Fréttablaðið - 19.06.2004, Qupperneq 2
2 19. júní 2004 LAUGARDAGUR
UTANRÍKISMÁL Jaap de Hoop
Scheffer, framkvæmdastjóri
NATO, er staddur hér á landi í
tveggja daga heimsókn og fundaði
með Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra og Halldóri Ásgrímssyni ut-
anríkisráðherra í gær.
Scheffer hrósar íslenskum
stjórnvöldum fyrir rekstur flug-
vallarins í Afganistan og segir Ís-
lendinga setja öðrum þjóðum gott
fordæmi og sanna að smáþjóðir
geti skipt sköpum. Hann hefur
rætt stöðu varnarmála á Íslandi
við Davíð og Halldór og bauð
þeim aðstoð sína í samningavið-
ræðum við bandarísk yfirvöld
væri þess óskað. Framkvæmda-
stjórinn neitaði hins vegar að
NATO myndi að einhverju leyti
taka að sér varnir Íslands ef
Bandaríkjamenn drægju herlið
sitt burt. „Ég vona að íslensk og
bandarísk stjórnvöld leysi málið
sín á milli á grundvelli varnar-
samningsins, en þetta er ekki mál
sem varðar NATO.“ Davíð Odds-
son tók undir orð framkvæmda-
stjórans og sagði engan ágreining
vera um skilning á stöðu mála.
Í lok þessa mánaðar hittast ut-
anríkisráðherrar aðildarríkja
NATO á fundi í Tyrklandi, þar
sem fjallað verður um þau mál
sem eru efst á baugi, til dæmis
ástandið í Afganistan, friðar-
gæslu í Kosovo og hugsanlega að-
komu bandalagsins í Írak. ■
Unglingar fundu
fjölda hasspípa
Unglingar og leiðbeinendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fundu nokkra
tugi af hasspípum á svæði austan við Rauðavatn. Fíkniefnalögreglan
segir almenning duglegan að láta vita af stöðum sem þessum.
LÖGREGLA Unglingar og leiðbein-
endur hjá Vinnuskóla Reykjavík-
ur hafa fundið fjölda af hasspíp-
um á svæði austan við Rauðavatn.
Krakkarnir hafa unnið í rúma
viku að því að hreinsa svæðið og
gera göngustíga.
„Fyrsta daginn sem við komum
hingað sá ég tvær hasspípur um
leið og ég steig út úr rútunni. Það
hefur ekkert verið gert til að
reyna að fela
þetta. Sums stað-
ar höfum við
fundið fimm til
sex stykki saman
í hrúgu,“ segir
Hjördís Sigurðar-
dóttir, leiðbein-
andi hjá Vinnu-
skóla Reykjavík-
ur. Hjördís segir
álpappír vera úti
um allt. Þá hafa
líka fundist sígar-
ettur sem tóbakið hefur verið tek-
ið úr. Þau hafa ekki fundið nein
fíkniefni á svæðinu en öll tæki og
tól til neyslu. Sérstaklega hafi
fundist mikið af hasspípum eftir
síðustu helgi. Hún segir að þau
hafi misst töluna á pípunum þegar
þær voru orðnar fleiri en 30.
Hjördís segir alla leiðbeinend-
ur fara á vikunámskeið hjá vinnu-
skólanum áður en vinna hefst með
krökkunum. Þar hafi meðal ann-
ars verið lögð áhersla á hvernig
skuli bregðast við hlutum sem
þessum. „Fyrst reyndum við að
leyna þessu fyrir krökkunum en
þau vita öll af þessu. Nánast hafa
þau öll fundið hasspípu. Við undir-
búum krakkana og brýnum fyrir
þeim að þetta sé langt frá því að
vera eðlilegt,“ segir Hjördís.
Ásgeir Karlsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar í
Reykjavík, segir neyslustaði sem
þessa ekki vera óþekkt fyrirbæri.
Yfirleitt séu þeir á nokkuð af-
skekktum stöðum skammt frá
byggð. Talið er að helst séu neyt-
endurnir unglingar sem hafi ekki í
önnur hús að venda. Ásgeir segir
fólk duglegt að láta lögregluna vita
af stöðum sem þessum. Lögreglan
skynji að almenningur sé á móti
fíkniefnum og tilbúinn að láta lög-
regluna vita ef þeirra verður vart.
hrs@frettabladid.is
,,Fyrsta
daginn sem
við komum
hingað sá
ég tvær
hasspípur
um leið og
ég steig út
úr rútunni.
