Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 8
15. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Að undanförnu hefur verið unnið að endurgerð Vísis í samstarfi við Innn hugbúnaðar- hús og ArmchairMedia. Vefurinn hefur verið endur- hannaður og forritaður frá grunni með nýstárlegu viðmóti og ýmiss konar nýrri þjónustu. Innn hf. sá um ráðgjöf, verk- efnastjórnun, forritun og upp- setningu á Vísi og Stefán Kjart- ansson hjá ArmchairMedia um alla útlitshönnun. Samstarfsaðilar í einstökum hlutum vefsins eru Eskill fyrir Fasteignavefinn, Síminn fyrir streymi á sjónvarpsefni, Track- well fyrir GSM-efnisþjónustur og Anza fyrir frípóst og hýsingu. Aðrir samstarfsaðilar eru KB banki og Íslandsbanki. Nýi vefurinn keyrir í nýjustu útgáfu vefumsýslukerfisins frá Innn, LiSA.NET sem byggir á .NET þróunarumhverfi Micro- soft. Innn hefur þróað vefumsýslu- kerfið LiSA í yfir 7 ár og hefur mikla reynsla af ráðgjöf og forrit- un á margs konar veflausnum. Nýtt viðmót Vísis er að fyrir- mynd erlendra fréttavefja enda hönnuðir og eigendur Armchair- Media áður yfirhönnuðir og rit- stjórar CNN-fréttavefsins. ■ Flugeldar sprungu í eldsvoða í Reykjanesbæ: Geymslan ófullnægjandi ELDUR Mikill eldsvoði varð í þrí- skiptu iðnaðarhúsi í Reykjanesbæ á öðrum tímanum í fyrrinótt. Eld- urinn komst í skotelda í húsinu og dundu sprengingar um hverfið. Einn maður var við störf á bif- reiðaverkstæði í húsinu þegar eld- ur kom upp í námunda við loft- pressu en ekki er nákvæmlega vit- að hver eldsupptökin voru. Engin slys urðu á fólki í eldsvoðanum. Eftir að eldurinn kom upp í norðurhluta hússins magnaðist hann fljótt og færðist yfir í suður- hluta þess þar sem gaskútar og flugeldar voru geymdir. Að sögn lögreglunnar í Keflavík vantaði mikið upp á að flugeldarnir væru geymdir eins og reglur um skot- elda kveða á um. Miklar skemmdir urðu á húsinu auk þess sem nokkr- ir bílar og pallbílahús skemmdust mikið. Slökkvistarf gekk mjög vel miðað við aðstæður og tókst slökkviliðinu að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þriðja hluta hússins, nærliggjandi hús og hluti á bílaplaninu við húsið. ■ Bækurnar Hlutabréf og eignastýring og Verðmætasta eignin eru vandaðar útskriftargjafir. Í þeim er fjallað á aðgengilegan hátt um fjármál og leiðir til að spara, byggja upp eignir og tryggja fjárhagslegt öryggi. Bækurnar eru tilvaldar fyrir hugsandi fólk og fást í útibúum Íslandsbanka og í Þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. Einnig eru þær til sölu í helstu bókabúðum. Verðmæt útskriftargjöf F í t o n / S Í A Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R FLUGELDAR SPRUNGU Í ELDSVOÐA Engin slys urðu á fólki vegna eldsvoðans en miklar skemmdir urðu á húsinu og bílum sem í því voru. JERÚSALEM, AP Palestínumaður sem ísraelska leyniþjónustan hefur handtekið ætlaði sér að koma fyrir sprengju, annað hvort í emb- ættissetri Ariels Sharon forsætis- ráðherra eða hverfi strangtrúaðra gyðinga í Jerúsalem. Í yfirlýsingu frá ísraelskum stjórnvöldum um þetta segir að hann hafi ekki verið búinn að taka ákvörðun um á hvorum staðnum hann ætlaði að láta til skarar skríða. Maðurinn starfar fyrir ísra- elskt fyrirtæki og er eitt hlutverka hans að afhenda póst í húsnæðinu þar sem Sharon er með skrifstofu. Sú bygging er einna best varin allra stjórnarbygginga í Ísrael. ■ Tilræði skipulagt: Hindruðu sprengjuárás ARIEL SHARON Hugsanlegt skotmark tilræðisins. SAMIÐ UM ENDURGERÐ VÍSIS Þorsteinn Eyfjörð frá Vísi og Sigrún Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Innn. Nýr frétta- og afþreyingarvefur Vísis brátt í loftið: Vefurinn endur- hannaður frá grunni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.