Tíminn - 24.02.1973, Síða 7
Laugardagur 24. febr. 1973.
TÍMINN
7
Jónas Guðmundsson:
TILRAUN TIL AÐ
LÝSA TILRAUN
Guðbergur Bergsson, rithöfundur
Snjórinn fellur til jarðar og þú
gengur inn i portið, þar sem leit-
inni er haldið áfram að hinum
hreina tóni. Þú heyrir snjóinn
snjóa og hjarta þitt fyllist sér-
kennilegum dapurleika, og þeim
tómleika, er þvi fylgir að vera
blautur i fæturna lengi i snjónum.
Guðbergur Bergsson, rithöf-
undur. heldur svnineu á lióðum i
Galleri Súm, og þú sérð, að Lenin
hefur fengið sér nýja ekkju, og
hann Gvendur dúllari hefur risið
upp úr gröf sinni, þvi það er aftur
komið dúll og nú af segulbandi,
sem eeneur i hrinei.
Manifesto: ,,Dúlla, dúllaði
(framb. dúl-la) s, raula með lok-
uðum munni og skjálfandi röddu”
heimild Islenzk orðabók
Menningarsjóðs.
Súmarar eru geðugt fólk, og
þeir minna þig oft á báfættar
brúður, sem segja ekkert nema
með nærveru sinni og þúsund
milna djúpum augunum, sem eru
úr gleri, og þú spyrð eftir sann-
leikanum i húsinu.
Ljóðtáknasýning?
Hvernig er ljóðasýning?
Hvernig sýnir maður það, sem
ekki sést?
Guðbergur Bergsson tekur ljúf-
lega á móti öllum, sem koma inn,
en þvi miður veit hann ekki held-
ur, hvernig maður sýnir það, sem
ekki sést, en við sjáum ólguna
eins og blæðandi hafsjó i augum
hans, þegar hann skýrir mynd-
efnið og kennir okkur á vélarnar,
og skýrir fyrir okkur stálbandið
sem gengur i hringi og geymir
draumana. Það eru ljóð-hljóð.
Dúllið, sem er hvorki söngur, né
orð, og allra sizt kannske tónlist.
Heldur eitthvert millistig þess
alls, eða andvarp frá barkanum
og svefninum.
Hann nefnir þetta „verk” og
talar um, að hann hafi „flutt
verk” og muni flytja „verk”, og
það leynir sér ekki, að hann talar
af nokkru steigurlæti um list sina.
Svo lætur hann fallast i mjúkan
stól bakvið.
Andvörpin frá stálbandinu ber-
ast gegnum vegginn, eins og verið
sé að höggva með öxinni i hausinn
á Trotsky, og það þarf að höggva
nokkuð oft til að fullgera verkið,
og það korrar I morðingjanum á
meðan, en svo heyrist lágur
brestur, eins og þegar nýorpið
egg er látið falla á steingólf....en
svo breytast ljóð-hljóðin aftur,
þegar flóðhestur fer i bað og
leitar lengi að sápunni sinni i
gruggugu vatninu.
Skáldið hlustar lika.
— Þetta, segir hann, er ný list-
grein. Ef það er þá á annað borð
listgrein. Pappirinn i myndunum
er búinn til úr blómum. Svona
pappir fæst aðeins i útlöndum, og
segja má, að þessi list sé komin
frá fólki, sem býr til sinn pappir
úr ilmandi blómum, en ekki úr
sorpi, eins og gert er á tslandi,
bætum við við i huganum. Ljóð-
hljóðin eru yngri en ljóðtáknin,
sem eru margra aldra gömul. Ég
bý til öll hljóðin sjálfur, sem eru á
segulbandinu. Ég sef alltaf við
opið segulband, eins og aðrir
menn sofa við opinn glugga og
ljóðin korra ég milli svefns og
vöku. Næs svefni en vöku. Þetta
verk, sem nú er verið að flytja, er
súrrealistiskt. Sum eru hinsvegar
hreinn realismi. Þá hefi ég segul-
bandstækið opið alla nóttina, og
það ritar niður þjáninguna og
marrið i fjöðrunum, þegar ég sný
mér i svefni. Siðan geng ég út i
bæinn og ber tækið inni á mér
undir kápunni. öll aukahljóðin i
borginni koma fram og eru tekin
með og ég tala látlaust og umla.