„Það er voðalega langt síðan.“
Eggert Þorleifsson vann Grímuna á dögunum fyrir
bestan leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í
leikritinu Belgíska Kongó.
SPURNING DAGSINS
Eggert, ertu búinn að ná toppnum?
Á VETTVANGI
Iyad Allawi forsætisráðherra skoðaði
verksummerki.
Varnarmálaráðherra:
Árásanna
verður hefnt
BAGDAD, AP „Við höggvum hend-
urnar af þessum mönnum, við
skerum þá á háls ef þörf krefur,“
sagði Hazem al-Shalan, varnar-
málaráðherra Íraks, þegar hann
ræddi við fjölmiðla um hvernig
hryðjuverkamenn yrðu eltir uppi.
Hann sagði að leitað yrði hús úr
húsi að mönnunum sem stóðu
fyrir sjálfsmorðsárásinni sem
kostaði 35 manns lífið við ráðning-
arstöð öryggissveita Íraks.
Al-Shalan sagði til greina koma
að lýsa yfir herlögum ef þörf
krefði til að koma á öryggi. ■
FRAMKVÆMDASTJÓRINN OG RÁÐHERRARNIR
Scheffer vonar að íslensk og bandarísk stjórnvöld komist að samkomulagi og býðst til að
koma að viðræðum sé þess óskað.
HASSPÍPUR Í TUGATALI HAFA FUNDIST Á SVÆÐINU
Leiðbeinendur í Vinnuskólanum hafa lært á námskeiði hvernig bregðast skuli við finnist til
að mynda hasspípur sem þessar. Brýnt sé fyrir unglingunum að slíkt sé ekki eðlilegt.
DÓMSMÁL Úrskurður dóms-og
kirkjumálaráðuneytisins um að
afturkalla dvalarleyfi ungs Lit-
háa árið 2002 vegna geðsjúkdóms
var felldur úr gildi í Hæstarétti í
gær.
Litháinn kom til landsins seint
á árinu 1999 og fékk hann tíma-
bundið dvalar- og atvinnuleyfi.
Hann hafði dvalið í landinu í nær
tvö ár þegar lögreglan hafði
spurnir af því að hann hefði brot-
ið alvarlega af sér í heimalandi
sínu. Í ljós kom að árið 1995 hafði
hann nauðgað og drepið konu en
verið talinn ósakhæfur vegna of-
sóknarkennds geðklofa. Hann var
á geðsjúkrahúsi til ársins 1999.
Manninum var vísað úr landi
vegna geðheilsu sinnar. Talið var
að dvöl hans hér á landi gæti
verið hættuleg hagsmunum
almennings. Stuðst var við gögn
litháenskra lækna en með réttu
hefði átt að fá nýtt mat. Það þótti
of kostnaðarsamt.
Einn dómaranna skilaði sér-
áliti og taldi að alvarleiki brotsins
réttlætti að dvalarleyfið væri
afturkallað og ævilangt ferða-
bann hans til landsins sem og
næstu þriggja ára til Norðurlanda
og þar með Schengen-landa. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Ferðamálastefna
Reykjavíkur:
Ferðafólki
fjölgi um 7%
FERÐAMÁL Laugardalurinn verður
að miðstöð fyrir fjölskyldur og
heilsutengda ferðaþjónustu.
Ferðamálastefna Reykjavíkur var
kynnt í gær. Svanhildur Konráðs-
dóttir, forstöðumaður Höfuðborg-
arstofu, segir marga koma að und-
irbúningnum.
Fjörutíu verkefni eru í burðar-
liðnum. Þau eiga að tryggja að
ferðamönnum fjölgi um 7% á ári,
að hótelgisting fari ekki undir
70% nýtingu í lok tímabilsins og
að farþegum skemmtiferðaskipa
fjölgi um 7%. Þá vill Höfuðborg-
arstofa sjá 10% aukningu gjald-
eyristekna á ári og að ekki færri
en 80% gestanna verði ánægðir
með dvöl sína á landinu. ■
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
SLASAÐIST ILLA Í ÚTREIÐARTÚR
Kona mjaðmagrindarbrotnaði
þegar hestur sem hún reið datt
þannig að hún lenti undir honum.
