Fréttablaðið - 27.06.2004, Síða 8
8 27. júní 2004 SUNNUDAGUR
Blóðtökustöð LSH flutt í stærra húsnæði:
Blóðtökustólum
fjölgað um helming
HEILBRIGÐISMÁL Blóðtökustöð rann-
sóknarstofu í klínískri lífefnafræði
á göngudeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss var í gær flutt í stærra
húsnæði. Stöðin fór úr um það bil 20
fermetra herbergi á jarðhæð við
Hringbraut í helmingi stærra rými,
rétt við hliðina, með sérherbergi til
móttöku og innsláttar á beiðnum.
Áætlað er að í blóðtökuherbergj-
um verði fjórir blóðtökustólar í stað
tveggja áður. Starfsemi stöðvarinn-
ar hefur farið sívaxandi síðastliðin
ár. Heildarfjöldi sjúklinga sem
komu á stöðina árið 2003 var 35.503
en það var 19,2% aukning frá árinu
2002. Enn mun sjúklingum sem
koma á deildina fjölga því að á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs varð
aukning um 15,8% miðað við fyrsta
árfjórðung síðasta árs.
Blóðtökustöðin annast blóðtökur
fyrir klíníska lífefnafræðideild og
aðrar rannsóknarstofur. Hún hefur
einnig komið að ýmsum vísindaleg-
um sérverkefnum. Þannig gegnir
hún mikilvægu og fjölþættu hlut-
verki fyrir sjúkrahúsið og því var
orðin brýn þörf á stærra og hent-
ugra húsnæði. ■
Skipstjórnarmenn
í útrýmingarhættu
Sífellt fækkar í þeim hópi Íslendinga sem hafa skipstjórnarréttindi á kaup-
skipum enda að mestu leyti erlendar áhafnir starfandi á kaupskipum ís-
lenskra fyrirtækja. Engin endurnýjun á sér stað innan Stýrimannaskólans.
ATVINNUMÁL „Þetta er grafalvar-
legt og óhætt að ganga svo langt
að segja að of seint sé að bjarga
nokkru héðan af,“ segir Guðjón
Petersen hjá félagi skipstjórn-
armanna. Í óefni stefnir meðal
þeirra þar sem engin nýliðun á
sér stað í stéttinni og erlendum
skipstjórnarmönnum fjölgar
jafnt og þétt á kostnað þeirra ís-
lensku. Er það afleiðing þess
hve mikið íslensk fyrirtæki nota
flutningaskip með hentifánum
en jafnan er gerð krafa leigu-
sala þeirra að meirihluti áhafn-
arinnar sé erlend.
Hér á landi eru engar reglu-
gerðir til að sporna við slíkum
kröfum þrátt fyrir að allar ná-
grannaþjóðir Íslands, nú síðast
Færeyingar, hafi sett reglur
sem takmarka fjölda erlendra
áhafnarmeðlima
á kaupskipum
sem starfa í við-
komandi löndum.
Ítrekað hafa
s k i p s t j ó r n a r -
menn farið á
fund Sturlu
B ö ð v a r s s o n a r
s a m g ö n g u r á ð -
herra vegna
þessa en erindi
þeirra tekið fá-
lega.
Guðjón segir
ekki heiglum
hent að fá upp-
lýsingar um hvað
Sturla hyggist fyrir í þessu
máli. „Fjármálaráðherra hefur
tekið vel í málaleitan okkar en
segir að ákvörðunin verði að
koma frá samgönguráðherra og
þaðan hafa engin svör komið
þrátt fyrir að ráðherra hafi haft
þetta á borði sínu í tvö ár. Það
sem er blóðugast við þetta allt
saman er að árum saman börð-
ust Íslendingar fyrir að hafa
siglingar í eigin höndum en nú
er sú barátta að mestu töpuð
enda verða fáir ef einhverjir
lærðir skipstjórnarmenn eftir í
landinu að 20 árum liðnum.“
Stýrimannaskólinn í Reykja-
vík hefur menntað skipstjórnar-
menn sem aðra í gegnum tíðina
en afar lítill áhugi hefur verið á
náminu undanfarin ár þrátt
fyrir að reglur um inngöngu
hafi verið rýmkaðar til muna.
