Fréttablaðið - 26.06.2004, Page 37

Fréttablaðið - 26.06.2004, Page 37
LAUGARDAGUR 26. júní 2004 25 Smáralind Kópavogi ÚTSALA afsláttur af öllum vörum 30-50% Þeir sem voru unglingar árið 1980 fóru hver einn og einasti í bíó þegar dans- og söngvamyndin Fame reið kvikmyndahúsum með dans- og söngdrottingunni Irene Cara í aðalhlutverki. Titillagið Fame varð ódauðlegt og vann til Óskarsverðlauna sem besta lagið, eins og reyndar öll tónlistin í myndinni. Leikstjóri Fame var Englendingurinn Alan Parker, sem einnig skapaði söngvamynd- irnar Pink Floyd/The Wall, The Commitments og Bugsy Malone, en nýjasta mynd Parkers er The Life of David Gale (2003), þar sem Kevin Spacey og Kate Winslet fóru með aðalhlutverk. Í kjölfar vinsælda Fame fór bandaríska NBC-sjónvarpsstöðin af stað með klukkustunda langa sjónvarpsþætti undir sama nafni í ársbyrjun 1982. Þættirnir lifðu til sumarsins 1987, en þóttu þá orðnir fremur útþynntir þótt víst ættu þeir stóran og dyggan hóp aðdáenda um allan heim. Sagan vinsæla segir af kátum krökkum sem áttu sér þann draum að komast í listaskóla til að læra að dansa, syngja, spila á hljóðfæri og leika á sviði, en þráðu fyrst og fremst að lifa líf- inu til fullnustu meðan þau væru enn ung og orkurík. Fljótlega komust þau að raun um að lista- heimurinn er harður og þurftu að takast á við höfnun og harða samkeppni. Persónurnar voru vel leiknar, litríkar í gleði sinni og sorgum, og óhætt að segja dyggir aðdáendur muni aldrei gleyma þeim Leroy, Danny, Jesse, Chris, Coco og öllum hinum. Það var dansarinn Debbie Allen sem lék óvæginn en móðurlegan kennarann, en árið 2003 fór NBC aftur af stað með Fame sem hæfileikaþátt í sjón- varpi, þar sem Debbie Allen var aftur í aðalhlutverki. Þeir leikarar sem léku í sjón- varpsþáttunum fóru hvert í sína áttina eftir að upptökum var hætt, en hinn ógleymanlegi Gene Anthony Ray, sá er lék blökku- manninn og stuðboltann Leroy bæði í kvikmyndinni og sjón- varpsþáttunum lést af völdum hjartaáfalls þann 14. nóvember í fyrra, aðeins 41 árs að aldri. Hann var einnig illa sjúkur af al- næmi. Margir urðu heimsfrægir fyrir tækifæri sitt í Fame- þáttunum, en þar má nefna poppdívuna Janet Jackson og dansarann Lori Singer sem lék aðalhlutverkið í Footloose á móti Kevin Bacon, sem þá var að byrja ferilinn. Þá voru þau Ice T, Jimmy Osmond, Joan Baez og Dermot Mulroney meðal gestaleikara. Debbie Allen vann margra leiksigra í hlutverki sínu í Fame, meðal annars Golden Globe verðlaunin árið 1983 og Emmy-verðlaunin 1982 og 1983. Fame vann einnig Golden Globe sem besti sjónvarpsþátturinn árin 1983 og 1984. ■ Sagan af Fame myndi nú ekki kalla mig fanta góðan söngvara en ég held lagi eins og flestir. Ég hef mjög gaman af því að syngja og ef það er ein- hver að spila á kassagítar sogast ég að honum.“ Sveppi hefur ekki mikla reynslu af leiklist. Hann lék í söngleikjum í FB og í Svínasúp- unni sem sýnd er á Stöð 2. Hann reyndi á sínum tíma að komast inn í leiklistarskólann en komst ekki inn. „Einu sinni náði ég í 16 manna hópinn og einu sinni í 32 manna hópinn. Það var pínu svekkelsi sem fylgdi því en það komu góðir hlutir í staðinn,“ segir Sveppi. Bullandi athyglissjúkur Kjörorð listaskólans í Fame eru: „Frægðin kostar sitt og hér byrjið þið að borga“. Það er óhætt að segja að Sveppi hafi þurft að borga því hann djöflast sem óður maður á sviðinu í þá tvo og hálfan tíma sem sýningin stendur. „Það er ótrúleg brennsla sem fylgir þessu. Bara eftir fyrsta atriðið þarf ég að fara bak við og þurrka mér með handklæði og sminka mig upp á nýtt,“ segir Sveppi, sem brennir miklu á með- an sýningunni stendur. „Ég hef stundum reynt að fara í ræktina en það er bara svo leiðinlegt. Ef maður ætlar að stunda íþróttir verður maður að hafa bolta eða vera í svona fíflaskap.“ Sveppi hefur ekki útilokað frekari landvinninga á leiklistar- sviðinu. „Það er aldrei að vita og mér finnst leiklistin mjög skemmtileg. Þetta er líka til- breyting frá því að vera fyrir framan myndavélina. Það hefur alltaf heillað mig að standa á sviði og vera í kontakt við áhorfendur,“ segir Sveppi og viðurkennir fús- lega að honum leiðist ekki athygl- in sem fylgir því að stíga á svið. „Ef ég fæ ekki nóg af athygli verð ég brjálaður. Ég er bullandi athyglissjúkur á öllum sviðum,“ segir Sveppi. kristjan@frettabladid.is SVEPPI Í hlutverki Jóhanns Jóhanns Jóhannssonar í Fame.  ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR Fer með hlutverk Sigríðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.