Fréttablaðið - 26.06.2004, Side 48

Fréttablaðið - 26.06.2004, Side 48
36 26. júní 2004 LAUGARDAGUR Sumartónleikar í Skálholti eru fastur liður í lífi margra tónlist- arunnenda. Í ár er þessi elsta og stærsta sumartónlistarhátíð landsins haldin í 30. sinn, og hefst hún í dag með hátíðardagskrá í Skálholts- kirkju klukkan 14. Frumflutt verður nýtt verk eft- ir Jón Nordal, og nefnist það Gamla klukka í jörðu. „Þetta er mjög stutt verk sem er sett inn í opnunarathöfnina,“ segir Jón, sem í ár er staðartón- skáld í Skálholti í fimmta sinn. „Ég hef yfirleitt samið stærri tón- verk, en þetta er hugsað sem hluti af þessari athöfn.“ Verkið er samið fyrir söngraddir, óbó, orgel, marimbu og fleiri ásláttarhljóðfæri. „Textinn er mjög stuttur, en hann er á latínu og er af gamalli klukku sem fannst fyrir norðan í Skagafjarðardölum í gamla daga. Frá þessu er sagt í ævisögu Jóns Steingrímssonar.“ Flytjendur eru sönghópurinn Gríma, Eydís Franzdóttir, Dou- glas A. Brotchie, Steef van Oosterhout og Eggert Pálsson. Í lok verksins má heyra líkt og óm af gömlum klukkum, en í lok athafnarinnar verður auk þess hringt gamalli klukku sem tengd er Skálholti. Þá les Jón Sigurbjörnsson leik- ari úr Ævisögu síra Jóns Stein- grímssonar og Guðmundur Óli Ólafsson, fyrrum staðarprestur, flytur hátíðarhugvekju. Aðrir tónleikar verða síðan klukkan 15, en þá mun sönghópur- inn Gríma flytja verk eftir Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnars- dóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur og Mist Þorkelsdóttur. Verk þeirra eru öll byggð á trúarlegum söng- arfi úr handritum, og er þau að finna á geisladisknum Þýðan eg fögnuð finn, sem tilnefndur var til Íslensku tónlistarverðlaunanna síðastliðinn vetur. Loks verða tónleikar klukkan 17 í dag þar sem nýstofnaður kór, kammerkórinn Carmina, þreytir frumraun sína með því að flytja verk eftir Josquin Des- prez. Kórinn var stofnaður sér- staklega til að flytja tónlist frá endurreisnartímanum, og var það að frumkvæði Árna Heimis Ingólfssonar, sem jafnframt stjórnar kórnum. Þessir síðustu tónleikar verða jafnframt endurteknir á morgun klukkan 15, og þá mun kam- merkórinn Carmina einnig flytja verk eftir Josquin Desprez í messu í Skálholtskirkju sem hefst klukkan 17 á morgun. Framhald verður á sumar- tónleikum í Skálholti næstu fjórar helgar, og koma þar við sögu fjölmargir flytjendur og tónskáld, þar á meðal breska tónskáldið John Tavener sem verður staðartónskáld í Skál- holti þriðju tónleikahelgina 10. og 11. júlí. ■ Gömul klukka slær á ný HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Laugardagur JÚNÍ ■ TÓNLEIKAR ■ LISTSÝNING „Við höfum fylgst mjög vel með verkum hver annarar og ein- hver þráður hefur gert það að verkum að það hefur skapast góð vinátta á milli okkar. Við höfum náð saman í listinni,“ segir Jóhanna Bogadóttir, ein af sjö norrænum listakonum sem eiga verk á sumarsýningu Nor- ræna hússins. Listakonurnar eru frá Finn- landi, Íslandi, Noregi og Sví- þjóð. Frá Finnlandi koma þær Ulla Virta og Outi Heiskanen, frá Noregi Sonja Krohn, frá Sví- þjóð eru Helmtrud Nyström og Ulla Fries, en Íslendingarnir í hópnum eru þær Jóhanna og Valgerður Hauksdóttir. Allar eiga þær langan feril að baki og hafa hlotið viðurkenn- ingar af ýmsu tagi, en hafa aldrei sýnt allar saman fyrr en nú í Norræna húsinu. „Ég og Nyström hittumst fyrst í San Francisco árið 1982. Þar var okkuð boðið að sýna saman, og svo hafa tvær eða þrjár í hópnum sýnt saman hér og þar en þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn nær saman í eina sýningu.“ Verk þeirra eru unnin í margvíslega miðla, en þær eiga það sameiginlegt í verkum sín- um að kljást við heimspekilegar spurningar um heiminn í dag og tilveru mannsins. „Það má segja að við höfum allar verið talsvert mikið að vinna með stöðu manneskjunn- ar í tilverunni. Sumar leggja líka áherslu á tengsl manneskj- unnar við náttúruna, enda er náttúran hluti tilveru okkar.