Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5006 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 50 10 - fax 550 57 27, auglysingar@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R 50% afsláttur álántökugjalditil 1. júlí Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúli 13A, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni H im in n o g h a f- 90 40 12 4 Vextir % 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 2 4.500 4.960 5.420 6.250Afborgunar-laust * *1 Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 SMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKUR SMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKURSMSLEIKUR Sendu SMS skeytið og þú gætir unnið. BT FUT á númerið 1900 Við sendum þér spurningu. Þú svarar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900. 99 kr. sms-ið Gleðibankinn Peningar eru til þess að skemmtasér fyrir þá, sagði eitt sinn góður vinur sem helst lítt á peningum en skemmtir sér þó konunglega dagana langa. Ég geri ráð fyrir að hann hafi rétt fyrir sér að mörgu leyti. Til dæm- is held ég að banka kátra landsmanna sé aldeilis skemmt þegar hann nælir í himinháar sektir af ofurlitlum neyslu- reikningum. VIÐSKIPTAVINIRNIR fá svo „fitt“ þegar sektirnar eru í engu samræmi við umfang viðskiptanna. Refsikerfi og þjónustugjöld bankanna hala inn feitar summur og vesælustu tékka- reikningar geta reynst bankanum áreiðanlegar tekjulindir. MÁ BJÓÐA ÞÉR LÁN? spyrja gleðibankarnir. Settu glerskála á sval- irnar, fáðu þér draumabílinn, ferðas- tu um heillandi lönd, skiptu um sófa- sett og ótal margt fleira. Mynd af Eif- felturninum, sófasetti, spíttbáti og sumarbústað á silfurfati fylgir með tilboðinu. „Gakktu í sjóðinn og sæktu þér hnefa,“ sagði skáldið á Arnarvatni og bætti við: „Það er ókeypis allt og með ánægju falt og ekkert að þakka því gullið er valt“. NOTALEGT er til þess að vita að „mottó“ míns góða vinar sé í hávegum haft hjá bönkunum. Peningar eru skemmtimynt og því er gleðilegt fyrir viðskiptavini að fregna að fjársýslu- kostnaður bankanna fari í leigu á breiðþotum til að fljúga með gæðinga og góðvini á fótboltaleiki, hugga þá með veigum og ljúffengum kræsing- um og dilla stórvinum og viðskipta- mönnum á glæsihótelum. Svo mildar það óneitanlega „fittin“ og yljar um hjartarætur þegar bankarnir efna til skemmtihátíða í höfuðstaðnum með trúðum, hljómsveitum og gleðilátum. Auðvitað er það hlutverk bankanna að halda uppi stuðinu og svo sannarlega nauðsynlegra en að bjóða betri kjör á vöxtum og lánum og auka við þjónust- una svo um muni. STÓR TILBOÐ frá bönkunum bein- ast að unglingum sem hafa aldrei fyrr verið jafn skuldum vafðir. Þetta er hraust fólk með breið bök sem getur svo hæglega byrjað lífið með himin- háar yfirdráttarheimildir til að slást við. Betri tálbeitu en peninga er vart hægt að hugsa sér þegar bláeyg ung- menni eru annars vegar. Samkeppnin á bankamarkaði hefur kannski ekki skilað bættum kjörum til viðskipta- vina, en það er deginum ljósara að gleðibankar koma sterkir inn í skemmtanalífið og stuðið er stanslaust. BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.