Fréttablaðið - 23.07.2004, Page 40

Fréttablaðið - 23.07.2004, Page 40
FÖSTUDAGUR 23. júlí 2004 Rússneska skáldið Isaac Asimov hafði velt afleiðingum gervi- greindar fyrir sér löngu áður en Arnold Schwarzenegger setti upp sólgleraugun í fyrstu Terminator- myndinni. I, Robot var sú fyrsta í fimm bóka seríu sem fjallaði um það þegar vélmenni vakna til vit- undar og gera uppreisn gegn skapara sínum, öllu mannkyninu. Fyrsta bókin, sem heitir sama nafni og myndin en er ekki mikið skyld henni hvað söguþráð varð- ar, var skrifuð snemma á fimmta áratugnum og var safn smásagna sem allar tengdust á þann hátt að fjallað var um samband vél- menna og manna. Saga kvikmyndarinnar gerist árið 2035 þegar vélmenni sjá um að þjóna mannkyninu í einu og öllu. Lögregluforinginn Del Spooner (Will Smith) rannsakar morð og svo virðist sem vélmaður sé flæktur inn í það. Spooner er bölsýnismaður á tækniframfarir mannkynsins og treystir ekki vél- mönnunum. Starfsmenn fyrir- tækisins, USA Robotics, þar sem morðið var framið fullyrða að enginn vélmaður geti skaðað manneskju, þar sem það sé gegn forritun þeirra. Spooner óttast að ef vélmaður getur brotið þessa reglu, þá sé ekkert til þess að stöðva vélmennin, til þess að yfir- taka allan heiminn. Spooner fær vélmannasál- fræðinginn dr. Susan Calvin í lið með sér, sem hefur rannsakað hegðunarmynstur vélmanna. Saman óttast þau að mannkynið sé orðið háð vélmönnunum sem gefi þeim yfirhöndina komi til stríðs. Auðvitað fer svo allt í bál og brand og ótti Spooner reynist á rökum reistur. Mannkynið er allt í hættu. Hugmynd Asimov hefur verið nýtt í margar myndir og teikni- myndir. Hver man ekki eftir svip- uðum söguþræði í gömlu frönsku teiknimyndunum Sú kemur tíð í ríkissjónvarpinu fyrir um tuttugu árum síðan? Og af einhverjum ástæðum líta öll vélmennin í myndinni út eins og Björk gerði í myndbandi sínu All is Full of Love. Þar voru þau þó öllu vina- legri. ■ ■ FRUMSÝND Í DAG Innrás vélmannanna I, ROBOT Will Smith grunar að það sé maðkur í rafgeyminum hjá vélmönnunum. Leikarinn Bruce Willis og leik- stjórinn John McTiernan ætla að gera fjórðu myndina um lögguna John McClane og ævintýri hans í Die Hard. McTiernan ætti ekki að vera ókunnugur verkefninu því hann leikstýrði fyrstu Die Hard mynd- inni og þeirri þriðju. Finninn Renny Harlin gerði hins vegar aðra myndina. Handritshöfundar verða Doug Richardsson, sem skrifaði síðustu mynd Willis, Hostage, og Marc Bomback, sem skrifaði handritið að Godsend. Tökur hefjast næsta sumar en myndin hefur enn ekki fengið nafn. ■ Die Hard 4 á leiðinni BRUCE WILLIS Willis í hlutverki John McClane, sem ekki hefur enn sungið sitt síðasta í baráttunni við vondu karlana. Jerry Goldsmith látinn Óskarsverðlaunahafinn og tón- skáldið Jerry Goldsmith er látinn, 75 ára að aldri. Goldsmith var afar virtur í Hollywood og samdi kvikmyndatónlist við fjöl- margar stórmyndir. Á meðal þeirra frægustu eru Planet of the Apes, L.A. Con- fidential, Chinatown, Mulan og The Omen sem hann vann Óskar- inn fyrir. Hann samdi einnig tón- listina við sjónvarpsþættina Star Trek. Goldsmith var alls tilnefnd- ur til sautján Óskarsverðlauna á farsælum ferli sínum. ■ JERRY GOLDSMITH Goldsmith árið 1999 þegar hann var heiðraður fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. 38-39 (30-31) Bíó 22.7.2004 17:56 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.