“ Jóhanna segir að þær vilji einnig allar gefa áhorfandanum eftir töluvert frelsi til þess að leggja eigin merkingu í það sem hann sér og spyrja sjálfur spurninga sem vaknað geta út frá verkum þeirra. Sumarsýning Norræna húss- ins verður opnuð klukkan 14 í dag. Sýningin stendur til 29. ágúst og verður opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 14 til 17. Á morgun klukkan 13 verð- ur listamannaspjall með lista- konunum og norska skáldkon- an Liv Lundberg les úr ljóðum sínum, bæði við opnunina og við upphaf listamannaspjalls- ins. ■ BACHSVEITIN Í SKÁLHOLTI Bachsveitin í Skálholti gegnir jafnan stóru hlutverki í sumartónleikaröð staðarins, sem hefst í dag með hátíðardagskrá klukkan 14. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Norski orgelleikarinn Erling With Aasgård, dómorganisti í Molde, leikur á orgelið í Hall- grímskirkju.  21.00 Á Blúshátíð í Ólafsfirði koma fram Blúskompaníið með Magga Eiríks, Pálma Gunnars og gestum. XL frumflytja dagskrá og Dóri Braga og Gummi P. djamma ásamt ungliðum Ólafsfjarðar. Á miðnætti hefst síðan dansleikur með Mannakornum.  Færeyska hljómsveitin Týr spilar á Grand rokk ásamt íslensku hljóm- sveitinni Douglas Wilson. ■ ■ LEIKLIST  17.00 Lokasýning leiklistarhátíðarinn- ar Leikur einn á Ísafirði kemur úr smiðju Möguleikhússins og nefnist Tónleikur. Leikari er Stefán Örn Arnarson og leikstjóri Pétur Eggerz og eru þeir einnig höfundar leiks- ins. Aðgangur er ókeypis. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Í Norræna húsinu verður opnuð sumarsýning á verkum eft- ir sjö listakonur frá Finnlandi, Ís- landi, Noregi og Svíþjóð. Þær eru Ulla Virta og Outi Heiskanen frá Finnlandi, Sonja Krohn frá Nor- egi, Helmtrud Nyström og Ulla Fries frá Svíþjóð og Jóhanna Boga og Valgerður Hauksdóttir frá Íslandi.  15.00 Sýning á danskri vídeólist frá dönsku konunglegu listaakademí- unni verður opnuð í Gallerí +, Brekkugötu 35 á Akureyri. ■ ■ SKEMMTANIR  16.00 Rúna K. Tetzschner les upp ljóð við ölduóm og fagran fiðlu- hljóm við Fjöruhúsið á Hellnum á Snæfellsnesi þar sem nú stendur yfir sýning Rúnu á skrautskrifuð- um og myndskreyttum ljóðum.  21.00 Trúbadorinn vestfirski, Einar Örn, spilar á Nelly’s.  23.00 Papar verða með ball á Nasa við Austurvöll.  23.00 Hommaleikhúsið Hégómi og eftirsókn eftir vindi í seglin, er með kosningaskaut á Jóni forseta. Stjörnur kvöldsins eru Sankta Baldvina, Natussa Sar- donica og Dórríður Ragnars.  23.30 Addi Ása syngur og leikur á Rauða ljóninu.  Dj Kiddi Bigfoot á Hverfisbarnum.  Hermann Ingi yngri spilar á Búálfin- um í Breiðholti.  DJ Deveus tryllir lýðinn á skemmti- staðnum De Palace.  Atli skemmtanalögga sér um stuðið á Hressó.  Spilafíklarnir spila á neðri hæðinni á Celtic cross. Á þeirri efri spilar og syngur trúbadorinn Ómar Hlynsson.  Íslenski fáninn með Björn Jörund í broddi fylkingar heldur stuðinu fram eftir morgni á Gauknum  Guðmundur Rúnar spilar á Café Catalina í Kópavogi.  Dj Andri á Felix.  Hljómsveitin Sent frá Akureyri spilar á Pakkhúsinu á Selfossi.  Hinn eini sanni Geirmundur Valtýs- son og hljómsveit halda sveifl- unni uppi á Kringlukránni.  Gullfoss og Geysir á Vegamótum.  Dúettinn Halli og Kalli skemmtir á Ara í Ögri. Glímt við norræna tilveru JÓHANNA BOGADÓTTIR OG GRO KRAFT Jóhanna er ein sjö norrænna listakvenna sem opna sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu í dag. Gro Kraft er forstjóri Norræna hússins. FR É TT A B LA Ð IÐ /R Ó B E R T ■ ■ FYRIRLESTRAR  15.00 Jón Viðar Jónsson leikhús- fræðingur flytur fyrirlestur um ein- leiki á einleikjahátíðinni Leikur einn, sem haldin er í Hömrum á Ísafirði. ■ ■ OPIÐ HÚS  14.00 Vinnustofur sjö myndlistar- manna og eins fatahönnuðar í Skipholti 33b, fyrir aftan gamla Tónabíó, verða opnar almenningi til klukkan 16. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.