Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Hvað veit maður? Í Landmannalaugum í fyrradagsátu Ítalir í lauginni um miðja nótt og störðu upp í loftið. Mér fannst lík- legt, af einbeittum svip þeirra að dæma, að þeir hefðu setið þarna og beðið í nokkuð langan tíma. Þegar einn þeirra spurði mig hvort ég og félagi minn værum líka að bíða eftir norðurljósunum, þarna sem við sát- um í lauginni, varð ég því miður að tilkynna þeim það – og hér taldi ég mig tala af vissu þess innfædda – að norðurljósin sæust aðeins á veturna. Ítalinn brást önugur við þessu svari mínu og við töluðum ekki meira sam- an. Ég og félagi minn fórum upp úr lauginni en Ítalirnir héldu áfram að stara upp í loftið. VIÐ GEYSI í Haukadal stóð Aust- urríkismaður við hliðið inn á hvera- svæðið og sagði samlöndum sínum að það væri alls ekki ráðlegt að fara mikið lengra inn á svæðið, jafnvel þótt það væri göngustígur og allt það. Hverirnir væru jú hættulegir og það væri bara ágætt að taka myndir af þeim þarna frá þjóðvegin- um. Hann var alveg viss um þetta. Samlandar hans fóru að vísu lengra og gengu göngustíginn í átt að Strokki, en besservisserinn stóð eft- ir og tók myndir að handan. MÉR FANNST þetta bæði fyndið. Ítalirnir að bíða eftir norðurljósun- um í ágúst og Austurríkismaðurinn sem vildi ekki ganga að Strokki. En svo fór ég að spá. Hvað veit maður? Í Landmannalaugum að sumarlagi er maður nánast eini Íslendingurinn á svæðinu, fyrir utan starfsmenn. Útlendingarnir trúa bara því sem þeir vilja. Þetta er þeirra land á þessum tíma. Maður á ekkert erindi. Þeirra ferðalag. Maður er bara leið- indapúki að vera eitthvað að benda þeim á það að norðurljósin sjáist bara á veturna. OG SVO er líka annað í þessu. Var ekki snákur að skríða um í Grinda- vík í fyrradag? Bráðnaði ekki mal- bik í Reykjavík í vikunni út af sól? Var ekki gefið frí hjá Ríkisskatt- stjóra vegna veðurs? Þarna sjáiði. Maður skyldi aldrei vera alltof viss um hluti. Það getur allt gerst. En ég skal nú samt éta hatt minn ef Ítalirnir sjá norðurljósin í Land- mannalaugum í ágúst. Og það kæmi mér ekki á óvart að þeir sætu þar enn. ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 25 21 8 0 8/ 20 04 Einn launareikningur - allt innifalið! Launavernd Landsbankans er launareikningur með lífeyrissparnaði sem tryggir áframhaldandi laun komi til tekjumissis vegna fráfalls, sjúkdóma eða starfsloka vegna aldurs. Fáðu meira fyrir launin þín • Ef þú fellur frá eru erfingjum tryggð 70% launa í 7 ár. • Þér eru tryggð 70% launa í 2 ár ef þú færð alvarlegan sjúkdóm. • Auknar ráðstöfunartekjur við starfslok með 4% viðbótarlífeyris- sparnaði. • Eingreiðsla vegna alvarlegra veikinda barna. 70% laun í 7 ár við fráfall 70% laun í 2 ár ef þú veikist alvarlega Fáðu meira fyrir launin þín! Launavernd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.