Guðjón telur að það sé beinlínis
afleiðing hentifánastefnu kaup-
skipaútgerða hér á landi og nei-
kvæðs umtals vegna þeirra í
fjölmiðlum.
Litlar sem engar upplýsingar
fengust þegar eftir því var leit-
að í samgönguráðuneytinu. Þar
eru flestir sem vettlingi geta
valdið á ferð um Grænland en
aðstoðarmaður ráðherra sagði
að skoða þyrfti málefni skip-
stjórnarmanna áður en hægt
væri að svara fyrirspurnum
fjölmiðla.
albert@frettabladid.is
Dómsmálaráðherra:
Saddam skal
líflátinn
SÁDI-ARABÍA, AP Írakar verða ekki
öruggir fyrr en Saddam Hussein
hefur verið hálshöggvinn, sagði
Malik Dohan al-Hassan, dóms-
málaráðherra í bráðabirgða-
stjórn Íraks.
Al-Hassan sagði bráðabirgða-
stjórnina reiðubúna til að rétta
yfir Saddam. Stjórnin gæti
einnig ógilt tilskipun hernáms-
stjórnarinnar sem kveður á um
að óheimilt sé að beita dauða-
refsingu.
„Saddam, í samræmi við
framferði hans og glæpi, ætti að
taka af lífi,“ sagði al-Hassan. ■
SMYGLARAR LÍFLÁTNIR Ellefu
fíkniefnasmyglarar voru teknir
af lífi í Kína í gær og tugir
dæmdir til dauða fyrir svipuð af-
brot en dagurinn í dag er tileink-
aður baráttunni gegn fíkniefnum.
Þá kveiktu embættismenn í hálfu
tonni af ólöglegum fíkniefnum
sem höfðu verið gerð upptæk.
MANNFALL Í ÚRHELLI Miklar
rigningar í Kína hafa leitt til
flóða og aurskriða sem hafa orðið
24 að bana síðustu daga. Í Hunan-
héraði þurfti að flytja 121.000
manns á brott vegna hættunnar
sem veðrið olli.
TÓLF MYRTIR Tólf manns voru
skotnir til bana á heimilum sínum
þegar vopnaðir menn réðust á
þorp í indverska hluta Kasmír.
Meðal þeirra sem voru myrt í
árásinni var þriggja ára stúlka en
flestir voru lögreglumenn. Talið
er að árásarmennirnir séu ís-
lamskir uppreisnarmenn.
,,Sú bar-
átta er að
mestu töp-
uð enda
verða fáir
ef einhverj-
ir lærðir
skipstjórn-
armenn eft-
ir í landinu
að 20 árum
liðnum.
SVONA ERUM VIÐ
TÍMABUNDINN HÚSNÆÐISSKORTUR
Kínverskir verkamenn við Kárahnjúka fá
betri herbergi um leið og nýjar búðir rísa
næstu tvo mánuði.
Talsmaður Impregilo:
Kínverjarnir
ekkert að
springa
ATVINNUMÁL „Það er afar óheppi-
legt að svona skuli vera ástatt
fyrir þessum tæplega 50 kín-
versku starfsmönnum en þeir eru
sáttir og ekkert að springa,“ segir
Ómar R. Valdimarsson, talsmaður
ítalska verktakans Impregilo. Í
Fréttablaðinu var skýrt frá því að
þeir verða að sætta sig við mun
minni herbergi en aðrir starfs-
menn á svæðinu og deila þeim í
þokkabót. Ómar segir að ástæðan
sé sú að verkið gangi betur en ráð
var fyrir gert og því séu ekki
komnar upp búðir sem reisa á
næstu tvo mánuði og áttu að hýsa
Kínverjana. „Þetta er tímabundið
ástand sem lagast innan tíðar.“ ■
DÝRALÍF „Ég hef grun um að mink-
urinn hafi átt fasanaveislu,“ sagði
Skúli Björnsson, aðstoðarskóga-
vörður í Hallormsstaðarskógi, um
fasanana fjóra sem sleppt var í
skóginn á sínum tíma. Til þeirra
hefur ekkert sést lengi og eru þeir
nú taldir af.
