Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.07.2004, Blaðsíða 10
28. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Göngu fyrstu mannanna á næsthæsta fjall heims minnst: Fimmtíu ár frá fyrsta klifi ISLAMABAD, AP Fimmtíu ár eru lið- in síðan næsthæsta fjall heims, K-2 í Pakistan, var klifið í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að fjallið sé ekki alveg jafnhátt og hæsta fjallið Mount Everest er talið um þrisvar sinnum erfiðara að klífa K-2. Barnabarn fyrsta fjallgöngu- mannsins náði toppi K-2 á mánu- dag ásamt hópi fólks. Þau voru fyrstu fjallgöngumennirnir í þrjú ár til að komast á topp fjall- sins. Tæplega tvö hundruð manns hafa gert tilraun til þess að klífa fjallið og létu tæp þrjátíu pró- sent þeirra lífið. ■ Færeyingar fækka sóknardögunum Færeyingar ætla að fækka sóknardögum á Færeyjabanka um tíu prósent. Skerðingin er ekki jafn mikil og alþjóðastofnanir lögðu til. Íslenskur ráðgjafi leggst gegn skerðingunni og segir hana frekar til skaða en bóta. FÆREYJAR Fiskistofnar á Færeyja- banka eru svo illa farnir að fær- eysk stjórnvöld hyggjast draga mjög úr sókn skipa þar. Lagt er til að sóknardögum verði fækkað um tíu prósent og að svæðið verði friðað fyrir veiðum í fjórar til sex vikur yfir hrygningartímann. Þrátt fyrir að þessar hugmynd- ir hafi valdið mikilli reiði útgerð- armanna og sjómanna eru aðgerð- irnar mun minni en erlend samtök og stofnanir hafa lagt til við Fær- eyinga. Færeysk stjórnvöld hafa heimilað veiði umfram það sem alþjóðastofnanir hafa lagt til en nú er svo komið að stjórnmála- menn telja nauðsynlegt að grípa til aðgerða og það hastarlegra. Henrik Old, formaður atvinnu- málanefndar færeyska lögþings- ins, sagði í viðtali við dagblaðið Sosialin að Fær- eyjabanki væri svo illa farinn að réttast hefði verið að friða hann alveg í eitt eða tvö ár. Varaformaður nefndarinnar, Al- fred Olsen, sagði í sama blaði að sóknin í stofna á F æ r e y j a b a n k a væri of mikil og að nauðsynlegt væri að draga úr fjölda sóknar- daga. Aðeins línu- bátar mega veiða á bankanum. Jón Kristjánsson fiskifræðing- ur var ráðgjafi sjómanna og út- gerðarmanna í Færeyjum, en þeir sendu sjávarútvegsráðherra bréf með tillögum sem byggðu á hans áliti. Jón telur ekki ekki hyggilegt að draga úr sókn á Færeyjabanka. „Það hefur komið í ljós við rann- sóknir að fiskurinn við Færeyja- banka hefur horast niður og það er ekki merki um ofveiði. Þetta bendir frekar til fæðuskorts og það er því röng ráðgjöf að leggja til að draga úr veiðum.“ Jón telur að ástæðan fyrir því að lagt sé til að fækka sóknardögum við Fær- eyjabanka, sé sú að svæðið rúmar ekki marga báta því það er lítið að stærð. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í sjávarútvegsnefndar. Hon- um þykir leitt að Færeyingar hafi ekki náð að byggja upp stofna sína og þurfi að grípa til þessara ráð- stafana. Um álit Jóns segir Guð- laugur það sé í mörg horn að líta. „Ég get vel skilið að menn vilji hafa varann á, en það er óumdeilt að Færeyingum hefur ekki tekist að byggja upp stofna sína.“ brynjolfur@frettabladid.is bergsteinn@frettabladid.is ,,Það hef- ur komið í ljós við rannsóknir að fiskur- inn við Færeyja- banka hef- ur horast niður og það er ekki merki um ofveiði. K-2 Tæp þrjátíu prósent þeirra sem reynt hafa að klífa fjallið hafa látið lífið í ferðinni. LÖGREGLUMÁL Fjöldi fólks hefur til- kynnt veiðar á öndum, gæsaung- um og jafnvel spörfuglum í Hljómskálagarði, Laugardal og Fossvogsdal í kjölfar frétta af andaveiðum í borginni. Ljóst er að fuglaveiðar í borginni eru mun umfangsmeiri en talið var. Katrín Jakobsdóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar, segist líta málið alvarlegum augum og aukin vöktun hafi verið skipulögð með þeim svæðum sem hægt er, auk þess sem málið er unnið í sam- starfi við lögregluna. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd er sem stendur í sumarfríi en málið verð- ur rætt á fundi hennar næst þegar hún kemur saman. Katrín segir að samkvæmt ábendingum virðist um einn hóp fólks vera að ræða, sem hún tel- ur að hafi einfaldlega ekki vitað betur, því veiðum virðist hafa fækkað eftir að málið komst í fjölmiðla. Katrín hvetur alla sem vita af fuglaveiðum að hafa sam- band við lögregluna, þar sem klárlega er um lögbrot er að ræða. ■ Fuglaveiðar í Reykjavík: Umfangsmeiri en talið var STOKKÖND MEÐ UNGA SÍNA Tilkynnt hefur verið um veiðar á öndum, gæsum og spörfuglum. Á SJÓ Erlend samtök lögðu til að sóknardagar yrðu skertir enn meira en gert er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.