Fréttablaðið - 26.06.2004, Side 44

Fréttablaðið - 26.06.2004, Side 44
EM Í FÓTBOLTA David Beckham, fyr- irliði Englendinga, var reiður á blaðamannafundi eftir tapleikinn gegn Portúgölum þegar leiðtoga- hlutverk hans var dregið í efa: „Haldið þið að ég geti veitt lið- inu innblástur eins og ég gat áður? Hvað haldið þið? Hlustið, ég er fyrirliði Englands og ég mun ekki segja upp þeirri stöðu, ég er stolt- ur af því að tilheyra þessu liði og stoltur af því að vera fyrirliði Eng- lands,“ sagði reiður Beckham og var ekki hættur: „Ef fólk efast um mig, þá það, en ég er fyrirliði Eng- lands og segi ekki af mér fyrr en einhver vill það og sá einhver er þjálfari Englands.“ Beckham bauð ekki upp á nein- ar afsakanir vegna tapsins gegn Portúgal en sagði liðið fyrst og fremst skorta heppni til að geta hampað stórum titli. Hann var harður á því að Englendingar myndu jafna sig fljótt og sagði næsta verkefni vera það að trygg- ja liðinu sæti á HM í Þýskalandi eftir tvö ár: „Ég hef sagt það áður og segi það enn, þetta lið getur komist langt. Næsta heimsmeistara- keppni gæti orðið síðasta stórmót- ið hjá mér með landsliðinu og nú verðum við einfaldlega að horfa jákvæðir fram á veginn,“ sagði David Beckham. ■ 32 26. júní 2004 LAUGARDAGUR Fyrsti landsleikurinn af þremur gegn Belgum í körfubolta karla: Slæm byrjun kostaði landsliðið tap KÖRFUBOLTI Íslenska körfu- boltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum undir stjórn Sigurðar Ingi- mundarsonar í vígsluleik nýja gólfsins í Borgarnesi í fyrrakvöld. Belgar unnu fyrsta leikinn af þremur með tíu stiga mun, 78-88, en þeir voru 17 stigum yfir í hálf- leik, 30-47. Leikurinn var ekki mikil skemmt- un einkenndist að mestu af villu- söfnun beggja liða. Leikstjórn ís- lenska liðsins var ekki upp á marga fiska og flæði sóknarleiks- ins var ekki nægilega gott en þar sem þetta er aðeins fyrsti leikur fá strákarnir tækifæri til þess að bæta spilamennskuna í hinum leikjunum tveimur. Vörnin var hinsvegar orðin mjög góð í seinni hálfleik, pressuvörnin kom Belg- um oft í vandræði og hjálpaði mikið til við að íslenska liðið náði muninum alla leið niður í fjögur stig í fjórða leikhluta. Þrír af fjórum stigahæstu leik- mönnum íslenska liðsins komu inn af bekknum og þar munaði mestu um framlag Hlyns Bær- ingssonar og Arnars Freys Jóns- sonar. Báðir byrjuðu þeir inn á í seinni hálfleik og Hlynur er vænt- anlega búinn að sanna sig sem byrjunarliðsmaður í landsliðinu. Hlynur var með 12 stig, fimm frá- köst og 80% skotnýtingu en hann hitti meðal annars úr öllum þrem- ur þriggja stiga skotum sínum. Arnar Freyr var stigahæstur með 13 stig auk þess að gefa þrjár stoðsendingar en skotval hans var ekki gott. Helgi Már Magnússon var með 11 stig og Magnús Þór Gunnarsson kom sterkur inn og setti meðal annars niður þrjá þrista og alls 10 stig. Tveir af bestu skotmönnum liðsins fundu sig ekki á nýja park- ettinu en þeir Páll Axel Vilbergs- son (fjögur af 14) og Jakob Sig- urðarson (tvö af níu) hittu aðeins úr sex af 23 skotum sínum í leikn- um. ■ Hollendingar eru sigurstranglegri Svíinn Zlatan Ibrahimovic um viðureignina gegn Hollendingum í dag. EM Í FÓTBOLTA