Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 23
Um mánaðamótin kom í sölu í Vínbúðum
ítalska kassavínið Primaverina Rosso. Vínið er
blanda af kunnuglegum sérítölskum þrúgum;
negroamaro, sangiovese og montepulciano,
þannig að ítalskara gerist það nú varla. Vínið
er þægilega milt og ljúft með léttum og góð-
um ávaxtakeim bæði í angan og bragði.
Þokkalega langt eftirbragð sem skilur eftir sig
þurran og ljúfan ávöxt með vott af eik. Þrúg-
urnar eru ræktaðar á vínvið sem er allt að 30
ára gamall og hefur því náð að þroskast vel
og mynda afgerandi einkenni.
Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni
og kostar 2.990 kr.
Primaverina Rosso
Ítalskara
gerist það ekki
3FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2004
[ NÝ BÓK ]
Opið frá kl.10 -19 alla daga vikunnar.
Hundruðir titla af tónlistar DVD á betra verði
Þúsundir titla af geisladiskum á góðu verði
(við hliðina á Fálkahúsinu)
að Suðurlandsbraut 8
Glæsilegur
sumarmarkaður
VERIÐ VELKOMIN OG GERIÐ GÓÐ KAUP
Föstudaginn 6. ágúst til sunnudagsins 15. ágúst.
Aðeins 3 dagar eftir lokum á sunnudag
Nýtt í Vínbúðum
Hið virta víntímarit Wine Spectator heldur úti afar fróðleg-
um vef um vín. Þar eru þúsundir vína til umfjöllunar í viku
hverri og valin bestu vínin. Í þessari viku var þýska hvítvínið
Dr. Loosen Riesling 2003 valið sem bestu kaupin og vín vik-
unnar. Vínið fékk mjög góða dóma, 87 punkta af 100
mögulegum í einkunn. Vínið er í kjarna í vínbúðum ÁTVR
og kostar 890 krónur, sem verður að teljast einstakt fyrir vín
í þessum gæðaflokki. Vínið, sem einkennist af perum og
sítrusávöxtum, er mjög ferskt og frábært að njóta þess í
góða veðrinu sem leikur við landsmenn þessa dagana.
Blaðamenn Wine Spectator mælast til þess að vínsins sé
neytt nú, það sé á hárréttum tíma í þroska.
Verð í Vínbúðum 890 kr.
Dr. Loosen Riesling
Bestu kaupin
hjá Wine Spectator
Vín vikunnar
Fjörutíu ferskar og girnilegar salatupp-
skriftir eru samankomnar í nýútkominni
bók sem nefnist einfaldlega Sumarsalöt.
Þar eru lyklar að heitum salötum og
köldum, bæði matarmiklum og léttum og
hráefnistegundirnar eru fjölbreyttar.
Bókin gefur því hugmyndir að margvís-
legum máltíðum,
enda möguleik-
arnir óendanlegir
þegar salöt eru
annars vegar.
Ritstjóri er
Margrét Þóra
Þ o r l á k s d ó t t i r,
sem var ritstjóri
matarklúbbsins
Af bestu lyst um
árabil. Hún hefur safnað uppskriftunum
víðs vegar að. Má nefna Kaliforníusalat
með kjúklingi og mangó, Austurlenskt
salat með stórum rækjum og Miðjarðar-
hafssalat með glóðuðu grænmeti. Lit-
skrúðugar ljósmyndir eru eftir Kristján
Maack og Guðmund Ingólfsson og Vaka-
Helgafell gefur bókina út.
Hér kemur ein uppskriftanna. Hún er
ætluð 8-10 manns.
Í kjölfar góðviðrisins sem hefur tröllriðið landinu þetta sumarið má bú-
ast við magnaðri berjasprettu í móum sveita og einnig á runnum bæj-
arbúa. Þegar er farið að glitta í ber og sást til þroskaðra bláberja og
krækiberja á Norðurlandi um verslunarmannahelgina. Á Íslandi vaxa
eftirtaldar tegundir villtar: bláber,
aðalbláber, krækiber, skollaber
og hrútaber. Í görðum
landsmanna vaxa svo
jarðarber, reyniber,
rifsber og sólber.
Flest þessara berja er
hægt að nota í sultur,
hlaup eða saft og sjálf-
sagt til víngerðar þótt
ekki sé beint hefð fyrir því
hér á landi að brugga berjavín,
nema þá helst úr krækiberjum. ■
Krækiber eru nýtanleg til margra hluta.
Það ber ekki á öðru:
Berin eru sprottin!
Fjörutíu brakandi sumarsalöt
Mexíkósalat - á hlaðborðið
2 avókadó (afhýdd og steinninn tek-
inn úr)
1 krukka þykk salsasósa (medium)
1 haus rauð salatblöð
700 g kjúklinga- eða kalkúnakjöt (í
ræmum)
fajitakrydd
1 poki tortilla-flögur (brotnar í litla bita)
2 dósir svartar baunir (skolaðar og sigtaðar)
4 vorlaukar
1 græn paprika
100 g cheddarostur (rifinn)
salt og nýmalaður pipar
Afhýðið avókadó, skerið í tvennt og fjarlægið steininn. Setjið kjötið
í skál og merjið með gaffli. Bætið 1/3 af salsa-sósunni saman við
og hrærið saman. Saltið og piprið. Kryddið kjúklingaræmurnar
með fajita-kryddblöndu og steikið á pönnu í örlítilli olíu. Kælið.
Rífið salatblöðin gróft og setjið helminginn af þeim í skálina sem
bera á salatið fram í. Því næst fer helmingurinn af kjötinu í skál-
ina, tortillaflögur, baunir, vorlaukur, paprika og ostur. Helmingurinn
af avókadómaukinu og helmingurinn af salsasósunni er sett ofan
á. Þetta er því næst endurtekið í sömu röð og áður, með hinum
helmingnum af öllu saman. Salatið má laga þremur klukkutímum
áður en það er borið fram. Geymið í kæli. Berið gjarnan fram með
sýrðum rjóma.
Mexíkósalat.