Fréttablaðið - 27.06.2004, Side 14

Fréttablaðið - 27.06.2004, Side 14
Halldór Einarsson í Henson fagn- ar í ár 35 ára afmæli fyrirtækis- ins. Það hefur gengið á ýmsu á þeim tíma sem fyrirtækið hefur verið starfrækt og um tíma var allt komið í þrot. Nú virðist Hen- son hins vegar hafa náð að festa sig í sessi enda vörur fyrirtækis- ins orðnar vinsælar í tískuheimi Íslendinga. Kunni ekki að sauma Halldór lék lengi vel knatt- spyrnu með Val og fagnaði meðal annars Íslands- og bikarmeist- aratitlum með liðinu. Það var í gegnum íþróttina sem hann fékk hugmyndina að framleiðslunni. „Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði árið 1968 en þá var mjög takmörkuð framleiðsla á íþróttafatnaði hér. Margrét Árna- dóttir var sú eina sem sinnti því að einhverju ráði. Ég lenti samt aldrei í samkeppni við hana og hún sneri sér fljótlega að öðrum hlutum,“ segir Halldór. Fyrsta árið var ansi fálmkennt hjá Halldóri enda hafði hann litla sem enga þekkingu á fataiðn, kunni hvorki að hanna né sauma föt. „Ég kunni ekki á eitt eða neitt en þetta var eitthvað sem ég vildi gera og sá virkilegan tilgang í. Ég klippti í sundur flíkur til að fá snið og fékk hjálp frá frænku minni. Ég stofnaði síðan fyrirtæk- ið ári seinna, árið 1969.“ Halldór hefur alla tíð saumað megnið af sínum vörum. Hann segir ástæðuna vera þá að í upp- hafi hafi pantanir misfarist, þær komið í vitlausum litum eða stærðum. „Þegar við Valsarar urðum Íslandsmeistarar í fótbolta árið 1966 og ‘67 spiluðum við í rúbbípeysum því sá sem pantaði búningana fór línuvillt í pöntunar- bæklingnum. Því var ekki breytt og við lékum í peysunum næstu tvö ár. Peysurnar voru úr kakíefni og með tölum. Efnið hleypti ekki lofti í gegn og við vorum eins og seglskip á vellinum,“ segir Hall- dór hlæjandi þegar hann rifjar upp þessa gömlu góðu tíma. „Til þess að ná sterkari stöðu á mark- aðnum taldi ég best að flytja inn hráefnið þannig að ég gæti hann- að treyjurnar sjálfur.“ Breytingar í fataiðn Margt hefur breyst á þeim 35 árum sem Halldór hefur starf- rækt fyrirtæki sitt. Í upphafi keypti hann hráefnið frá Bret- landi og Danmörku en nú er sá markaður nánast horfinn með öllu og hefur færst austur á bóginn til Asíu. Halldór segir að fataiðnin hafi einnig breyst mikið hér á landi. „Þegar best lét í byrjun níunda áratugarins störfuðu 2.500 til 3.000 manns beint eða óbeint við fataiðnaðinn hér á landi. Það var allnokkur útflutningur í gangi, til dæmis af ullarfatnaði sem var mjög lógískt þar sem hráefnið var innlent. En íslenski fataiðnaður- inn er nánast horfinn. Nú starfa við fataiðnað kannski 10% af því fólki sem áður var og hráefnið er keypt frá ódýrari löndum. Þetta hefur gerst hægt og hljótt með mismiklum sársauka. Það hefur aldrei verið reynt að sporna sér- staklega við þessum breytingum enda á það ekki að vera í mínum huga. Það á ekki að setja sérstök höft eða kvóta á innflutning frá ódýrari löndum. Þetta á að haldast í hendur, þeir sem vilja vera í þessu og standa sig gera það en aðrir snúa sér að einhverju öðru,“ segir Halldór. „Á sínum tíma, þeg- ar ég sótti fundi hjá Félagi ís- lenskra iðnaðargerðarmanna, voru menn sem töluðu um að það þyrfti að koma böndum á innflutn- ing frá Asíulöndunum. Þeir vís- uðu meðal annars til annarra landa sem hafa slíka tolla eins og Bandaríkin og Kanada. Ég var alltaf á móti því, sama hvað gekk á. Ég var aldrei stuðningsmaður þess að það ætti að vernda sér- staklega okkur sem voru í þessari deild. Ég upplifði það sjálfur að fara á hausinn út af einni rangri ákvörðun en þannig verður at- vinnulífið að fá að vera.“ Breyttir tímar Halldór segir að skilyrði til fyrirtækjareksturs á Íslandi hafi aldrei verið betri en nú, að fáein- um blokkamyndunum undan- skildum. „Mér finnst það á marg- an hátt alveg stórkostlegt að hafa fengið að upplifa það að fara í tollinn niðri í Arnarhvoli á sínum tíma. Þar var einn maður sem stýrði því hversu hratt eða seint tollskýrslur fóru í gegn. Eða að labba á milli gjaldeyriseftirlits og banka til að ná í hundrað punda færslu. Í dag er hægt að fara í næsta banka sem reiðir fram tékkann í þeirri upphæð sem þig vantar. Það er fyrir utan hin ósköpin, ritsímann, telexið, faxið, og svo kom tölvupósturinn. Fólk sem er að byrja í bisness nú þekk- ir ekkert annað. Það þekkir ekki þá hlið að sitja á skrifstofu banka- stjóra og sjá fólk koma niðurbrot- ið út eða brosandi út að eyrum vegna geðþóttaákvörðunar bankastjórans,“ segir Halldór og bætir við hlæjandi: „Menn báðu yfirleitt um tvö hundruð en fengu hundrað. Þeir sem voru klókir báðu um helmingi meira en þá vantaði.“ Erfiðir tímar Halldóri gekk vel með Henson framan af og framleiddi meðal annars búninga fyrir Aston Villa og aðra klúbba á England. En síð- an fór að síga á ógæfuhliðina. „Ég var með verksmiðjur í Reykjavík og á Selfossi og það hafði verið mikið blómaskeið hjá fyrirtæk- inu. Ég tók síðan ranga ákvörðun þegar ég ákvað að reisa þriðju verksmiðjuna hér á landi í stað þess að fara til Skotlands eins og ég hafði hug á. Það voru mistökin sem felldu mig,“ segir Halldór en Henson varð gjaldþrota árið 1991. Í kjölfarið fór Halldór til Úkraínu www.li.is Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 49 74 6 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 49 74 6 /2 00 4 Banki allra landsmanna 5,7%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.05.2004–31.05.2004 á ársgrundvelli. á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r Halldór Einarsson í Henson fagnar afmæli fyrirtækisins í ár. Halldór man tímana tvenna í viðskiptum. Fyrir-tækið varð gjaldþrota fyrir 13 árum en nú gengur reksturinn betur en nokkru sinni. Boltinn rúllar hjá Henson UMVAFINN VÖRUM Sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn vel hjá Halldóri Einarssyni í Henson enda merkið orðið viðurkennt í tískuheiminum á Íslandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HALLDÓR EINARSSON Henson er dæmigert fjölskyldufyrirtæki. Þrír ættliðir eru stundum samankomnir í fyrir- tækinu þegar mikið er að gera.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.