Hollendingar og Sví- ar mætast í dag í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Lið- in hafa aldrei mæst í lokakeppni EM en þó er þetta langt í frá fyrs- ta viðureign þessara þjóða. Þær mættust í fyrsta sinni árið 1908 á Ólympíuleikunum í Englandi, í leik um þriðja sætið og þá höfðu Hollendingar betur, 2-0. Reyndar mættust þessar tvær þjóðir einnig á Ólympíuleikunum 1912, 1920 og 1924. Síðan liðu fimmtíu ár þangað til liðin mættust aftur í alvöru- landsleik, þá á HM 1974 í Þýska- landi og lyktaði þeim leik með markalausu jafntefli. Í það heila er lítill munur á lið- unum en þó hafa Hollendingar hrósað sigri átta sinnum en Svíar sjö sinnum af þeim átján skiptum sem liðin hafa mæst. Mjög erfitt er að spá um viður- eignina í dag enda hér á ferð tvö frábær lið sem þó þurftu að hafa mikið fyrir því að komast áfram úr sínum riðlum. Þjálfari Hollendinga, Dick Advocaat, segir að lið sitt verði að hafa sérstakar gætur á Henrik Larsson, hinum frábæra fram- herja Svíanna: „Ég dáist að því hvernig Larsson spilar en ég ótt- ast hann ekki því þetta snýst um meira en bara það að stöðva Lars- son. Svíar eru með mjög gott lið sem er vel skipulagt og leikmenn þess eru afar vinnusamir og við vitum vel að þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Advocaat sem lá undir miklum ámælum eft- ir tapleikinn gegn Tékkum. Hann segir slíkt fylgja landsliðsþjálf- arastöðunni: „Þjálfarinn verður að vernda leikmenn sína og taka skellinn, það er það sem ég fæ greitt fyrir.“ Hælamaðurinn Zlatan Ibra- himovic, sem slegið hefur í gegn á EM, leikur einmitt í hollensku úr- valsdeildinni með stórliðinu Ajax eins og nokkrir í hollenska lands- liðshópnum. Hann segir alla vin- áttu verða lagða til hliðar í þeim leik: „Við höfum verið að gantast með leikinn en á laugardaginn verður lítið um vinskap í nokkra klukkutíma,“ sagði Ibrahimovic og bætti við: „Leikurinn verður afar erfiður fyrir okkur en við munum gefa allt í hann sem við eigum og vonum svo það besta. Hollendingar eru sigurstranglegri en allt getur gerst í fótbolta og við munum mæta til leiks hundrað prósent einbeittir. Við vitum að ef við spilum eins og við getum best eigum við ágæta möguleika á að leggja Hollendinga að velli.“ Ibrahimovic hefur trú á því að hann og félagi hans í framlínunni, Henrik Larsson, geti komið Hol- lendingum í opna skjöldu og undir það tekur Larsson: „Ég hef spilað gegn liðum sem Dick Advocaat hefur þjálfað, bæði í Hollandi og Skotlandi og ég hef í hyggju að koma honum á óvart.“ Leikur Hollendinga og Svía fer fram í Faro-Loulé og hefst klukk- an 18.45. ■ DIETMAR HAMANN Sést hér á góðri stundu með félaga sínum úr þýska landsliðinu, Michael Ballack. Vildi Völler áfram. Dietmar Hamann: Vildi hafa Völler áfram FÓTBOLTI Þýski miðvallarleikmað- urinn, Dietmar Hamann, er von- svikinn vegna ákvörðunar Rudis Völler að hætta stjórnun þýska landsliðsins í kjölfar slælegs gengis á EM í Portúgal. Hamann, sem leikur með Liverpool, segist þess fullviss að Völler ætti nóg eftir í starfi þrátt fyrir hrakfarirnar: „Ég hef sagt það áður að hann er besti þjálfar- inn fyrir þetta lið sem völ er á og ég segi það enn,“ sagði Hamann og bætti við: „Við þurfum stöðug- leika til að komast fram á við. Það er alltaf niðurdrepandi að komast ekki áfram úr riðlakeppninni en nú verðum við einfaldlega að standa þétt við bakið á hvor öðr- um og halda höfðinu uppréttu – það er það eina sem við getum í stöðunni.