Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2004 „Veiðin gekk ekki vel í Soginu, við fengum bleikjur og einn lax. Það hefur ekki veiðst mikið á því svæði sem við vorum á,“ sagði veiðimaður sem var á veiðum úr Soginu fyrir fáum dögum. Á sama tíma og lítil veiði hefur verið í Soginu og ekkert allt of góð í Ölfusá hefur verið mjög góð neta- veiði í Ölfusánni, enda hafa búðir auglýst mikið að þær hafi lax úr ánni. „Það er frábært að veiða fisk á flugu í Soginu út af svæðinu en honum hefur fækkað og veiðin kemur ekki til fyrr en netin eru komin upp í ágúst. Ég hef oft fengið góða veiði í Soginu,“ sagði veiðimaður sem þekkir svæðið vel en sagðist ekki ætla þangað í sumar. Netaveiðin hefur gengið vel en lítið hefur verið veitt á stöng á svæðunum fyrir ofan netaveiði- svæðin. Fleiri og fleiri laxar lenda í netunum á hverju ári þrátt fyrir að fiskurinn sé orðinn verðlítill. Sýnt hefur verið fram á að stanga- veiddur fiskur sé miklu verðmeiri en sá netaveiddi og munar þar miklu. Þrátt fyrir það er haldið í gamla hefð og veitt áfram í netin. Ekki er vitað með vissu hvort áframhald verði á slíku hjá Veiði- félagi Árnesinga. Fleiri og fleiri veiðisögur heyr- ast á degi hverjum. Veiðimaður einn fór í silungsveiðiá fyrir skömmu og veiddi vel af silungi en lítill lax er talinn vera í þessari veiðiá. Fór hann seinni partinn að veiða og fékk strax lax og skömmu seinna annan lax í silungsveiði- ánni. Þótti veiðimanninum þetta það merkilegt að hann fór á bæinn þar sem hann hafði keypt veiði- leyfið og kvartaði yfir öllum laxin- um en fékk litla skýringu á hvers vegna hann væri í ánni þar sem bara átti að vera silungur. Annar veiðimaður fór í lax fyrir nokkrum dögum og veiddi vel en galli var á gjöf Njarðar, hit- inn úti var 25 stig og fiskurinn var soðinn áður en veiðimaðurinn gat sett hann í kælinn í veiðihúsinu. Tveir aðrir fóru í silungsveiðiá og lentu í bullandi hita og roðið fór allt af fisknum í hitanum. Þeir veiddu 25 silunga en aðeins tveir þeirra voru ekki roðlausir. ■ RÖGNVALDUR HALLGRÍMSSON Með veiði úr Hafralónsá. Síðasta holl náði 35 sjóbirtingum og sjóbleikjum og einum laxi á silungasvæðinu. Annað eins misstu veiðimennirnir. VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. VEITT Í HAFRALÓNSÁ Veiðimenn á öllum aldri hafa verið við veiðar í Hafralónsá, eins og þau Sylvía og Ragnar Rögnvaldsbörn, og þar er silungasvæðið heldur betur komið í gang. Mikið af fiski er að ganga og er silungurinn allt upp í fimm pund. Netaveiðin hefur mikil áhrif

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.