Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 2
FORSETAKJÖR „Ég er djúpt
snortinn og þakklátur fyrir
þennan mikla stuðning sem
þessi úrslit fela í sér,“ segir
Ólafur Ragnar Grímsson
um endurkjör sitt til emb-
ættis forseta.
Ólafur Ragnar segir að
ef miðað sé við þá sem tóku
afstöðu séu úrslitin það af-
gerandi „að fáir þjóðhöfð-
ingjar í lýðræðisríkjum
geta látið sig dreyma um
slíkan stuðning,“ Hann tel-
ur að jafnvel þótt auðu seðl-
arnir séu teknir með í
reikninginn sé stuðningur-
inn meiri en hann átti von
á. „Ákveðin öfl úr ákveðnu
pólitísku litrófi hafa beitt
sér mjög gegn mér og hvatt
fólk til að skila auðu. Morg-
unblaðið hefur farið þar
fremst í flokki eins og for-
síða blaðsins í dag [í gær]
ber með sér og það hefur
verið með látlausan áróður
gegn mér bæði í leiðurum
og greinum. Hlutfall auðra
seðla í þessum kosningum
er lítil uppskera miðað við
það sem á undan hefur
gengið og miðað við
stærstu stjórnmálaflokka
landsins.“
Ólafur Ragnar telur þó
ekki að kosningarnar hafi
verið pólitískar nema að
litlu leyti og segist enn líta á
sig og forsetaembættið sem
sameiningartákn. „Það að
vera sameiningartákn hefur
aldrei falið í sér að allir
væru alltaf sáttir við forset-
ann og störf hans. Það er
ósköp eðlilegt því forsetinn
á ekki að vera helgimynd.“
Kosningaþátttaka var mjög
dræm en Ólafur segir að
það hafi mátt búast við því
ef miðað sé við kosningarn-
ar 1988 og þróun kjörsóknar
bæði hér á landi og erlendis.
„Ég held að kannanir sem
áttu að benda til annars hafi
verið mistúlkaðar.“
Ólafur segir að ef ein-
hverja ályktun sé hægt að
draga af þessum kosningum
sé það að ákvörðun hans að
neita að skrifa undir fjöl-
miðlalögin hafi ekki valdið
því írafári sem haldið hafi
verið fram. „Ég vissi þegar
ég ákvað að beita málskots-
réttinum að það yrði um-
deild ákvörðun og ýmsir
áhrifaríkir aðilar myndu
beita sér gegn þeirri
ákvörðun. Þessi úrslit sýna
að þjóðin fór ekki á hvolf út
af ákvörðun minni og er í
ágætu andlegu jafnvægi og
ber traust til forsetaemb-
ættisins.“
bergsteinn@frettabladid.is
2 27. júní 2004 SUNNUDAGUR
FORSETAKJÖR „Ég fór í
þessar kosningar vegna
þess að ég hafði ákveðna
hluti að segja. Ég vonað-
ist til að þetta færi öðru-
vísi en það er þjóðin sem
ræður,“ segir Baldur
Ágústsson um úrslit
kosninganna.
Hann telur fjölda
auðra seðla og minnkandi
kjörsókn vera til marks
um að mörgum hafi ekki
hugnast neinn frambjóð-
endanna og það sé viðvör-
unarmerki. „Minnkandi
kjörsókn þarf líka að taka
til skoðunar vegna þess
að ef menn vilja ekki nota
lýðræðislegan rétt sinn,
þá einfaldlega týna þeir
honum. Menn verða að
mæta og taka afstöðu.“
Baldur hefur ekki
ákveðið hvað taki nú við
að öðru leyti en að hann
muni dvelja um skeið á
Íslandi áður en hann held-
ur til Englands, þar sem
hann á heimili. ■
Hrærður yfir
stuðningnum
Ólafur Ragnar segir sigur sinn afgerandi hvernig sem á það sé litið.
