Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 34
FÓTBOLTI FH-ingar gerðu jafntefli, 2-2, við skoska úrvalsdeildarliðið Dunfermline á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna í 2. umferð for- keppni Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld. FH-ingar hljóta að naga sig í handarbökin því eftir fínan fyrri hálfleik og tveggja marka forystu varð tankurinn tómur í síðari hálfleik og Skotarn- ir náðu að jafna leikinn. Eftir taugaveiklun í byrjun tóku FH-ingar völdin á vellinum og voru stórhættulegir í sóknar- aðgerðum sínum. Atli Viðar Björnsson gaf tóninn þegar stund- arfjórðungur var liðinn en skot hans fór yfir. Mínútu síðar sundurspiluðu FH-ingar síðan vörn Dunfermline og endaði sókn- in með því að Emil Hallfreðsson gaf fallega sendingu á Jónas Grana Garðarsson, sem skoraði af öryggi úr miðjum teignum. Þrem- ur mínútum síðar bætti síðan danski framherjinn Allan Borg- vardt við öðru marki. Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, átti frábæra sendingu á Guðmund Sævarsson, sem var kominn einn í gegn um vörn Skotanna. Skot hans var varið en Borgvardt fylgdi vel á eftir og skoraði úr þröngu færi. Það sem eftir lifði hálfleiksins sýndu FH-ingar oft snilldartilþrif, héldu boltanum vel innan liðsins og hefðu að ósekju getað bætt við marki fyrir hlé. Jón Þorgrímur Stefánsson kom inn á sem varamaður fyrir Allan Borgvardt í hálfleik og hann var tvívegis nálægt því að bæta við þriðja marki Hafnarfjarðarliðsins á fyrsta stundarfjórðungi hálf- leiksins. Hann átti tvær fallegar rispur inn völlinn en fyrra skot hans hafnaði í stönginni og það síðara varði Stillie, markvörður Dunfermline. FH-ingar gáfu aðeins eftir um miðjan síðari hálfleikinn og í kjöl- farið náði Dunfermline að minnka muninn. Það gerði Craig Brewster með skalla á 72. mínútu. Jón Þor- gímur fékk síðan gullið tækifæri þremur mínútum síðar að auka forystuna á nýjan leik en skalli hans fór í þverslá marks Dun- fermline. Skotarnir pressuðu síð- an hressilega síðustu mínúturnar og náðu að jafna leikinn þegar nokkrar mínútur voru eftir. Það var litháíski varnarmaðurinn Andrius Skerla sem gerði það eft- ir darraðardans í vítateignum. FH-ingar geta sjálfum sér um kennt, þeir sprungu á limminu líkt og KR-ingar gegn Shelbourne fyrir skömmu. Þeir spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik en eftir ágæta byrjun í síðari hálfleik datt botn- inn úr leik liðsins og leikmenn Dunfermline komust á bragðið og tryggðu sér gott veganesti fyrir seinni leikinn. ■ 26 13. ágúst 2004 FÖSTUDAGUR EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA 1–0 Jónas Grani Garðarsson 19. 2–0 Allan Borgvardt 22. 2–1 Craig Brewster 72. 2–2 Andrius Skerla 88. DÓMARINN Jouni Hyytiä, Finnlandi frábær BESTUR Á VELLINUM Tommy Nielsen FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15–12 (7–9) Horn 2–3 Aukaspyrnur fengnar 20–12 Rangstöður 1–1 GÓÐIR Daði Lárusson FH Guðmundur Sævarsson FH Sverrir Garðarsson FH Tommy Nielsen FH Baldur Bett FH Jónas Grani Garðarsson FH Emil Hallfreðsson FH Jón Þorgrímur Stefánsson FH Andrius Skerla Dunfermline Nicky Hunt Dunfermline 2-2 FH DUNFERMLINE BORGVARDT OG EMIL FAGNA Allan Borgvardt og Emil Hallfreðsson fagna hér marki þess fyrrnefnda í leiknum gegn Dunfermline á Laugardalsvellinum í gærkvöld. FH-tankurinn tæmdist FH-ingar spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik gegn Dunfermline og náðu tveggja marka forystu en gáfu eftir í síðari hálfleik og misstu unninn leik niður í jafntefli. Frábær sigur Íslands Íslenska 16 ára landsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Makedóníu, 88–93, eftir framlengdan leik í b-deild Evrópukeppninnar í gær. Makedónía tryggði sér framlenginguna en hana unnu íslensku strákarnir 13–8. Úrslitin vöktu mikla athygli enda var make- dónska liðið talið vera næstum því öruggt með sæti í a-deild. Íslenska liðið er eftir leikinn í efsta sæti síns riðils en það sæti gefur sæti í A- deild. Íslensku strákarnir urðu einnig Norðurlandameistarar í vor og hafa þegar unnið fimm af sex leikjum sínum í Evrópukeppninni til þessa. Fjórir í íslenska liðinu skoruðu mikið í leiknum. Hörður Axel Vilhjálmsson (Fjölni) var með 21 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, HJörtur Hrafn Einarsson (Njarðvík) skor- aði 20 stig og tók 11 fráköst, Emil Þór Jóhannsson (Fjölni) bætti við 17 stigum og Brynjar Þór Björnsson (KR) skoraði 16 stig og tók 12 fráköst. Íslenska liðið á eftir þrjá erfiða leiki, þar á meðal á móti Englendingum, sem hafa líkt og Ísland og Makedónía aðeins tapað einum leik á mótinu til þessa. Þjálfari íslenska liðsins er Benedikt Guðmundsson og hann er að gera tímamótahluti með þetta lið. Stórtap gegn Svíum Íslenska kvennalandsliðið í körfuknatt- leik tapaði stórt fyrir Svíum, 99–66, í öðrum leik liðsins á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi. Sænska liðið gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en það leiddi með 26 stigum, 51-25, í hálfleik. Það var ekki fyrr en í lokafjórðungnum sem íslenska liðið sýndi sitt rétta andlit og vann liðið þann fjórðung með tveimur stigum, 25–23. Signý Hermannsdóttir var stigahæst hjá íslenska liðinu með 18 stig, Helena Sverrisdóttir skoraði 15 stig og hitti úr öllum þrettán vítaskotum sínum í leiknum, Alda Leif Jónsdóttir og Erla Reynisdóttir skoruðu sjö stig hvor, Birna Valgarðsdóttir og Erla Þorsteinsdóttir skoruðu fimm stig hvor, Sólveig Gunnlaugsdóttir skoraði þrjú stig og María Ben Erlingsdóttir skoraði tvö stig. Íslenska liðið leikur gegn Dönum í dag og hefst leikurinn kl. 17.30. Veigar Páll skoraði Veigar Páll Gunnarsson skoraði eitt marka norska liðsins Stabæk sem bar sigurorð, 3-1, af finnska liðinu Haka í Noregi. Veigar Páll jafnaði metin, 1–1, á 51. mínútu og virðist vera að finna sig í Noregi eftir erfiða byrjun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.