Tíminn - 01.04.1973, Side 8

Tíminn - 01.04.1973, Side 8
8 TÍMININ Sunnudagur 1. apríl. 1973 í SKRIFSTOFU Mjólk- urbús Flóamanna, hitti blaðið að máli Grétar Simonarson, mjólkurbú- stjóra og bað hann að segja lesendum Timans frá störfum sinum og mjólkurbúinu. — Ég hóf upphaflega störf hjá Mólkurbúi Flóamanna áriö 1938. Reyndar starfaöi ég aðeins i 3 mánuöi í það sinn, þvi ég helt utan til náms i mjólkurfræði. Ég er fæddur í Reykjavík og var faðir minn kaupmaður og verzlaði mikið viö bændur héðan aö austan, enda var hann ættaður héðan, frá Læk i ölfusi, en móðir min var Eyrbekkingur. Þetta var all umfangsmikil sveitaverzlun og hann hafði afgreiðslu fyrir marga bændur, sem sendu vagna, hestvagna og bila til borgarinnar mað afurðir. A þessum árum urðu liklega fyrstu kynni min af mólkinni, en ég var um skeið mjólkursendill, sem var sérstakt starf i þá daga, og minnist ég þess,aðstundum hitti maður þrjá aðra sendla í sama húsinu, sem lika voru að koma þangaö með mjólk fyrir sérstaka framleið- endur. Ég ætlaöi samt upphaflega að verða sjómaður. En pabbi, sem átti ekki aðra syni, vildi aö ég færi I verzlunarskólann, vafalaust svo ég gæti siðar tekið við verzlun- Grétar Simonarson, mjólkurbússtjóri á skrifstofu sinni á búinu. Grétar er mjólkurfræðingur að mennt og hefur beitt sér fyrir margvislegum nýjungum og framförum f mjólkuriðnaði. Hann hefur nú I nær tvo áratugi gengt starfi mjólkurbússtjóra i MBF, en það er ein mesta trúnaðarstaðan i mjólkuriönaðinum. Mjólkursendillinn í Reykjavík,sem varð mjólkurbússtjóri í stærsta mjólkurbúi landsins inni, en af þvi siðarnefnda varð ekki, en verzlunarskólanami lauk ég 17 ára gamall og þá fór ég i mjólkina. — Þú hefur kannski orðiö með fyrstu mjólkurfræðingunum? — Píei. Það voru margir á undan mér. Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, var t.d. aö koma heim frá námi, þegar ég var að fara til náms, og Jónas Kristjánsson á Akureyri varbúinnað læra þessa iðn fyrir 1929. Þannig að þetta var ekki neitt óvenjulegt. Ég varð samt að gera hlé á náminu á striðs- árunum, kom heim með Petsamo- förinni, en fór siðan út aftur og lauk námi. — Er öll okkar þekking á þessu sviði upprunnin i Danmörku? — Það má heita að svo se'. Aö visu er ostagerð, smjörgerð og skyrgerð eldforn iðja á Islandi og viss hefð I vinnubrögðum, en mjólkurbúin eru sniöin eftir er- lendum fyrirmyndum. Þó má segja, að þau séu aö sumu leyti arftakar rjómabúanna, sem tóku við rjóma, en ekki mjólk. Rjóminn var þar strokkaður með vatnsafli, eða hestafli. Rjómabú- stýrurnar voru allvel menntaðar I sinu fagi og voru sumar hverjar sigldar. Ég kom i eitt rjómabú, að Baugsstöðum, þar sem Margrét Júniusdóttir starfaði. Hún pakkaði smjöri I neytendapakkn- ingu og var fagmaður hinn bezti. Þegar ég kom heim frá námi, hóf ég störf I ostagerðinni og þar starfaöi ég unz ég var gerður að mjólkurbússtjóra árið 1953 og hef gegnt þvi starfi óslitið siðan. — Hver voru fyrstu verkefnin hjá þér sem mjólkurbússtjóri? — Það lá eiginlega næst fyrir að endurreisa allt hér. Húsnæðið var alltof Htið og vélarnar voru úr sér gegnar og slitnar. Þetta hafði lengi staðið til, og var undir- búningur kominn nokkuð á leið. Vélarnar voru sniðnar fyrir 3 millj. litra á ári, en við tókum á Sigurður ólafsson, smjörmeistari MBF við stóra strokkinn. Hann tekur 10.000 litra og smjörið, sem úr hverri strokkun kemur, er um 2.5 tonn. Stærstu strokkar i gamia búinu tóku um 800 litra. móti um 20 milljón litrum. Nýja mólkurbúið varð að reisa i áföngum, ekki mátti stoppa einn einasta dag og það tókst giftu- samlega. Það fyrsta, sem við byrjuðum á var þurrmjólkur- verksmiðja, ,,spray”-þurrkun. Þurrmjólkurframleiðsla var samt ekki ný hér á landi, hafði verið um árabil á Blönduósi, en þetta var ný aðferð og hafði mjölið aðra eiginleika. Leystist betur upp i vökva. Þessi verk- smiðja hefur reynzt vel og er undirstaða að öðrum iðnaði I mjólkurbúinu, sem við getum vikið að hér siðar. Næst reistum við ostageymslu og ketilhús. Ketilhúsið höfðum við þó ekki planlagt, en þar sem ketillinn var að verða ónýtur, má segja að hann hafi sjálfur raskað áætlun okkar. Við tókum þvi til bragðs að byggja ketilhúsið eins langtfrá aðalhúsinu, og mögulegt var, til þess að tilvera hans hindraði okkur ekki þegar frammi sækti...Þriðji áfangi var svo ostagerð og svo aðalbygg- ingin, eða vinnusalurinn. Það hús stendur, þar sem það gamla stóð, og gripum við til þess að flytja allar vélarnar úr gömlu stöðinni yfir i kjallara ostageymslunnar og þar voru þær starfræktar, unz ný i vinnslusalurinn var tilbúinn. Þetta gekk ágætlega og fór allt I gang með eðlilegum hætti næsta dag. — Hverjir skipulögðu búið? — Það gerði stjórn mjólkur- búsins ásamt mér og Skarphéðni Jóhannssyni, arkitekt. Vélarnar eru danskar, eða sænskar. Við gerðum ráð fyrir um 180.000 litra móttöku á dag og getum auðveld- lega tekið við aukningu upp i 300.000 litra á dag. Þetta var i þá daga óvenju stórt mjólkurbú, svo það var ekki mikið að fara eftir. Nú eru hins vegar til erlendis miklu stærri mjólkurbú, þvi af hagkvæmnisástæðum er verið að sameina mjólkurbúin i stærri heildir. Arið 1945 voru t.d. 1600 mjólkurbú i Danmörku. Nú eru þau 3-400 talsins. Svona hefur þróunin verið. Mjólkurbú Flóa- manna er samt langstærsta mjólkurbú landsins, sem skiljan- legt er og vinnslusvæðið nær frá Lómagnúpi að Selvogi. A svæði okkar eru 913 félags- menn, eða mjólkurframleið- endur. Þeim hefur heldur farið fækkandi, en mjólkurmagnið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.