Tíminn - 24.02.1973, Side 10
10
TÍMINN
Laugardagur 24. febr. 1973.
Hér skal enginn dómur á það
lagður, hvort maðurinn hefur
nokkru sinni þessi orð mælt. Vel
geta þau aðeins verið aulafyndni
pólitiskra andstæðinga hans. Hitt
er vist, að þótt ummælin séu rétt
eftir höfð, þá eru þau minna öfug-
mæli en ætla mætti að óathuguðu
máli.
Frá ómunatið hefur sú bjálfa-
lega hjátrú viðgengizt að lita nið-
ur á hunda. Gyðingar hinir fornu
höfðu á þeim fyrirlitningu og hjá
islenzkur hundur, „...glaður, tryggur, meinlaus, námfús og á létt með að læra...”
oftast ævina á enda — þangað til
þeir einn góðan veðurdag taka
upp á þvi að leggjast i flakk og
koma kannski ekki heima svo
dögum eða jafnvel vikum skiptir .
.........Slikt háttalag þekkist
hvergi nokkurs staðar á byggðu
bóli, nema á Islandi. . . . Að það
skuli ekki þurfa annað en að ein
tik sé lóða, til þess að allt i einu sé
kominn utanum hana heill skari
vonbiðla — og svo tekur öll hers-
ingin að flakka um sveitina, einna
Er hundurinn húsdyr?
FYRIR RÖSKUM þrjátiu árum voru þau um-
mæli höfð eftir merkum forystumanni is-
lenzkra þjóðmála, að hann efaðist um, að
hundar væru húsdýr.
mörgum öðrum þjóöum voru þeir
i harla litlum metum. Meira að
segja vesalings litlu Islendingar
reyndu aö láta ekki sitt eftir
liggja. Þeir tala um hundaveður,
hundalif og mannhund — það sem
illt er, skal vera við hunda kennt.
*
Hirðuleysi
Og íslendingar gerðu reyndar
dálitið meira en aö pota þessum
ósæmilegu orðum inn i móðurmál
sitt. öldum saman reyndu þeir að
neita þeirri staðreynd, að hund-
urinn væri húsdýr. Þaö þótti ekki
tiðindum sæta, þótt hundur væri
horaöur og hungraður, og þótt
mörgum fjármanni og smala hafi
þótt vænt um hund sinn og verið
honum góðum, var eins vist, að
hann væri einn um þaö.
En hversu mjög sem ein-
staklingar kunna að hafa verið
misjafnir með þetta sem annað,
þá er hitt vist, að þjóðfélagið —
hið þúsund ára islenzka bænda-
samfélag — hefur fram á þennan
dag ekki þorað að viðurkenna það
til fulls, að hundurinn væri hús-
dýr. Það hefur verið litið á það
sem illa en óhjákvæmilega nauð-
syn, að hundar flakki umhirðu-
lausir dögum og jafnvel vikum
saman. Flökkuhundurinn er
nærri þvi eins samgróinn íslend-
ingum og ferskeytlan.
Dómur yfirdýra-
læknis
Um þetta væri hægt að skrifa
langt mál, en hér verður látið
nægja að vitna til greinar, —
samtals við Pál Agnar Pálsson,
yfirdýralækni —, sem birtist i
Sunnudagsblaði Tímans 22.
nóvember árið 1970. Þar segir
yfirdýralæknir meðal annars:
,, . . . Við komumst þó ekki
framhjá þvi, að hér er um metn-
aðar- og menningarmál að ræða.
Það mun vera einsdæmi i allri
veröldinni, að þjóð sem i þúsund
ár hefur lifað nær eingöngu á
sauðfjárrækt, skuli aldrei hafa
haft rænu á þvi að rækta fjár-
hundakyn. Vitanlega þyrfti að
hafa sama form á þessu og með
hestana: Velja kynbótahunda, en
gelda hina. Þetta er auðvelt að
gera, án þess að fjör eða fjár-
hundskostir hunsins skerðist, sé
það aðeins gert nógu snemma. Sá
hvolpur, sem er vanaður strax og
unnt er, hleður ekki á sig offitu.
Fyrir þessu er reynsla, þvi að
þetta hafa margir menn prófað á
hundum sinum, en auk þess er
það liffræðileg staðreynd. Islend-
ingar hafa aftur á móti haft þann
hátt á, að láta hunda sina slarka
óvanaða fram eftir öllum aldri —
likast villidýrahjörð — að þetta
skuli geta gerzt hjá þjóð, sem hef-
ur stundað landbúnað i meira en
þúsund ár — já, sliku er erfitt að
kyngja. Það er skömm að þessu
vegna þess, að islenzki hundurinn
er svo einstaklega vel út garði
gerður frá náttúrunnar hendi.
Hann er glaður, tryggur, mein-
laus, námfús og á létt með að
læra, sé kennslunni rétt hagað”.
íslenzkir
hunda,,vinir”
Þetta voru orð Páls yfirdýra-
læknis, og mun enginn, sem þann
mann þekkir. leyfa sér að draga I
efa réttmæti orða hans. Það vill
lika svo vel til, að flest sem þarna
er sagt, er aðeins það, sem við öll
vitum, sem alin erum upp i sveit
og höfum kynnzt þessum hlutum
frá barnæsku. En yfirdýralæknir
kemur miklu viðar við i samtal-
inu, og er full ástæða til þess að
benda öllum, sem láta sig hús-
dýrahald á Islandi einhverju
varða, á að lesa það vandlega.
Það er svo i ágætu samræmi við
alla öfugþróun i þessum málum
hér á landi, að nú skuli vera upp
risinn félagsskapur á Islandi,
sem heitir Hunda vinafélagið og
var að sögn stofnað til þess að
berjast fyrir hundaeldi i höfuð-
stað landsins. Vináttan skyldi
lýsa sér I þvi að kúldra hundana
inni i stofum — i bezta falli tjóðra
þá úti á lóð — og rölta svo með þá
i bandi um göturnar, þar sem þeir
mega ekki stanza til þess að
gegna nauðþurftum sinum, og
helzt hvergi koma, til dæmis inn i
búðir eöa skrifstofur.
Auðvitað er fyrirmyndin er-
lend. Það dylst ekki. Það stóð
ekki heldur á þvi, að sumir út-
lendingar tækju upp hanzkann og
reyndu að leggja hunda,,vinun-
um” lið, og eru gáfulegar fréttir
Sleðahundar kúra i snjónum og eru að láta fenna yfir sig. Sumir mega heita komnir í kaf. „Þar sem ekki
er hægt að koma hestum við, kemur hundurinn að góðum notum.” A snjóauönum norðurhjarans er hann
eina húsdýrið, — og ómissandi.