Hann segir tilraunir andstæðinga sinna til að bregða fyrir sig fæti hafa
mistekist og þjóðina bera traust til forsetaembættisins.
FORSETAKJÖR „Þetta er
kannski eins og við mátti
búast,“ sagði Ástþór Magn-
ússon þegar fyrstu tölur
voru birtar í gærkvöld.
Að mati hans voru úrslit
á borð við þau sem fyrstu
tölur gáfu til kynna afleið-
ing ómálefnalegrar um-
fjöllunar fjölmiðla lengst
framan af. Ástþór telur að
Ólafur Ragnar hafi hlotið
góða kosningu þrátt fyrir
litla kjörsókn og hátt hlut-
fall auðra seðla. „Þegar
einn einstaklingur virðist
eiga sigurinn vísan mæta
færri til að kjósa. Auðir
seðlar þýða hins vegar ekki
neitt. Það er engin afstaða
fólgin í þeim, það stendur
ekkert á þeim.“ Ástþór
segist munu bjóða sig fram
eftir fjögur ár og ekki láta
hugfallast þó að fylgi hans
sé minna en árið 1996. „Ég
er með meira fylgi en
Kristur hafði á sínum tíma
og læt þessa krossfestingu
ekki stöðva mig.“ ■
„Ég íhugaði þegar ég sá þá saman í
settinu að bjóða mig fram næst. Mér
finnst þetta gott djobb fyrir eldri
konu. Undirskriftir sendist í venjuleg-
um pósti, þarf að vera frímerkt, ég
ætla ekki að borga póstkostnaðinn.“
Auður Haralds rithöfundur var ekki í framboði til
forseta nú en samt voru næstflestir kjörseðlar
lesnir upp í hennar nafni.
SPURNING DAGSINS
Auður, ertu sigurvegari kosninganna?
Talning atkvæða:
Þyrlan sótti
kjörkassa
FORSETAKJÖR Landhelgisgæslan
kom yfirkjörstjórn Suðurkjör-
dæmis til hjálpar við að flytja at-
kvæði frá Vestmannaeyjum á
talningarstað á Selfossi. Veður
kom að mestu í veg fyrir flug en
þyrla Landhelgisgæslunnar
komst þangað sem aðrar flugvél-
ar komust ekki og sótti kjörseðla
til talningar.
Víða var um langan veg að fara
með atkvæðaseðla. Norðvestur-
kjördæmi er mjög seinfarið og
um ellefuleytið var ekki búið að
telja nema um 500 atkvæði. Þá
átti eftir að koma flestum atkvæð-
um á kjörstað því engu var safnað
upp fyrr um daginn. Þá var langar
leiðir að fara í Suðurkjördæmi.
Lengst var leiðin frá Höfn á
Hornafirði, fjögurra klukkutíma
ferðalag á Selfoss. ■
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson:
Ekki forseti
þjóðarinnar
FORSETAKJÖR „Aðalatriðið er það að
samkvæmt þessum tölum er Ólaf-
ur Ragnar Grímsson með minni-
hluta atkvæðis-
bærra manna á
bak við sig.
Hann er því
ekki forseti
þ j ó ð a r i n n a r,
heldur forseti
vinstrimanna,“
sagði Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, prófess-
or í stjórnmálafræði, um úrslit
forsetakosninganna. Hann sagði
að bera þyrfti útkomuna saman
við niðurstöðu forsetakjörs árið
1988 þegar Vigdís Finnbogadóttir
fékk 92% atkvæða. „Ég tel þetta
mikinn ósigur fyrir Ólaf Ragnar,“
sagði Hannes. ■
ÁSTÞÓR
MAGNÚSSON
Ætlar að bjóða sig
fram eftir fjögur ár.
Ástþór Magnússon:
Ómálefnalegri um-
fjöllun um að kenna
FORSETINN GREIÐIR ATKVÆÐI
Ólafur segir Morgunblaðið hafa farið fremst í flokki í pólitískri
aðför að sér.