Þannig get ég ritað niður heilan
dag. Allt er með: bremsuhljóðin,
regnhljóðið og kaldur vindurinn
og regnið. Þetta er realismi. Auð-
skilinn hverjum sem er. Svo get
ég klippt stálbandið og spilað i
bútum og þá breytist stillinn i
súrrealisma, og ef ég hreyfi efnið
til og flyt það, verður ljóðið
absúrd, þvi atburðarásin hefur
raskazt...
Ung stúlka kemur inn og hann
þarf að kenna henni á myndvörp-
una og þarf að láta hana leika sér
að alla vega litum spjöldunum og
hún horfir á hann með aðdáun,
eins og ungan guð, og við flögr
um um salinn hljóð og dapurleg.
í horninu er bænavélin og þar
er lika mynd af guðinum, sem er
úr tré og hefur stór kynfæri. Jón
Gunnar bjó til þennan guð handa
skáldinu, sem segist trúa á hann,
guðinn. Jón var einu sinni járn-
smiður og þvi skyldi járnsmiður
ekki geta búið til guð. Jesú var
trésmiður. Jón bjó sinn guð samt
til úr tré, en ekki járni, þótt
undarlegt megi heita. Kannske
hefði hann heldur átt að hafa
hann úr járni. Tréguðir fúna og
regnið og vindurinn feykja þeim
burt. Að visu ryðga járnguðir, svo
það er ekki vist að munurinn sé
svo mikill, þegar á allt er litið, og
þegar stúlkan var farin, héldum
við áfram talinu, og ég fór að
biðja hann að skrifa fyrir mig um
það, hvernig maður fer að þvi að
sýna það, sem ekki sést, en hann
hristi aðeins höfuðið ljúfmann-
lega.
— Ef þú vilt gefa út Timann á
kasettum, 20.000 kasettum, á
sunnudegi, þá skal ég segja þér
þetta. Segja þér allt um draum-
ana „og hinn hreina tón”, eins og
þú kallar það. Og svo fór hann að
segja mér frá furðulegum bókum,
sem koma út i Frakklandi.
Bækurnar voru búnar til i Paris i
tilefni af bókaári Sameinuðu
þjóðanna. Þær eru ekki á Gúten-
bergslinunni þessar bækur. 1
þeim eru engir stafir og þær lita
ekki einu sinni út eins og bækur.
Þær eru samt heimsins sönnustu
bækur, fullar af tærum sannleika
og fögrum. Aldrei hafa svo
fjaðurmagnaðar og sannar bækur
fyrr verið gerðar i Paris, og okk-
ur kemur i hug að eins og nú þarf
skuttogara inn á hverja krumma-
vik, þá muni nýja hljóðaljóðlistin
og ljóðtáknin þurfa sina bók og i
þeirri bók verða engir stafir held-
ur....
Skilgreiningin á raunsæisstefnu
i dúlli og súrrealisma i dúlli,
minnir okkur ef til vill dálitið á
hann gamla Holberg, þegar hann
lætur lærða soninn „sanna”, að
móðir hans sé úr steini. Kappræð-
an, diskussion lærðra manna, er
kannske að endurfæðast með
stálböndum og tréguðum og
blómapappir og öllu mögulegu,
sem notað er til að sýna það, sem
ekki sést, og svo er bara „sann-
að” á eftir, að manneskjan finni
til. Og við verðum svolitið hrædd,
eins og gamla konan hjá honum
Holberg varð, þegar búið var að
„sanna”, að hún væri úr steini.
Þeir, sem ætla upp á toppinn,
verða að haf aðra stefnu en við.
Þeir hljóta þvi að reikna mikla
drift á stefnu sina, og hugsanir
þeirra hljóta að beinast i nýja
rás. Skáiið hefur gert margar
uppgötvanir og ein er sú, að mað-
urinn hugsi i mörgum rásum
samtimis. Skáldið hugsar ekki
um gasreikinginn sinn i sömu rás
og lifsgátuna. Þannig er mannleg
hugsun i mörgum farvegum, þótt
fljótið sé eitt.
