Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 40
13. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR „Upphafstónleikar berjahátíðar- innar eru í kvöld með kammer- sveitinni Ísafold. Það verður svo boðið upp á kampavínsveitingar í hléinu enda kampavínið berja- afurð,“ segir Örn Magnússon, skipuleggjandi hátíðarinnar. Dagskráin stendur alla helgina en laugardagurinn verður helgað- ur börnunum. „Þorvaldur Þor- steinsson mun lesa um Blíðfinn fyrir börnin en í tengslum við það verða flutt tónverk sem tengjast listsköpun hans. Tónlist úr Skila- boðaskjóðunni og verk eftir 11 ára dreng að nafni Halldór Bjarki en Þorvaldur pantaði tónverk hjá honum.“ Hátíðin er að sögn Arnar vel sótt af Ólafsfirðingum auk þess sem fólk alls staðar að mætir í fjörðinn. „Fólk er þegar byrjað að streyma að enda dásamlegt veður hjá okkur.“ Helena Jónsdóttir dansari mun einnig frumflytja nýtt dansverk á laugardaginn á hátíðinni og á sunnudagskvöldið verður berjablátt lokakvöld í Tjarnarborg og segir Örn það vera á léttu nótunum. ■ ■ TÓNLISTARHÁTÍÐ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 10 11 12 13 14 15 16 Föstudagur ÁGÚST ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Paul Lydon heldur tónleika í versluninni 12 Tónum, Skóla- vörðustíg 15. Tónleikarnir fara fram utanhúss ef veður leyfir.  20.30 Upphafstónleikar Berjadaga í Ólafsfirði verða haldnir í Ólafs- fjarðarkirkju. Flutt verða verk eftir Mozart, Beethoven og Debussy.  21.30 Hljómsveitin Nineelevens spilar í Edenborgarhúsinu á Ísa- firði. Spastískur raunveruleiki hitar upp.  21.30 Tónleikar með hljómsveitinni Schpilkas og Ragnheiði Gröndal í Deiglunni, Akureyri.  22.00 Breska hljómsveitin Labarat og bandaríska sveitin Outcold spila á Grand Rokk ásamt Drepi, Tenderfoot og Lights of the Highway.  22.00 Gummi Jóns leikur og syng- ur eigin lög, einn síns liðs með gítarinn, á Amor, Akureyri. ■ ■ LEIKLIST  20.30 Light Nights í Iðnó. Íslenskar þjóðsögur og sagnir fluttar á ensku. ■ ■ LISTOPNANIR  20.00 Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra opnar þrjár hönnunarsýningar í Gerðar- safni. Á efri hæð safnsins í Vestur- og Austursal verða sýningar á húsgögnum eftir tvo heimsþekkta danska hönnuði, Børge Mogen- sen og Hans J. Wegner. Á neðri hæð Gerðarsafns er svo sýning á íslenskri hönnun.  Pilippe Ricart sýnir þrautir úr tré og útsaumsmynstur í Listmunahorn- inu á Árbæjarsafni. Sýningin stendur til 25. ágúst. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Rúnar Júlíusson verður með stórdansleik á Kringlukránni ásamt rokksveit sinni.  Dj Kári á Vegamótum.  Addi Ása spilar á Rauða ljóninu.  Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í Ögri.  Vinir vors og blóma skemmta á NASA ásamt Bergsveini Arilíus- syni söngvara.  Hljómsveitin Hafrót skemmtin á Ránni í Keflavík.  Skítamórall leikur á dansleik í Egils- búð, Neskaupstað, ásamt spútnik- bandinu Oxford.  DJ Steini heldur uppi stemningunni á Café Amsterdam.  Hljómsveitin SSSól skemmtir á Players í Kópavogi.  Spilafíklarnir skemmta á neðri hæð- inni á Celtic Cross. Á efri hæðinni verður trúbadorinn Eva Karlotta.  Atli skemmtanalögga passar upp á stuðið á Hressó.  Trúbadorinn Addi M spilar á Café Catalinu, Kópavogi. ÍSAFOLD Kammersveitin er skipuð ungu tónlistarfólki og mun hún sjá um allan tónlistarflutning á berjadögum í Ólafsfirði. Berjablá tónlistarveisla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.