Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 22
Nú virðist grænmetisuppspretta í skólagörðum meiri en hefur verið. Krakkarnir rækta til dæmis kartöflur, blómkál, gulrætur og fleira. Allt þetta grænmeti er al- veg frábært í matargerð og tilvalið að hafa það í huga á næsta ári ef krakkana vantar dægrastyttingu. ! HÚSRÁÐ: Í ELDHÚSINUTil að harðsjóða egg á sem bestan máta er gott að setjaeggin í pott með ísköldu vatni. Síðan er potturinn settur áhelluna á hæsta hita þangað til vatnið fer að sjóða. Því næst er slökkt undir pottinum og eggin látin malla í pott- inum í tíu til fimmtán mínútur. Flóknara er það ekki. ! HÚSRÁÐ: Í ELDHÚSINUAð skera lauk getur verið algjör hausverkur þar sem tárinstreyma og hendurnar á manni lykta eins og laukakur áeftir. Gott ráð er að bera á sig þurrt sinnep. Það eyðir lykt- inni bæði höndunum, skerbrettinu og öllu sem er mengað af lauklyktinni. Leyfðu sinnepinu að vera á í svolitla stund og skolaðu það síðan af. Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu, finnst gaman að elda góðan mat og eru sjávarréttir í sérstöku uppáhaldi hjá henni. „Uppáhalds- maturinn minn er að sjálfsögðu humar. Ég matreiði hann þannig að ég sker hann endilangan, fletti út og set á hann mikið af hvít- lauks- og paprikusalti. Síðan snöggsteiki ég hann upp úr smjöri og helli síðan hvítvíni yfir hann og pínu rjóma. Þetta ber ég fram með ristuðu brauði og finnst mér þetta mikið lostæti,“ segir Elva Ósk. Léttsteiktar nautalund- ir með sveppum eru einnig í uppáhaldi hjá henni. „Þær mat- reiði ég á mjög einfaldan máta, bara snöggsteiki á pönnu og ber fram með sveppum og madeira- sósu,“ segir hún. Elva Ósk segist líka vera mjög gamaldags hvað matarsmekk varðar. „Mér finnst þjóðlegur matur eins og svið, slátur og allur innmatur mjög góður matur og er sólgin í hann,“ segir hún. Hún segist ekki vera nógu dugleg að bjóða fólki í mat þó henni finnist það mjög gaman. „Mér þykir ekk- ert sérstaklega gaman að elda venjulegan heimilismat en finnst mjög gaman að gera veislumat og bjóða þá fólki heim til að borða hann með mér. Ég geri bara allt of lítið af því,“ segir Elva Ósk. ■ Uppáhaldsmaturinn: Humar í uppáhaldi Uppáhaldsmatur Elvu Óskar er humar og léttsteiktar nautalundir. Ferskir ávextir í drykki og salöt Á heitum sumardegi er ekkert meira frískandi en að fá sér ferska ávexti. Við fengum hana Dóru á veitingastaðnum Á næstu grösum til að gefa okkur upp- skrift að tveimur drykkjum og salati úr ferskum ávöxtum. Þetta er sáraeinfalt og kemur útkoman skemmtilega á óvart. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu! Ávaxtadrykkur 1/4 hluti melóna gul 1 stk. pera 1 stk. appelsína 1/2 stk. mangó 1 stk. ástríðualdin Allir ávextirnir eru afhýddir, kjarnhreins- aðir og maukaðir í blandara. Gott er að skera geirana úr appelsínunni til að fá ekki óþarfa tægjur. Hristingur 250 ml sojamjólk 10 stk. jarðarber 100 g melóna 1 stk. lime, bara safinn 1 stk. banani 2 stk. klakar Allt maukað saman í blandara. Hristingurinn er hreint fyrirtak fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða vilja bara breyta aðeins til. Ávaxtasalat 1/2 dl appelsínusafi 5 blöð rósmarín 1 tsk. hlynsýróp 1/2 stk. kantalópa 1 stk. epli 1 askja jarðarber 1 askja hindber Hitið appelsínusafa, rósmarín og síróp í potti, þegar suðan kemur upp slökkvið undir og látið kólna undir loki. Afhýðið, kjarnhreinsið og skerið eplin og kantalópuna á meðan. Hreinsið berin og blandið saman við hina ávext- ina. Hellið kaldri blöndunni yfir ávextina og berið fram eitt og sér, með rjóma eða hverju því sem hugurinn girnist. Ceres Royal Export er vinsælasti bjórinn í Danmörku í sínum flokki, flokki gullbjóra með áfengisinnihald frá 5-6,3%. Ceres Royal er fram- leiddur af Ceres Bryggerierne í Árósum sem er systurfyrirtæki Faxe Bryggeri á Sjálandi. Þau tilheyra bæði Bryggerigruppen AS sem er stærsti útflytjandi bjórs í Skandinavíu. Allt frá því að Faxe Premium hélt innreið sína á markaðinn hefur markmið Bryggerigruppen verið að kynna íslenskum neytendum bjór á verði sem er sambærilegt til Vín- búða eins og gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Þessi verð- stefna hefur skilað Faxe Premium í flokk þriggja mest seldu bjóra á Ís- landi og verðið á Ceres er það lægsta á bjórum af sambærilegum styrkleika. Ceres Royal Export 50 cl dósir eru nú fáanlegar í hentugum 6 dósa umbúðum. Einnig eru 33 cl dósirnar fáanlegar í 24 dósa „ferðatösku“, líkri þeirri sem menn sjá utan um Faxe. Verð í Vínbúðum: 139 kr. í 33 cl dós og 196 kr. í 50 cl dós. Ceres Royal Export Vinsælasti gullbjór Dana Nýtt í Vínbúðum Hnífar eru bráðnauðsynlegir í eldhúsið og það getur verið vandasamt að finna gæðahnífa á viðráðanlegu verði. Sem betur fer er nú komið í ljós að það þarf aðeins þrjár gerðir hnífa til að framkvæma allar helstu eldhús- aðgerðir. Kokkahnífurinn (líka kall- aður franski hnífurinn) er mest notaði og nýtilegasti hníf- urinn í eldhúsinu. Veldu mjög beittan hníf með 15-20 senti- metra löngu blaði. Það er auð- veldara að skera og saxa ef hnífsblaðið er langt og því lengra því betra. Mörgum þyk- ir það sjálfsagt ótrúlegt en beittur hnífur er öruggari í eldhúsinu en bitlaus þar sem það þarf ekki að beita eins miklu afli við að nota þann fyrrnefnda og því ekki hætta á alvarlegum slysum. Minni hnífur sem er aðeins lengri og beittari en venjulegur borðhnífur er nauðsynlegur til að skera utan af ávöxtum, skafa grænmeti og snyrta það sem fyrst var skorið með stóra hnífnum. Brauðhnífur með skörðóttri egg er áreiðanlega til í flestum eldhúsum og hið mesta þarfa- þing, ætlaður til að skera brauð. Hann má ekki nota til að skera grænmeti eða kjöt þar sem það getur spillt bragðinu. Nauðsyn- legt er að passa upp á hnífana sína með því að skerpa þá þegar þeir verða bitlausir og geyma þá á öruggum stað, bæði hnífanna vegna og ekki síður heimilis- fólksins. ■ Hnífar eru nauðsynlegir í matargerðina: Eldhúshnífarnir þrír

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.