Fréttablaðið - 27.06.2004, Síða 18
Til að reyna að næla í draumastarfið er
mjög mikilvægt að vera með flotta og vel
unna starfsferilskrá. Ekki draga úr neinu sem
þú hefur gert heldur taktu allt fram þótt þér
finnist það ekki merkilegt og haltu jákvæðn-
inni hátt á lofti við gerð ferilskrárinnar.
Ertu...
níu til fimm
manneskja?
Ef reglulegur vinnutími hentar
þér ekki þá ættir þú að reyna að
leita að óvenjulegri vinnu þar
sem þú veist aldrei hvenær þín er
þörf eður ei. Svo er líka svo gam-
an að vinna spennandi vinnu því
allir öfunda þig og þú verður
strax merkilegri fyrir vikið - þó
vinnan sé ekkert flókin í sjálfu
sér.
Prófaðu að búa til heillaóska-
kort. Ef þú getur samið sniðuga
texta og fundið upp á einhverju
fyndnu þá
er þetta
t i l v a l i n
vinna fyrir
þig. Í þess-
ari vinnu
getur þú
n o k k u r n
veginn ráðið þínum vinnutíma og
haft þína hentisemi. Grennslastu
samt fyrir um hvort einhver vilji
gefa kortin út áður en þú býrð þau
til þar sem þú þarft að lifa af
þessari iðn.
Reyndu fyrir þér sem einka-
spæjari. Hvort sem þú gerir það
innan landsteinanna eða utan
þeirra þá þarftu fyrst að afla þér
upplýs-
inga og
æfa þig
áður en
þú hellir
þér í
f y r s t a
m á l i ð .
Margir einkaspæjarar eru fyrr-
um löggur, en það er þó engin
regla. Í þessari vinnu getur þú
líka unnið þegar þú vilt og sett
upp feikihátt verð fyrir þjónust-
una sem þú veitir.
Gakktu í sirkus! Það er nú ekki
mikið um sirkusa á Íslandi en það
er fullt af þeim í útlöndum. Sirkus-
lífið er þó ekki bara vinna heldur
lífsstíll og því muntu eyða meiri-
hluta tíma þíns í vinnunni. Engin
skilyrði þarf að uppfylla til að
ganga í sirkus en hæfileikar þínir
verða metnir í þar til gerðum inn-
tökuprófum. Um að gera að vera
bara nógu litrík og skemmtileg
persóna og þá flýgur þú inn.
„Það er mikill misskilningur að
þetta sé auðvelt því þetta er alveg
feikilega erfitt,“ segir Margrét
Eir Hjartardóttir söngkona. Mar-
grét hefur síðustu fjögur sumur
stjórnað flokki í Vinnuskóla Kópa-
vogs. Flokkarnir sem Margrét
hefur stjórnað eru þó ekki í úti-
göllunum að rífa arfa og tæta upp
beð heldur setja þau upp leik- og
söngsýningar út um allan bæ.
„Þessir krakkar eru á alveg
sömu launum og aðrir starfsmenn
Vinnuskólans en ég held að þau
vinni jafnvel aðeins meira. Þau fá
laun frá Kópavogsbæ og ég leik-
stýri þeim,“ segir Margrét og
bætir við að mikið sé beðið um
hópinn á leikskóla og aðra staði.
„Við vorum til dæmis með atriði á
17. júní og leikrit á litla sviðinu.
Síðan heimsækjum við staði sem
vilja fá okkur til að skemmta og í
næstu viku byrjum við á stórri
sýningu. Þetta er eins konar loka-
verkefni og verður sýningin hald-
in í Hjáleigunni í Kópavogi í lok
júlí,“ segir Margrét, en þá mun
kosta einhvern smápening inn og
það rennur í ferðasjóð hópsins.
„Við erum að safna því okkur
langar að komast á landsmót ung-
linga á Sauðárkróki um verslunar-
mannahelgina. Þar getum við haft
atriði og tekið þátt í hæfileika-
keppni svo eitthvað sé nefnt.“
Margrét er ekki ein í þessu
heldur er hún með aðstoðarmann
sem heitir Valdimar Kristjánsson.
„Valdimar sér um tæknihliðina á
þessu en annars er þetta óttalegur
sjálfsþurftarbúskapur. Við fáum
ekki mikið fjármagn og þurfum
að redda öllum búningum og slíku
sjálf,“ segir Margrét en er þó
mjög ánægð með þennan hóp í ár.
„Hópurinn er mjög lifandi og dug-
legur. Við erum tíu í hópum í ár en
það eru opin pláss fyrir fjórtán
krakka,“ segir Margrét, en yfir-
leitt eru það frekar stelpur sem
sýna þessari vinnu áhuga en
strákar.
Fjölmiðlahópur í Hafnarfirði
Í Hafnarfirði er svipað starf og
í Kópavogi. Þar eru starfræktir
ýmsir hópar á vegum Vinnuskóla
Hafnarfjarðar eins og fjöllistahóp-
ur, fjölmiðlahópur, listahópur,
heilsuráð og kaffihúsarekstur.
