Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2004, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 26.06.2004, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 26. júní 2004 19 Opið um helgar frá 11-17 Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelar.is Er garðurinn í þínum höndum ? BESSASTAÐIR Heimili og móttökusalir forsetans á Álftanesi. Í annað sinn í lýðveldissögunni gengur þjóðin til kosninga og kýs á milli sitjandi forseta og mótframbjóðenda hans. Allt fram til ársins 1988 þegar Sig- rún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadótt- ur sá enginn ástæðu til að gefa kost á sér í embættið ef sitjandi forseti sóttist eftir endurkjöri. Þannig var Sveinn Björnsson tvívegis sjálfkjörinn (1945 og 1949), Ásgeir Ásgeirsson þríveg- is (1956, 1960 og 1964) og Krist- ján Eldjárn tvívegis (1972 og 1976). Vigdís var sjálfkjörin fyr- ir annað kjörtímabil sitt (1984) og aftur fyrir það fjórða (1992) og sömu sögu er að segja af Ólafi Ragnari fyrir annað kjörtímabil hans (2000). Frambjóðendur í forsetakjöri hafa ýmist verið tveir, þrír eða fjórir. Árið 1952 var kosið á milli þriggja. 1968 voru tveir í fram- boði, fjórir árið 1980, tveir árið 1988, fjórir árið 1996 og þrír nú. ■ Þjóðin kýs sér forseta í sjötta sinn í dag. 15 einstaklingar verið í framboði frá kosningunum 1952. Mótframboð í annað sinn Rigningin og rokið á Þingvöllum 17. júní 1944 er þeim enn í fersku minni sem viðstaddir voru lýð- veldisstofnunina og kjör fyrsta forseta Íslands. Engu að síður lögðu fjölmargir leið sína til Þing- valla enda sögulegur viðburður í vændum sem margir vildu verða vitni að. Óhætt er að fullyrða að veðrið hafi ekki síðan verið jafn vont þegar forseti er kjörinn. Kosningabaráttan árið 1952 var háð í blíðskaparveðri en júní- mánuður það ár var sá sólríkasti sem sögur fóru af. Á kjördeginum sjálfum, 29. júní, var norðlæg átt á landinu og gæðum nokkuð mis- skipt. Sól skein á landinu sunnan- verðu en skýjað var norðan til og lítilsháttar rigning. Hitastigið var misjafnt, t.d. var 18 stiga hiti á Kirkjubæjarklaustri en aðeins 7 stig í Stykkishólmi. 30. júní 1968 var lægð fyrir sunnan landið og austlægar áttir ríkjandi. Rigning var víða og veð- ur frekar leiðinlegt. Þó var úr- komulaust í Reykjavík og raunar sólarlaust líka. 29. júní 1980 var ágætis veður á landinu öllu, hæg vestlæg eða breytileg átt en fremur svalt víð- ast hvar og lítilsháttar rigning. Bjartviðri var þó austan- og suð- austan til og nokkur hlýindi á þeim slóðum, t.d. var 16 stiga hiti á Egilsstöðum. 25. júní 1988 var nokkuð hvöss suðvestanátt með úrkomu vestan til á landinu en mjög góðu veðri austan til á Norðurlandi og á Aust- urlandi. Hiti var víða hár á þeim slóðum og fór t.d. í 25 gráður á Eg- ilsstöðum. Hefur annar eins hiti ekki mælst á kjördegi. Laugardaginn 29. júní árið 1996 var hæglætisveður sunnan og suðaustan lands og bjart á Vestfjörðum þar sem hitinn fór í 16 stig. Víða annars staðar var heldur þungbúið og sums staðar vottaði fyrir rigningu eða súld. Erfitt er að skoða veðrið og kosningarnar og reyna að draga einhverjar sérstakar ályktanir. Þó má með góðum vilja segja að gott veður hafi reynst sigurvegurun- um í tvígang nokkuð happadrjúgt. Þannig varð frægt árið 1980 að Vigdís Finnbogadóttir hlaut hlut- fallslega besta kosningu á Austur- landi, 46 prósent, þar sem veðrið var jú best. Sama var uppi á teningnum árið 1996, Ólafur Ragnar Gríms- son hlaut sína bestu kosningu á Vestfjörðum, eða um 50 prósent, þar sem veðrið var best. ■ Veðrið er sagt hafa áhrif á kjörsókn. Þegar veður er gott er hætt við að fólk hugi að einhverju öðru en kosningum og komi sér jafnvel út í sveit. Búist er við hvassviðri og rigningu í dag – ekki ósvipuðu veðri og var á kjördag 1968. Skin og skúrir á kjördag Úrslit fyrri forsetakosninga: 17. júní 1944 Sveinn Björnsson 30 - 60% Jón Sigurðsson 5 - 10% (Aðeins þingmenn greiddu atkvæði) 29. júní 1952 Ásgeir Ásgeirsson 32.924 - 46,7% Bjarni Jónsson 31.045 - 44,1% Gísli Sveinsson 4.255 - 6,0% 30. júní 1968 Kristján Eldjárn 65.544 - 65,6% Gunnar Thoroddsen 34.428 - 34,4% 29. júní 1980 Vigdís Finnbogadóttir 43.611 - 33,8% Guðlaugur Þorvaldsson 41.700 - 32,3% Albert Guðmundsson 25.599 - 19,8% Pétur Thorsteinsson 18.139 - 14,1% Vigdís Finnbogadóttir 117.292 - 94,5% Sigrún Þorsteinsdóttir 6.712 - 5,4% 29. júní 1996 Ólafur Ragnar Grímsson 68.370 - 40,9% Pétur Hafstein 48.863 - 29,2% Guðrún Agnarsdóttir 43.578 - 26% Ástþór Magnússon 4.422 - 2,6% ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 1952-1968 VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR 1980-1996 SVEINN BJÖRNSSON 1944-1952 KRISTJÁN ELDJÁRN 1968-1980

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.