„Þeir gætu líka hafa drepist úr
leiðindum, því þetta voru bara
karlfuglar sem sleppt var,“ sagði
aðstoðarskógarvörðurinn, sem
taldi það allt eins líklegt og fyrr-
nefnda kostinn.
Líffræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun sagði við Frétta-
blaðið í vikunni að til viðbótar við
þessa fjóra hefðu menn trúlega
annað hvort sleppt eða misst út
fasana á fleiri stöðum, því þeir
hefðu sést á að minnsta kosti
tveimur stöðum þar sem þeir ættu
ekki vera. Annars vegar hefðu
þeir sést innarlega í Fljótsdal og
hins vegar úti í Jökulsárhlíð. Síð-
an væru sögusagnir um að þeir
hefðu sést á tilteknum stað í
öðrum landshluta, en það hefði
ekki fengist staðfest.
Skúli sagði að fasanar lifðu í
greni og furu, því þeir væru eins
og hænur. Þeir vildu sofa uppi á
priki. Á þessum svæðum væri
engu slíku til að dreifa, þannig að
þarna væri þá um flækinga að
ræða. ■
SS-MAÐUR LAUS MÁLA Friedrich
Engel, 95 ára fyrrum foringi í SS-
sveitum nasista, þarf ekki að
sitja af sér fangelsisdóm fyrir að
stjórna fjöldamorðum í Genúa á
Ítalíu á árum síðari heimsstyrj-
aldar. Dómstóll vísaði málinu frá
vegna þess hversu seint það væri
tilkomið og þar sem aldur Engels
kæmi í veg fyrir ný réttarhöld.
MYRTUR FYRIR 140 KRÓNUR
Rúmlega fertugur heimilislaus
maður var stunginn til bana í
Prag, höfuðborg Tékklands, eftir
rifrildi við félaga sinn um 50 kor-
una seðil, andvirði um 140 króna.
Meintur morðingi var handtekinn
nokkru síðar þegar hann varð
uppvís að því að stela súkkulaði
úr búð.
90 PRÓSENT TILBÚNIR Grikkir
eru níutíu prósent tilbúnir til að
tryggja öryggi almennings með-
an á Ólympíuleikunum stendur í
ágúst, að sögn Giorgos Voulgar-
akis, ráðherrans sem ber ábyrgð
á öryggisvörslu. Um 200 öryggis-
æfingar hafa þegar farið fram og
þar verið æfð viðbrögð, meðal
annars við gíslatöku og eitur-
vopnaárás.
UPPLÝSINGATÆKNIBÚNAÐUR Á
HEIMILUM EFTIR BÚSETU 2004
Alls Hbsv. Landsb.
Farsími 96% 97% 95%
Nettenging 81% 82% 77%
Tölva 86% 87% 83%
Heimild: Hagstofa Íslands
BLÓÐTÖKUSTÖÐ
Þær voru glaðbeittar, stúlkurnar í blóðtök-
unni á LSH, þegar þær hófu störf í stærra
húsnæði.
HURFU SPORLAUST
Fjórir karlfasanar hurfu sporlaust úr Hallormsstaðarskógi. Grunur leikur á að minkar hafi
gert sér veislu eða fuglarnir hafi hreinlega drepist úr leiðindum.
Karlfuglarnir í Hallormsstaðarskógi horfnir:
Minkar í fasanaveislu
SKIPSTJÓRNARMENN SEM TALA ÍSLENSKU AÐ DAGA UPPI
Í algjört óefni stefnir þar sem Íslendingar með menntun í skipsstjórn eru innan við 70
talsins og meðaldurinn er hár. Innan 20 ára verða engir eftir með þessu áframhaldi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
■ ASÍA
ÖLVUNARAKSTUR Tveir voru
stöðvaðir fyrir ölvunarakstur í
umdæmi lögreglunnar á Patreks-
firði aðfaranótt laugardags og
eiga þeir von á sekt.
UMFERÐARBROT Tíu voru teknir
fyrir of hraðan akstur í umdæmi
lögreglunnar á Akureyri aðfara-
nótt laugardags. Einnig var einn
tekinn fyrir að tala í síma á
meðan á akstri stóð og fjórir
fyrir að vera ekki með bílbelti.
■ EVRÓPA
■ LÖGREGLUFRÉTTIR