Kjörsókn í sögulegu
lágmarki:
Í samræmi
við almenna
þróun
FORSETAKJÖR „Þetta er mun minni
kjörsókn en skoðanakannanir
bentu til og í ljósi þess hvernig
umræðan hefur verið síðustu
vikur,“ segir Þórólfur Þórlinds-
son, prófessor í félagsfræði við
Háskóla Íslands. „Hins vegar
var kosningabaráttan ekki
spennandi og það letur fólk til
að mæta á kjörstað. Ef við lítum
til forsetakosninganna árið
1988, þegar síðast var boðið
fram gegn sitjandi forseta, og
setjum kjörsóknina þá í sam-
hengi við þróunina í nágranna-
löndunum, þar sem sem kjör-
sókn fer almennt minnkandi,
eru þessar niðurstöður í ágætu
samræmi við það.“ ■
Baldur Ágústsson:
Léleg kjörsókn
viðvörunarmerki
BALDUR ÁGÚSTSSON
Segir vandamálin sem
hann hefur bent á ekki
hverfa af sjálfu sér.
Fjögur sveitarfélög á
Austfjörðum:
Sameining
var felld
KOSNING Sameining fjögurra
sveitarfélaga á Austfjörðum var
felld í atkvæðagreiðslu í gær.
Sameiningin var reyndar
samþykkt í þremur stærstu
sveitarfélögunum sem stóð til
að sameina, Austur-Héraði,
Fellahreppi og Norður-Héraði.
Hún var hins vegar felld í
minnsta sveitarfélaginu, Fljóts-
dal.
Mestur var stuðningur við
sameiningu í stærsta sveitarfé-
laginu, Austur-Héraði, en þar
greiddu 84 prósent atkvæði með
sameiningu. Í Fljótsdal voru
hins vegar rúm 60 prósent and-
víg sameiningu. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Sveitarstjóri Hríseyjarhrepps:
Sameining bætir stöðu Hríseyjar
SAMEINING Yfirgnæfandi meiri-
hluti Hríseyinga samþykkti
sameiningu Hríseyjarhrepps og
Akureyrarkaupstaðar í at-
kvæðagreiðslu sem fram fór
samhliða forsetakosningunum í
gær. 116 samþykktu sameining-
una en 8 voru á móti. Kosninga-
þátttaka í Hrísey var 93%. „Við
erum mjög sáttir við þessa nið-
urstöðu. Ég á von á að staða
Hríseyjar batni við sameining-
una,“ segir Ragnar Jörundsson,
sveitarstjóri í Hríseyjarhreppi.
Ragnar óttast ekki að hags-
munir Hríseyinga verði hafðir
að litlu eftir sameiningu. „Ný
bæjarstjórn verður kjörin eftir
tvö ár. Fram að þeim tíma mun
hreppsnefnd Hríseyjar starfa
sem samráðsnefnd Akureyrar-
kaupstaðar. Það gefst því aðlög-
unartími til að koma helstu for-
gangsmálum Hríseyjar í
fagnefndir Akureyrarkaupstað-
ar, sem á að tryggja okkar hags-
muni.“
Á sínum tíma kom til greina
að sameina Hríseyjarhrepp og
Dalvík en úr því varð ekki.
Ragnar segir Akureyrarkaup-
stað mun fýsilegri kost til sam-
einingar. „Fólk sem fer á land
héðan fer flest til Akureyrar
enda er mun meira þangað að
sækja. Auk þess eru íbúar í
Hrísey á þeirri skoðun að sam-
eina eigi öll byggðarlög í Eyja-
firði í eitt sveitarfélag og líta á
þetta sem skref í þá átt. Ég held
að þetta sé að verða þróunin, að
minni sveitarfélög sameinist.
Það er markmið stjórnvalda að
fækka og menn fara eftir þeirri
stefnu, annars fer bara allt í vit-
leysu.“ ■
FRÁ HRÍSEY
Forgangsmálum Hríseyjar verður komið í
fagnefndir á næstu tveimur árum.