Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 6
6 13. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR VATNSNOTKUN Notkun Reykvíkinga á heitu vatni í algjöru lágmarki. Að sögn Guðmundar Þóroddsson- ar, forstjóra Orkuveitu Reykja- víkur, nota Reykvíkingar á sum- rin að jafnaði einn þriðja þess heita vatns sem þeir nota yfir vetrarmánuðina. „Í janúar í ár notuðum við 7,6 milljónir rúmme- tra af heitu vatni en í júlí notuðum við 2,9 milljónir,“ segir Guðmund- ur. „Mesta aukningin er vegna vökv- unar en þetta hefur ekki skapað nein vandamál,“ segir Jón Óskars- son hjá Orkuveitum Reykjavíkur en Reykvíkingar hafa aukið kaldavatnsnotkunina nokkuð síð- ustu daga vegna veðurblíðunnar. „Áður fyrr varð vatnsskortur í þurrkum og við gátum lent í vand- ræðum þegar menn byrjuðu að vökva en við erum með betra kerfi í dag og þetta veldur engum vandræðum.“ Í fyrradag var slegið hitamet í ágústmánuði um allt land og hita- met í Reykjavík er einnig fallið. Víða um land er lítið í lækjum og sprænum vegna góðviðrisins og á Austurlandi tæmast jafnvel vatnsból á stöku bæjum og sumar- húsum vegna þurrka. ■ FANGELSISMÁL Sextán refsifangar voru vistaðir utan fangelsis í lok júlí, þar af tveir á sjúkrahúsi. „Með fenginni reynslu hefur slík- um vistunarúrræðum verið beitt í auknum mæli. Allir fangar hafa möguleika á vistun utan fangelsis að hluta, uppfylli þeir sett skil- yrði,“ segir Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Til að fangar fái tímabundna vistun utan fangelsis þurfi að vera hægt að treysta þeim, segir Valtýr, því gæsla sé aðeins innan fangelsanna. Fangarnir eru metnir af starfsmönnum Fang- elsismálastofnunar og hjá sál- fræðingi. Sé um meðferðar- úrræði að ræða þarf að vera góð von um bata. Tólf til þrettán fangar fá að jafnaði vistun á Vernd við lok af- plánunar. Valtýr segir að litið sé á vistun þar sem undirbúnings- tíma áður en fangarnir fara aftur út í þjóðfélagið. Vistun þar getur verið frá þremur vikum í allt að átta mánuði þegar refsing er sex ára fangelsi og þegar fangi hefur afplánað að minnsta kosti einn þriðja hluta refsingar. Áður en fangar fá að fara á Vernd þurfa þeir að vera komnir með vinnu sem þeir annað hvort finna sjálf- ir eða fá aðstoð við að finna. Skil- yrðum um útivistartíma þarf að fylgja án undantekninga auk þess sem öll neysla vímuefna er óleyfileg og við minnsta brot fara fangar aftur í fangelsi. Val- týr segir um fimm fanga á ári vera flutta frá Vernd og í fang- elsi vegna brota á reglum. Fangar geta farið í vímuefna- meðferð á þremur stöðum. Að meðaltali eru tveir til þrír fangar í meðferð hjá Byrginu, ekki þó lengur en í sex mánuði. Að þeim tíma liðnum fara fangarnir aftur í fangelsi sé refsitíma ekki lokið. Hjá SÁÁ er einn til tveir í með- ferð hverju sinni og tveir til þrír í Hlaðgerðarkoti. hrs@frettabladid.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR TVEGGJA ÁRA BARN BRENNDIST Á FÆTI Drengur á þriðja ári brenndist illa á fæti þegar hann steig ofan í heitt vatn í grennd við gufubað á Laugarvatni. Hann var fluttur með sjúkrabíl frá Laugarvatni í átt til Reykjavíkur en slökkviliðsbíll frá Reykjavík ók til móts við hann og flutti drenginn á brunadeild Landspít- alans við Hringbraut. ÞRJÚ ÚTKÖLL Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var þrisvar kall- að út aðfaranótt fimmtudags. Rétt fyrir eitt var kveikt í rusla- gámi við Langholtskirkju. Skömmu síðar barst tilkynning um vatnsleka í Vesturbergi. Seinna var kveikt í rusli á víða- vangi fyrir ofan Vífilsstaði en slökkt var í því á skömmum tíma. GEORGE W. BUSH Forsetinn á mikið fylgi meðal strangtrúaðra Bandaríkjamanna. Flokksþing repúblikana: Trúarhópum ekki boðið NEW YORK, AP Leiðtogar strangtrú- aðra evangelista í Bandaríkjunum hafa ekki fengið boð um að koma á landsþing repúblikana sem hefst eftir þrjár vikur í New York. Gætir nokkurrar spennu vegna þessa en strangtrúarhópar hafa fylgt Repúblikanaflokknum að málum og höfðar George W. Bush mjög til þessara hópa. Sérfræðingar telja að repúblikanar vilji forðast þá ímynd að strangtrúaðir íhalds- menn ráði för í flokknum. Fram undan séu mjög jafnar kosningar og flokkurinn þurfi að horfa til breiðari hóps kjósenda. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,10 -0,55% Sterlingspund 130,31 -0,21% Dönsk króna 11,73 -0,20% Evra 87,20 -0,22% Gengisvísitala krónu 121,42 -0,45% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 264 Velta 1.337 milljónir ICEX-15 3.185 0,36% Mestu viðskiptin Actavis Group hf. 569.853 Grandi hf. 131.152 Samherji hf. 128.008 Mesta hækkun Samherji hf. 8,11% Grandi hf. 7,50% Fjárfestingarfélagið Atorka 2,56% Mesta lækkun Afl fjárfestingarfélag -1,90% Marel hf. -0,88% Flugleiðir hf. -0,63% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 9.857,6 -0,81% Nasdaq * 1.760,8 -1,21% FTSE 4.328,1 0,37% DAX 3.658,1 -0,57% NIKKEI 11.049,5 0,88% S&P * 1.028,1 -0,19% * BANDARÍSKAR VÍSITÖLUR KL. 16.25 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir sjávarútvegsráðherraBreta, sem er hér til að kynna sér fiskveiðistefnu Íslendinga? 2Hvað er talið að öryggisgæsla viðÓlympíuleikana kunni að kosta? 3Hvað heitir nýr framkvæmdastjóriMannréttindaskrifstofu Íslands? Svörin eru á bls. 38 www.icelandair.is/kaupmannahofn Í Kaupmannahöfn sameinast glæsileiki og lífsgleði. Heimsþekkt söfn, sögufrægar byggingar og listviðburðir eru meðal þess sem nærir anda ferðamannsins en ekki er síður vinsælt að slaka á með Tuborg og ekta dönsku smurbrauði. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina *Hotel Selandia á mann í tvíbýli 23.-25. okt., 12.-14. nóv., 14.-16. jan., 4.-6. feb., 4.-6. mars. Innifalið: Flug, gisting í 2 nætur m. morgunverði, flugvallarskattar, þjónustugjald og eldsneytisgjald. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Fyrir handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair. Jafnvirði 5000 kr. Gildir til 1. september. Verð frá 29.540 kr.* Lífsgleði og glæsileiki ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 25 37 0 0 7/ 20 03 FRÁ NAUTHÓLSVÍK Áður fyrr var mikið álag á vatnsveitu borg- arinnar í mikilli veðurblíðu. Veðurblíðan dregur úr notkun á heitu vatni: Þrefalt minna notað á sumrin FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Ó LA FANGELSIÐ Á LITLA-HRAUNI Fangar á Litla-Hrauni hafa möguleika á að fara í meðferð, tímabundið í afplánuninni, en að henni lokinni þurfa þeir að snúa aftur í fangelsið. M YN D /A P Aðeins traustsins verðir utan múra Sextán fangar voru vistaðir utan fangelsis. Tveir voru á sjúkrahúsi en aðrir vistaðir á Vernd, Byrginu, SÁÁ og í Hlaðgerðarkoti. Vistun á Vernd er aðeins í lok refsitíma en meðferð utan fangelsis er leyfð tímabundið. VALTÝR SIGURÐSSON Valtýr segir að með fenginni reynslu hafi fleiri fangar fengið vistun utan fangelsis á Vernd eða í meðferð. FLÓÐAHÆTTA Í HIMALAYA Ind- verski herinn er í viðbragðsstöðu vegna flóðahættu í Himalaya- fjallgarðinum. Skriðuföll hafa búið til stöðuvatn en óttast er að vatnið muni steypast niður fjalls- hlíðarnar og skapa hættu fyrir tugþúsundir manna. MANNSKÆÐUR FELLIBYLUR Að minnsta kosti 22 létu lífið og meira en 1.000 manns slösuðust þegar fellibylurinn Rananim gekk upp að suðausturströnd Kína í gær. Rananim er öflugasti fellibylurinn það sem af er árinu á þessum slóðum. ■ ASÍA HAGNAÐUR JARÐBORANA EYKST Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa Jarðboranir hf. hagnast um 178 milljónir króna. Á sama tíma- bili í fyrra var hagnaðurinn 75,3 milljónir. Það sem af er ári hafa hlutabréf í félaginu hækkað um tæp nítíu prósent. ■ VIÐSKIPTI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.