“ ■ LEIKIR  14.00 Ísland mætir Belgíu í Stykkishólmi í landsleik í körfu.  14.00 Fylkir mætir Gent í Intertoto- keppninni á Laugardalsvelli.  14.00 Völsungur og Haukar mætast á Húsavík í 1. deild í fót- bolta.  14.00 Stjarnan og Fjölnir mætast á Stjörnuvelli í 1. deild í fótbolta.  16.00 Njarðvík og Þór Ak. mætast í Njarðvík í 1. deild karla.  16.00 Breiðablik og Valur mætast á Kópavogsvelli í 1. deild karla. SJÓNVARP  12.25 Nútímafimleikar á RÚV. Upptaka frá lokamóti heims- bikarkeppninnar í nútímafim- leikum í Innsbruck í Austurríki.  13.00 Á hestbaki á RÚV. Úrval úr þáttum um hestamennsku frá árinu 2002.  13.40 EM í fótbolta á RÚV. Útsending frá leik úr síðustu viku.  15.40 EM í fótbolta á RÚV. Útsending frá leik Frakka og Grikkja í átta liða úrslitum á EM í fótbolta sem fram fór í gærkvöld.  17.00 Inside the USA PGA Tour 2004 á Sýn. Vikulegur þáttur um bandarísku PGA-mótaröðina í golfi.  17.30 Trans World Sport á Sýn. Íþróttir út um allan heim.  17.50 Spurt að leikslokum á RÚV. Endursýndur þáttur.  18.25 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Svía og Hollendinga í átta liða úrslitum EM í fótbolta.  18.25 Motorworld á Sýn. Kraftmikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  19.00 Sterkasti maður heims á Sýn.  21.25 Spurt að leikslokum á RÚV. Spjall og samantekt úr leikjum dagsins á EM.  23.55 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá hnefaleikakeppni í Los Angeles um síðustu helgi en þar mættust fjaðurvigtarkapparnir Marco Antonio Barrera og Paulie Ayala. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Laugardagur JÚNÍ Golfmót fatlaðra verður haldið á golfvellinum á Korpúlfsstöðum sunnudaginn 27. júní, kl. 12.00 Leikið verður í tveim flokkum Flokki með forgjöf, leiknar 18 holur punktakeppni full forgjöf og Byrjendur: Leikið Korpu scramble Golfsamtök fatlaðra á Íslandi Golfmót fatlaðra Á HEIMA Í BYRJUNARLIÐINU Hlynur Bæringsson lék vel gegn Belgum, var með 12 stig. REIÐUR UNGUR MAÐUR David Beckham sést hér reiður á svip hlusta á spurningar blaðamanna. SVAÐALEGIR SVÍAR Mæta Hollendingum í dag í átta liða úrslitum EM í Portúgal. David Beckham var reiður á blaðamannafundi: Ég verð áfram fyrirliði Nýr þjálfari hjá Ítölum: Lippi byrjar í Dalnum EM Í FÓTBOLTA Það verður Marcello Lippi sem tekur við af Giovanni Trapattoni sem þjálfari ítalska landsliðsins í knattspyrnu en eins og kunnugt er sátu Ítalir eftir í C- riðli Evrópukeppninnar þar sem Svíar og Danir fóru í átta liða úr- slit. Lippi er 56 ára, níu árum yngri en Trapattoni sem hefur ekki náð góðum árangri með ítalska lands- liðið en hann hefur stjórnað því í fjögur ár. Lippi lét af störfum sem þjálfari Juventus eftir tímabilið. Fyrsti landsleikur Ítala undir stjórn Lippi verður væntanlega gegn Íslendingum í Laugardaln- um, 18.ágúst næstkomandi. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.