum erlendra fyrirtækja. Slík boð verður að senda skriflega til sviðstjóra innkaupa- og vörustjórn- unarsviðs sem tekur ákvörðun, í samráði við viðkomandi fagyfir- mann, um hvort og þá hvaða starfs- maður muni fara í viðkomandi ferð. Sviðsstjóri innkaupa- og vöru- stjórnunarsviðs skal senda fram- kvæmdastjóra fjárreiðna og upp- lýsinga, upplýsingar um ferðina og þátttakendur í henni og ákveði sviðsstjóri að fara sjálfur í slíka kynningarferð skal tilkynning þar að lútandi send framkvæmdastjóra skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga áður en ferð er farin. Fram- kvæmdastjóri fjárreiðna og upp- lýsinga skal halda skrá yfir ferð- irnar og þátttakendur. „Slíkar kynningarferðir fela ekki í sér neinar skuldbindingar af hendi spítalans um neins konar frekari viðskipti og í tengslum við ferðir er starfsmanni óheimilt að gera ráðstafanir sem skuldbundið geta spítalann,“ segir í reglunum. Þá taka reglurnar til kynninga innan og utan spítalans. Þar skal hafa samráð við sviðsstjóra á inn- kaupa- og vörustjórnunarsviði. Þá þarf að afla heimildar yfirmanns á viðkomandi sviði eða deild. Kynnar þurfa að fara eftir ákveðnum reglum. Þeir mega af- henda á kynningarfundi gjöf sem hefur táknræna merkingu fyrir við- komandi kynningu eða er í tengsl- um við starf viðkomandi starfs- manns. Að öðru leyti er óheimilt að bjóða starfsmönnum gjafir eða ívilnanir í tengslum við slíkar kynn- ingar eða í því augnamiði að hvetja starfsmenn til að beita sér fyrir inn- kaupum á viðkomandi vöru til stofnunarinnar. Starfsmönnum er óheimilt að þiggja slík boð. Jóhannes sagði að ef starfsmað- ur yrði uppvís að ítrekuðum brot- um á þessum reglum yrði farið með það eins og hvert annað starfsmannamál. jss@frettabladid.is SÓÐATYLFTIN Í MAÍ: Sæti Nafn óværunnar Prósenta 1. Worm/Sasser 49.1% 2. Worm/Netsky.P 16.1% 3. Worm/Netsky.Z 5.4% 4. Worm/Netsky.D.DAMÝ 5.1% 5. Worm/Netsky.Q 3.7% 6. Worm/Netsky.C 2.8% 7. Worm/Netsky.B 2.0% 8. Worm/Bagle.AA 1.5% 9. Worm/Netsky.A 1.1% 10. Worm/Bagle.Z 0.7% 11. Worm/MyDoom.F 0.4% 12. Worm/Sober.G 0.3% Restin 11.8% 12 fyrirferðarmestu tölvuskaðvaldarnir í síðasta mánuði að mati vírusvarnafyrir- tækisins Central Command. Floginn til Svíþjóðar til að fá þriðja hjartað – hefur þú séð DV í dag? Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Mixið er byrjað í öllum verslunum Skífunnar! Reyndi að selja kjarnorkuvopn: Indverji handtekinn MUMBAI, AP Lögregluyfirvöld á Ind- landi yfirheyrðu í gær indverskan viðskiptamann sem grunaður er um að hafa selt leynilegar upplýsingar um kjarnorkuáætlun Indverja. Mað- urinn var framseldur til Indlands frá Sameinuðu arabísku furstadæm- unum á laugardag en þar var hann handtekinn. Lögreglan í Dubai handtók mann- inn, Akhtar Hussain Ahmed, þar sem hann reyndi að selja erlendri sendi- nefnd hinar leynilegu upplýsingar. Ekki lá ljóst fyrir frá hvaða landi sú sendinefnd var en málið er litið alvar- legum augum á Indlandi. ■ STARFSMANNAREGLUR Framkvæmdastjórn LSH hefur sett reglur fyrir starfsmenn spítalans, þegar um er að ræða boðsferðir til útlanda eða kynningar á vöru og þjónustu. NEPAL, AP 22 nepalskir lögreglu- menn létu lífið og fimmtán til við- bótar særðust þegar bíll sem þeir voru í lenti á jarðsprengju sem maóískir uppreisnarmenn höfðu komið fyrir. Lögreglumennirnir voru á tveim- ur bílnum. Fremri bíllinn lenti á jarðsprengjunni og gjöreyðilagðist. Nær allir sem í honum voru létust, aðrir særðust illa. Nokkrir lögreglu- mannanna sem voru í seinni bílnum særðust, annars vegar af völdum sprengingarinnar og hins vegar í skotbardaga við uppreisnarmenn sem fylgdi í kjölfarið. Uppreisn maóista hefur staðið síðan 1996 og kostað 9.500 manns líf- ið. Þeir vilja afnema konungsdæmið í Nepal og koma á kommúnistaríki. ■ LÖGREGLUMENN Á SJÚKRAHÚSI Flogið var með særða lögreglumenn á nærliggjandi sjúkrahús. Lögreglubíll tættist í sundur: 22 lögreglumenn létust Strangar reglur um boðsferðir Framkvæmdastjórn Landspítalans hefur sett strangar reglur um boðsferðir erlendra fyrirtækja til starfsmanna spítalans. Reglurnar ná einnig yfir kynningar á lyfjum, öðrum vörum og þjónustu. JERÚSALEM, AP Ísraelsk sveitar- félög verða að leyfa sölu svína- kjöts ef meirihluti íbúanna krefst þess. Dómur hæstarétt- ar Ísraels í þessa veru þykir mikill sigur fyrir þá sem vilja skilja að ríki og trúarbrögð en trúaðir Ísraelar vöruðu við því að þetta græfi undan þjóðarvit- und Ísraela sem gyðinglegrar þjóðar. Samkvæmt trúarbókstaf gyð- inga er bannað að borða svína- kjöt. Fjölmörg sveitarfélög hafa takmarkað eða bannað með öllu sölu svínakjöts. ■ Hæstiréttur Ísraels: Mega selja svínakjöt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.