Að lokum.
Guðbergur Bergsson hefur ekki
sannað okkur með þessari sýn-
ingu, að hægt sé að sýna ljóð.
Ekki einu sinni með bænavélum,
eða niðursuðudósum með niður-
lögðum bænum. Ekki heldur með
pappir, sem búinn er til úr blóm-
um, eða með segulböndum og
dúlli. Að þrátt fyrir allt sé hægt að
sýna það sem ekki sést. Það eitt
að látast sjá þetta væri mjög
óheiðarlegt. Þetta er sjarmerandi
sýning þrátt fyrir allt og vekur
spurningar um normalbrauðið,
sem er hvorki franskbrauð, né
rúgbrauð, en brauð samt. Jafnvel
táknræn verk eins og rottugildra
og peningar, sem oltið hafa úr
krús, fara fyrir ofan garð og neð-
an hjá okkur, vegna þess hve
samhengið er óljóst. Við erum af
þjóð, sem telur sig þurfa að skilja
alla hluti. Silja listina og skilja
guð. Við erum þjóð, sem býr til
pappir úr skit, en ekki blómum,
og þess vegna er kannske verrra
að sýna svona á tslandi, jafnvel
fyrir geðþekkar manneskjur og
stór börn. — Og við spyrjum okk-
ur sjálf:
Hvað hugsar Guðbergur Bergs-
son? Ekki efast ég að minnsta
kosti um einlægni hans. Og það
bezta, sem maður getur gert, er
liklega að stela af sýningunni þvi
eina, sem er á Gútenbergslinunni,
sem sé bæninni til tréguðsins
hans Jóns Gunnars, sem er þann-
ig að neðan eins og hann ætli sér
upp á eitthvað:
29. ávarp
Freyr, i lýsing er lagt i hinztu för
úr dimmri vörinni.
Freyr, i stafni skipsins situr
gamalmennið og faðmar grjótið.
Freyr, vindar og veður stjórna
för höfuðlausrar tungunnar.
Freyr, sjá dagurinn fæðist.
Það mun reika á skipi um höfin i
myrkri birtu
i hjálmi höfuðsins glymur sem
hamar á steðja.
Freyr, hvers vegna berst skær
frosthljómur yfir jörðina,
þegar veik sýn hugar lýstur
gljúpa tunguna?
Það er aðeins boðið heim i höll
þess höfuðs, sem nú þegir
(Freyr, ekki eiga öll höfuð heima
á hálsi.
Freyr, sum höfuð eru frjáls),
og það sigur áléttriíjöður skipsins
út á mið fjarðarins
og hringsólar um dimmt hafið
borið af straumum
unz einhver aldan tekur guðinn i
fang sér
og færir höfuðið til hvildar i
dumban faðm fjarðarkjaftsins.
Þetta er góður texti, svo um
hæfileikana verður ekki villzt.
Sýningin hefur samt ekki
heppnazt, þvi ekki skapast nein
tengsl. Dómurinn, sem hér er
skrifaður hefur ekki heppnazt
heldur. Kannske myndi hann
heppnazt betur, ef Timinn væri
gefinn út á kasettu. Kannske er
lika svo komið, að gagnrýnandinn
verður að halda aðra sýningu til
að túlka verkin. Gútenbergslinan
nær ekki alla leið. 011 fegurð er
einföld, segir meistari Þórberg-
ur. Sannleikurinn verður aðeins
sagður i einföldum orðum. Sann-
leikur Guðbergs Bergssonar er
ennþá of flókinn. Hinn eini sanni
tónn er ekki hreinn — en við þökk-
um samt fyrir okkur.
Jónas Guðmundsson.
Heimsókn í Gallerie Súm d sýningu Guðbergs Bergssonar
Brezkir hagfræðinemar
styðja íslendinga
Of einhliða túlkun í útvarpinu
— segir i samþykkt
14STODENTAR i viðskiptafræði-
deild Háskóla tslands dvöldu i
London 6. til 13. febrúar i boði
stúdentafélags London School of
Ecomomics. Tilgangur gestanna
var að kynnast starfsemi og
kennsluskipulagi háskólans. Þá
notaði hópurinn tækifærið til að
kynna málstað Islendinga i land-
helgisdeilunni.
