Fréttablaðið - 23.07.2004, Side 42

Fréttablaðið - 23.07.2004, Side 42
Igor Zavadsky heldur tónleika á Ísafirði í dag. Igor er úkraínskur harmonikuleikari og kom hingað til lands til að leika á Harmoniku- hátíð Reykjavíkur. Hann hefur nýlega lokið viku tónleikaferð um Kanada og tónleikum í París. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Igor kemur til landsins til tón- leikahalds því fyrir ári síðan vakti hann mikla athygli fyrir túlkun sína á verkum klassísku meistar- anna á Harmonikuhátíðinni í Reykjavík. Igor var kjörinn þjóðarlistarmaður Úkraínu árið 2000 en síðan þá hefur hann hlotið óteljandi alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar fyrir snilli sína. Hann gaf út geisladiskinn Danielf á dögunum sem hann tileinkar Íslandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 í Hömrum, sal Tónlistar- skólans á Ísafirði. ■ FÖSTUDAGUR 23. júlí 2004 ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLEIKAR F í t o n / S Í A F I 0 1 0 1 8 9 Uppáhald íslensku þjóðarinnar Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is Lambakjötssalatið er alveg bráðskemmtilegur réttur, kjöt, grænmeti, og allt innifalið. Móðir jörð bara mætt á einn disk, aðeins fyrir þig og þína. Kjötið skorið í þunnar sneiðar, helst ekki þykkari en 6– 8 mm. Plastfilma breidd á bretti, sneiðunum raðað á hana, önnur filma lögð yfir og sneiðarnar barðar létt eða pressaðar með kökukefli til að gera þær þynnri. Síðan eru þær penslaðar á báðum hliðum með 2 msk. af olíunni, kryddaðar með nýmöluðum pipar og látnar standa í 10–15 mínútur. Grillpanna eða venjuleg, þykkbotna panna hituð vel og kjötið snöggsteikt við háan hita, 1–1 ½ mínútu á hvorri hlið. Tekið af pönnunni og látið standa í nokkrar mínútur. Afgangurinn af olíunni (2 msk.) settur í skál og tómatsafa, sítrónusafa, pipar og salti þeytt saman við. Kjötið skorið í ræmur og sett út í sósuna. Salatblöðin rifin niður eða skorin í ræmur, vorlaukurinn saxaður og mintulaufin rifin niður. Blandað saman við kjötið og sósuna og sett í salatskál. Lambakjötssalat NÝ R BÆKLINGUR Í N Æ ST U V E R S L U N UPPSKRIFTIR eina og sanna lambakjöti› og svo Sósa og salat safi úr ½ sítrónu ½ eikarlaufssalat, lambhagasalat eða annað áþekkt 2–3 vorlaukar (eða 1 knippi graslaukur) nokkur fersk mintulauf (má sleppa) 500 g innanlærsvöðvi 4 msk. ólífuolía nýmalaður pipar salt ½ dl tómatsafi „Það eru fjögur bönd sem ætla að leiða saman hesta sína í Hinu Hús- inu í kvöld. Þetta eru tvær fær- eyskar hljómsveitir sem höfðu samband og vildu endilega fá að spila með íslenskum sveitum sem eru að gera það gott í neðanjarðar- menningunni,“ segir Andri Ólafs- son, starfsmaður Hins Hússins. Íslensku sveitirnar sem urðu fyrir valinu eru Lada Sport og bOb en báðar hafa þær verið iðn- ar við tónleikahald hjá Hinu Hús- inu. „ Færeysku hljómsveitirnar 48 Pages og Speaker tóku þátt í músiktilraunum Færeyja sem eru nokkurs konar bland af Idolinu og íslensku músiktilraununum. Í kjölfarið gáfu þær síðan út sam- eiginlega live plötu en hljómsveit- irnar eru annálaðir fyrir líflega sviðsframkomu og vildu reyna að fanga hana á plötunni.“ Hljómsveitirnar eru þó ekki einungis komnar hingað til lands fyrir þessa einu tónleika því á sunnudaginn munu þær leika á Grand Rokk ásamt Heiðu og heið- ingjunum og eftir það verður stefnan tekin út á land til tónleika- halds. „Þeir spila mjög skemmti- lega tilraunakennda, blús og sýru- skotna tónlist sem er eiginlega með tengingar í allar áttir. Það mætti kalla þetta framúrstefnu- rokk,“ segir Andri. Hitt Húsið hefur verið iðið við tónleikahald undanfarin ár og segir Andri yfir 300 sveitir leika á tónleikum hjá þeim á hverju ári. „Tónleikar sem þessir eru viku- legir yfir vetrartímann en við ein- beitum okkur síðan að öðrum hlut- um eins og skapandi sumarhópum yfir hásumarið. Þegar beiðnin kom hins vegar frá Færeyjum gátum við ekki vikist undan og skipulögðum tónleika.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 í Hinu Húsinu og er frítt inn. ■ ANDRI ÓLAFSSON Hitt Húsið var fljótt að bregðast við þegar beiðni kom frá Færeyjum um tónleikahald. Færeyskt framúrstefnurokk Sýningin Andlit friðar verður opnuð í Læknishúsinu á Hesteyri í dag. Það er Helga Sigurðardóttir sem sýnir verk sín en viðfangefni Helgu eru innri verund mannsins og tengsl hans við sjálfan sig og umhverfið. Sýningin er mjög sér- stök ekki aðeins vegna viðfangs- efna Helgu heldur einnig vegna staðsetningarinnar. Hesteyri stendur við Hesteyrarfjörð í Jök- ulfjörðum Ísafjarðardjúps og þangað er aðeins hægt að komast sjóleiðis eða á tveimur jafnfljót- um. Auk sýningarinnar í Læknis- húsinu er kaffihús starfrækt í húsinu og gistiheimili. Áætlunar- ferðir eru frá Ísafirði og má nálg- ast frekari upplýsingar um þær á hornstrandir.is. Sýningin opnar í dag klukkan 15 en hún mun standa til 15. ágúst. ■ Myndlistarsýning á Hornströndum ■ MYNDLIST EITT VERKA HELGU Myndlistarkonan sýnir verk sín í Læknis- húsinu á Hesteyri næstu vikur. Geisladiskur til- einkaður Íslandi IGOR ZAVADSKY Heldur tónleika á Ísafirði í kvöld. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Búðarbandið heldur tón- leika á Prikinu.  23.00 Danssveitin Sín ásamt söng- konunni Ester Ágústu spilar á Kringlukránni.  Hermann Ingi jr mun skemmtir á Fjörukránni í Hafnarfirði.  Dj. Benni spilar á Hverfisbarnum.  Dj. Andri spilar á Felix.  Hljómsveitin Oxford spilar á Gauk á stöng.  Hljómsveitin Á móti sól leikur á Players í Kópavogi.  Garðar Garðarsson leikur fyrir gesti á Rauða ljóninu.  Bjarni Tryggva og Ingimundur úr Dúndurfréttum halda tónleika í Egilsbúð í Neskaupstað.  Bæjarhátið í Grundafirði sem standa mun alla helgina. Tjald- svæði og aðgangur er ókeypis þessa helgi.  Dj. Ísi spilar á Nasa við Austurvöll. 40-41 (32-33) Slanga 22.7.2004 19:33 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.