Slysið varð á Eiðum á Héraði og
var konan flutt með sjúkrabíl á
sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Í gær
stóð til að konan yrði flutt með
sjúkraflugi til Reykjavíkur.
GLEÐSKAPUR HJÁ FERÐALÖNGUM
Gleðskaður var meðal ferðalanga á
Kirkjubæjarklaustri í fyrrinótt og
þurfti lögregla að hafa afskipti
vegna hávaða. Þá fór einn ferða-
langanna of snemma af stað á bíln-
um og var tekinn fyrir ölvunarakst-
ur um klukkan tíu í gærmorgun.
TVÖ INNBROT Brotist var inn í Bú-
vörudeildina á Hvolsvelli í fyrrinótt
og þaðan stolið fartölvu. Þá var far-
ið inn á rafmagnsverkstæði en engu
stolið. Málið er í rannsókn lögreglu.
Hættulegur hagsmunum almennings:
Rangt að vísa manninum úr landi
KB banki tekur lán:
Fjörutíu
milljarðar
VIÐSKIPTI KB banki hefur tekið
víkjandi lán upp á tæpa 40 millj-
arða króna. Lánið er tekið vegna
fjármögnunar á kaupum á danska
FIH bankanum í Danmörku.
Deutsche Bank hafði yfir-
umsjón með útgáfu skuldabréfa
vegna lánsins. KB banki keypti
danska bankann á 84 milljarða
króna og kemur því tæplega
helmingur fjárins með útgáfu
nýja lánsins. KB banki hyggst
fara í hlutafjárútboð til þess að
afla þess sem á vantar til þess að
kaupa bankann. ■
■ EVRÓPA
ÓLYMPÍUFANGELSI Nýtt fangelsi
verður opnað stutt frá Aþenu,
höfuðborg Grikklands, áður en
Ólympíuleikarnir hefjast þar í
ágúst. Fangelsið á að hýsa útlend-
inga sem verða handteknir með-
an á leikunum stendur og til
stendur að vísa úr landi.
SKIPULAGÐI HRYÐJUVERK
Franskur maður sem sakaður er
um að skipuleggja hryðjuverk í
Bretlandi hefur verið úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald fram yfir
réttarhöld sem hefjast í nóvem-
ber. Á honum fundust leiðbein-
ingar um hvernig ætti að setja
saman sprengjur og sprengja
þær með fjarstýringu.
ENGIN SPILLING Stjórnendur
norska olíufélagsins Statoil segja
innanhússrannsókn hafa leitt í ljós
að stjórnendur hafi ekki gert sig
seka um nein lögbrot. Ráðgjafar-
samningur fyrirtækisins í Írak
vakti grunsemdir um mútu-
greiðslur. Norska efnahagsbrota-
lögreglan og bandaríska fjármála-
eftirlitið rannsaka málið enn.
HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS
Útlendingaeftirlitið ræddi við geðlækna Landspítala - háskólasjúkrahúss. Þeir staðfestu að
sjúkdómurinn væri næsta ólæknanlegur. Fólk þurfi almennt að vera á lyfjum alla ævi og
undir stöðugu eftirliti. Taldi einn læknanna sjúkdómsgreininguna jafnvel ranga þar sem
maðurinn gat stundað vinnu.
Framkvæmdastjóri NATO:
Ísland og Bandaríkin
komist að samkomulagi
Al-Kaída:
Afhöfðuðu
gísl sinn
SÁDI-ARABÍA, AP Hryðjuverkamenn
í Sádi-Arabíu afhöfðuðu banda-
rískan gísl sinn. Skömmu síðar
birtu þeir þrjár myndir af af-
höggnu höfði hans á netinu.
Hryðjuverkamennirnir tóku
manninn í gíslingu um síðustu
helgi og hótuðu að myrða hann ef
al-Kaídaliðum sem eru í fangelsi í
Sádi-Arabíu yrði ekki sleppt.
Frestur til þess rann út í gær og
var maðurinn þá afhöfðaður. Í
yfirlýsingu hryðjuverkamann-
anna sagði að hann hefði fengið að
kenna á því sama og múslimar
sem hefðu orðið fyrir árásum her-
þyrla Bandaríkjahers. Maðurinn
vann við miðunarbúnað sem er
notaður í þyrlunum. ■
FYRIR
AFTÖKUNA
Maðurinn
var klæddur
í svipuð föt
og fangar í
Guantana-
mo.