Fréttablaðið - 13.08.2004, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2004
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
•
0
9
2
0
8
•
s
ia
.i
s
Nýtt
kryddsmjör!
MEÐ
PE
ST
Ó
•
M
EÐ
PESTÓ
•
M
E
Ð
PESTÓ•
!
www.ostur . is
Veldu þitt uppáhaldsbragð!
Skagamenn töpuðu 0-2 fyrir Hammarby í Svíþjóð:
Á brattann að sækja
hjá Skagamönnum
FÓTBOLTI Skagamenn biðu lægri
hlut gegn sænska liðinu Hammar-
by, 0-2, í Evrópukeppni félagsliða
í Svíþjóð í gærkvöld.
Það var Björn Runström sem
kom heimamönnum yfir strax á
áttundu mínútu. Seinna markið
leit síðan ekki dagsins ljós fyrr en
fjórum mínútum fyrir leikslok, en
það gerði Alexander Östlund.
Í samtali við Fréttablaðið sagð-
ist Ólafur Þórðarson, þjálfari
Skagamanna, vera nokkuð sáttur
við leik sinna manna:
„Það var vitað að það yrði á
brattann að sækja fyrir okkur í
þessum leik og sú varð raunin.
Þeir lágu nokkuð á okkur í leikn-
um, sóttu frá fyrstu mínútu, en
samt sem áður náðum við að halda
okkur nokkuð þokkalega uppi á
vellinum töluverðan hluta leiks-
ins. Við vorum í raun að spila vel
miðað við aðstæður og það var því
svolítil synd að fá þetta annað
mark á okkur alveg í blálokin.
Reyndar vorum við orðnir nokkuð
þreyttir, einbeitningin klikkaði
aðeins og það er bara eins og
gengur og gerist í svona leikjum –
þeir eru með talsvert öflugt lið og
það var erfitt að standa undir
þessari pressu.
Róðurinn verður án efa erfiður
í seinni leiknum, en ef við náum
algjörum toppleik getum við al-
veg strítt þeim – á góðum degi er
allt hægt,“ sagði Ólafur Þórðar-
son, þjálfari Skagamanna, eftir
leikinn í gærkvöld. ■
ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Þjálfari Skagamanna sagði að hans menn yrðu að ná algjörum
toppleik ef liðið ætti að komast áfram gegn Hammarby eftir tveggja marka tap í gær.