Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2004, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 26.06.2004, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 26. júní 2004 31 Evrópumótið í knattspyrnu er nú rétt rúmlega hálfnað og margar viðureignirnar skemmtilegar. Ásgeir Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, eru til- tölulega sáttur við mótið, að minnsta kosti það sem af er. „Það hafa verið margir skemmtilegir og góðir leikir og það var mikil spenna í riðla- keppninni. Mótið sem slíkt finnst mér hafa tekist vel. Ég held að liðin séu flest áþekk og það er margt sem getur ráðið úr- slitum, svo sem dagsformið, dómaramistök og svo fram- vegis,“ segir landsliðsþjálfar- inn. Ásgeir segist vissulega sakna Ítala, Spánverja og Þjóð- verja en þjóðirnar duttu óvænt út í riðlakeppninni. Ásgeir segir það þó til marks um hve góð liðin eru sem komust upp úr riðlunum. Ásgeir hefur fylgst spenntur með keppninni eins og aðrir landsmenn. Hann hefur ekki síst fylgst með liðum sem íslenska landsliðið mætir í undankeppni heimsmeistaramótsins; Króatíu, Svíþjóð og Búlgaríu. Ásgeir segir tvö fyrrnefndu liðin hafa sýnt góða takta og að Búlgarar séu með sterkt lið þótt það hafi farið heim stigalaust. Ítalir mæta brjálaðir til leiks Íslenska landsliðið mætir ein- nig Ítölum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í ágúst. Ítalir komust ekki upp úr riðlakeppn- inni og hafa sumir kennt um skandinavísku samsæri, þegar Danir og Svíar gerðu 2-2 jafn- tefli sem kom báðum þjóðum áfram í keppninni. „Ítalir hljóta að mæta kol- brjálaðir til leiks á Laugardals- velli ekki síst í ljósi þess að þeir mæta Norðurlandaþjóð,“ segir Ásgeir hlæjandi og virðist ekki kvíða því að mæta snillingunum frá Ítalíu. Landsliðsþjálfarinn segist ekki trúa því að um stórt skandinavískt samsæri hafi verið að ræða. „Þeir sem horfðu á leik Dana og Svía sáu að það var mikil keppni í gangi og þjóð- irnar voru að keppast um sigur í riðlinum. Ég held að það sé eng- inn sérstakur kærleikur á milli þjóðanna og hann endaði með jafntefli á eðlilegan hátt.“ Mistúlkun fjölmiðla Ásgeir segir að ekkert lið hafa komið sérstaklega á óvart í mótinu. Hann segir Frakka og Portúgali ekki hafa náð að sýna sínar réttu hliðar en Dani og Englendinga hafa leikið vel. Haft var eftir Ásgeiri í viðtali við breskt blað að hann ráðlegði Sven-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfara Englands, að skilja Wayne Rooney eftir heima. Roo- ney sló svo sannarlega í gegn á mótinu og skoraði ein fjögur mörk. Ásgeir segir að íslenskir fjölmiðlamenn hafi mistúlkað viðtalið. „Ég er að vísu ekki bú- inn að lesa viðtalið en það sem ég sagði var að Rooney og Michael Owen passi ekki saman í framlínunni og það hefur kom- ið í ljós. Ég sagði að Owen þyrfti að ná sér verulega á strik í keppninni og það passaði betur fyrir hann að hafa stóran mann eins og Emile Heskey með sér. Annað er bara bull og ég hefði aldrei skilið Rooney eftir heima,“ segir Ásgeir að lokum. kristjan@frettabladid.is Ásgeir Sigurvinsson hefur fylgst með Evrópumótinu eins og aðrir landsmenn. Hann fylgist sérstaklega með komandi mótherjum Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins. Skemmtilegt mót það sem af er ÁSGEIR SIGURVINSSON Landsliðsþjálfarinn í knattspyrnu segist sakna Ítala, Þjóðverja og Spánverja en þjóðirnar komust ekki upp úr riðlakeppninni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.