„Ástæðan fyrir því að við höfum
svona breitt úrval af verkefnum er
að Vinnuskóli Hafnarfjarðar rekur
eiginlega allt sumarstarf í Hafnar-
firði. Við erum til dæmis með
krakka í skógrækt og inni á söfnum
sem og í skólagörðunum. Þannig að
möguleikarnir eru geysilega marg-
ir fyrir okkur og getum við eigin-
lega gert það sem okkur dettur í
hug,“ segir Ellert Baldur Magnús-
son, forstöðumaður Vinnuskólans í
Hafnarfirði.
Í fjölmiðlahópnum fá krakkarn-
ir leiðsögn frá Hlyni Sigurðssyni,
fréttamanni á Sjónvarpinu, ásamt
flokkstjóra frá Vinnuskólanum.
„Flestir krakkarnir í þessum hóp
hafa verið að vinna við fjölmiðlun í
félagsmiðstöðvunum þannig að
þetta er eins konar framhald af því
starfi,“ segir Ellert, en í hópnum fá
krakkarnir að gefa út blað og gera
fræðslumyndband. Einnig fá
krakkarnir að kenna deildarstjór-
um hjá ýmsum stofnunum á digi-
tal-myndavélar og ýmis mynd-
vinnsluforrit.
Listahópurinn hefur verið starf-
ræktur í nánast áratug. „Í hópnum
starfa krakkarnir sem skemmti-
kraftar og fara á milli staða og
skemmta, eins og til dæmis á leik-
skóla og elliheimili. Það kemur líka
oft fyrir að við förum með
skemmtiatriði eitthvað þegar
Hafnarfjarðarbær óskar eftir því,“
segir Ellert, en leiðbeinandi í þeim
hóp er Sara Guðmundsdóttir ásamt
flokkstjóra frá Vinnuskólanum.
Kaffihúsarekstur
Fjöllistahópurinn er tilrauna-
verkefni í ár. „Í þessum hópi er
frekar einblínt á galdra og töfra
og erum við til dæmis með Pétur
Pókus til þess að hjálpa okkur,“
segir Ellert.
Nýtt tilraunaverkefni hjá
Vinnuskólanum kallast heilsuráð.
Þar eru krakkar á aldrinum 14-16
ára sem hafa skarað fram úr í
íþróttum. „Krakkarnir fá bæði
verkefni eins og að skipuleggja
íþróttadag fyrir leikjanámskeið
og einnig eiga þau að vera fyrir-
myndir fyrir unga krakka,“ segir
Ellert en krakkarnir fara til dæm-
is á gæsluvelli og kynna íþróttirn-
ar sem þeir iðka.
Ein nýjung hefur sprottið upp í
ár í Vinnuskólanum í Hafnarfirði
og er það kaffihúsarekstur. Það
verkefni var reyndar prófað í
fyrra og gekk ágætlega. „Krakk-
arnir reka kaffihús í Hellisgerði
og gera allt sjálfir,“ segir Ellert,
en enn á eftir að koma reynsla á
þetta verkefni.
„Það má síðan ekki gleyma þeim
krökkum sem vinna þessi hefð-
bundnu störf í Vinnuskólanum. Þau
eru mjög dugleg og gera mikið og
það er einmitt stefnt að því að
koma inn meiri fræðslu í það starf
um garðyrkju og þess háttar. Þess-
ir krakkar vinna mjög fjölbreytt
starf og fá að skilja mikið eftir sig
í umhverfinu,“ segir Ellert og bæt-
ir við að yfir 1.100 manns séu starf-
andi hjá Vinnuskólanum í Hafnar-
firði um þessar mundir.
lilja@frettabladid.is
Öðruvísi sumarvinna:
Eitthvað fyrir alla
Börnin horfðu dolfallin á leiksýningu krakkanna frá Vinnuskólanum í Kópavogi.
Hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar eru mjög fjölbreytt
störf en segir Ellert að þó megi ekki vanmeta starf
þeirra sem sjá um beð og grasbletti.
Krakkarnir í Kópavogi eru duglegir að
ferðast á milli leikskóla undir stjórn
Margrétar Eirar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Árás á hjúkrunarfræðing:
Ríkið dæmt
skaðabótaskylt
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á
föstudag íslenska ríkið skaðabótaskylt
vegna áverka sem geðfatlaður sjúkling-
ur veitti hjúkrunarfræðingi í skemmti-
ferð með sjúklinga Landspítala, Klepps-
spítala.
Í niðurstöðu héraðsdóms segir að þar
sem tveir aðrir starfsmenn Landspítala,
sem var ljós líðan sjúklingsins, hafi ekki
upplýst stefnanda sem skyldi um
ástand hans, hafi stefnandi brugðist
rangt við þegar sjúklingurinn rauk upp
og hélt honum. Þessi ófullnægjandi
viðbrögð verði því rakin til vangæslu
stafsmanna sem stefndi, ríkið, beri
ábyrgð á, og því verði fallist á kröfu
stefnanda. Í dómsorði segir: „Viður-
kennt er að stefndi, íslenska ríkið, beri
skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda,
vegna atviks er geðfatlaður maður
réðst á stefnanda 19. júní 1997.“
Bandalag háskólamanna rak málið fyrir
hönd stefnanda.