Það vakti athygli Islendinga
hve vel stúdentar i háskólanum
voru upplýstir um málið. A
almennum stúdentafundi við
skólann, sem haldinn var 9. febr.
var lögð fram eftirfarandi tillaga
að frumkvæði viðskiptafræði-
nema og samþykkt með yfirgnæf-
andi meirihluta:
„Fundurinn lýsir yfir stuðningi
sinum við baráttu Islendinga við
stórveldi Evrópu. Fundurinn
álitur að fiskveiðideilan við Is-
land sé aðeins einn þáttur þess
vanda, sem riki sem byggja
afkomu sina á einni meginfram-
leiðslugrein, eiga við að etja. Þau
riki hafa sérstaklega orðið fyrir
barðinu á nútima nýlendustefnu
kapitalisku stórveldanna.
Fundurinn lýsir ennfremur yfir
stuðningi við hliðstæða baráttu
þjóða Peru, Kina, Kolumbiu,
Argentinu, Færeyja og Græn-
lands.”
Einnig gafst tækifæri til að
leggja spurningar fyrir Peter
Walker, viðskipta- og iðnaðar-
málaráðherra Bretlands, á fundi,
er hann hélt með nemendum
London School of Economics. Þar
var greinilegt að málstaður Is-
lendinga naut mikils fylgis
fundarmanna.
FUNDUR Félags fslenzkra rit-
höfunda, haldinn að Hótel Esju
hinn 15. febrúar 1973, samþykkir
svofellda ályktun:
„Þar sem bæði sjónvarp og út-
varp eru rikiseign og rfkisrekin
fyrirtæki, er þeim, öðrum fjöl-
miðlum fremur, skylt að ástunda
hlutleysi i málflutningi sinum.
Einkum skiptir miklu, að til
stjórnar á menningarþáttum
þessara stofnana veljist hverju
sinni fólk, sem er þekkt að viðsýni
og hleypidómaleysi og er ekki
baráttufólk i stjórnmálasamtök-
um. Harmar fundurinn, að
undanfarið hefur borið á þvi, að i
menningarþáttum, svo sem bók-
mennta- og barnatimum, hefur
gætt ósæmilegra kreddukenninga
stjórnmálalegs eðlis, sem verður
að kalla stjórnendur fyrrgreindra
F.I.R.
þátta tií ábyrgðar fyrir.
Fundurinn vill þvi i fullri vinsemd
beina þvi til stjórnenda fyrr-
greindra stofnana, að það er
ábyrgðarhluti að afhenda full-
trúum ofstækisfullra minnihluta-
hópa óeðlilega mikið vald við
stjórnun einstakra menningar-
þátta, er nota aðstöðu sina til
framdráttar hugðarefnum, sem
frekar eiga heima i sérlegum
málgögnum en stofnunum, sem
eru á framfæri alþjóðar.
Fundur FÍR, haldinn 15.
febrúar 1973 á Hótel Esju, skorar
á hið háa Alþingi, að það sam-
þykki hið fyrsta að fella niður
skatt af heiðurslaunum til lista-
manna.
Fundur FIR, haldinn 15.
febrúar á Hótel Esju, fordæmir,
að ekki skuli hafa komið til sam-
svarandi hækkunar á heildar-
upphæð listamannalauna og
undanfarin ár. Telur félagið, að
sizt ári nú til þess að fella þessa
hækkun niður, auk þess sem sú
rikisstjórn,sem nú situr að völd-
um, hefur i orði kveðnu verið talin
sérstaklega hlynnt listamönn-
um”.
Flæmir
„Ég sting upp á þvi, að eldfjall-
ið nýja i Vestmannaeyjum verði
nefnt Flæmir”, sagði Fanney
Gunnarsdóttir, sem hringdi til
blaðsins i gær.
„Það er nafn, sem má til sanns
vegar færa: Gosið hefur flæmt
fólk burt, hraunstraumarnir
flæmast um eyja og langt i sjó
fram”.