Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 1. aprfl. 1973
ALMENN STEFNA í
BYGGÐAMÁLUM
Framsöguræða Steingríms Hermannssonar fyrir þingsályktunartillögu,
sem hann flytur, ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni og Stefáni Valgeirssyni,
um mótun almennrar stefnu i byggðamálum
,/. tafla. II <• iIdarfóllcxfjöldanum 1901—1960 skipt niður eftir núverandi
kjördæmaskipun.
A97o 1960 1950 1940 1930 1920 1910 1901
I. Rcykiavik 81.693 72.270 50.251 38.196 28.304 17.679 11.600 6.682
<#> o o (40,8%) > (39,1%)1 (31,5%) (26,0%) (18,7%) (13,6%) (8,5%)
11. Reykjancs
Kuupstaðir 26.524 17.0712 9.1342 5.002 4.402 2.894 2.007 809
1 1.605 7.951 5.263 4.262 4.482 3.750 3.988 4.534
Snintuls 38.129 25.922 14.397 9.264 8.884 6.644 5.995 5.343
<lg\7%) U4.6%) (10,0%) (7.6%) . (8,2%) (7.0%) (7.0%) (6,8%)
III. Mióvesturland
Kuupstaður 4.253 3.808 2.583 1.840 1.270 929 808 747
8.952 8.175 7.392 8.096 8.307 9.173 9.460 9.007
Samtnls 13.205 11.983 9.975 9.936 9.577 10.102 10.268 9.754
(6,5%) (6.8'c) (6,9%) <8,2%) (8.8%) (10,7%) (12,1%) (12,4%)
IV. Vestjlrölr
Kaupstaóur 2.680 2.714 2.808 2.833 2.533 1.980 1.854 1.220
7. 370 7.787 8.358 10.120 10.538 11.417 11.532 11.277
Samtnls 10.050 10.501 11.166 12.953 13.071 13.397 13.386 12.497
(4,9%) (5,9%) (7,8%) (10,7%) (12.0%) (14,2%) (15,7%) (15,9%)
V. Noróurland vestru
Kuupstuöir 3.761 3.884 4.038 3.848 2.802 1.672 1.127 827
6.148 6.349 6.226 6.648 7.1 ÍÓ 8.117 7.885 7.929
Snmtnls 9.909 10.233 10.264 10.490 9.912 0.789 9.012 8.756
% ní heildaribúafj, . (4,85%) (6,8%) (7,1%) (8,6%) (9,1%) (10,3%) (10,6%) (11,2%)
VI. Norðurland cystra
Knupstaðir 13.834 11.216 9.414 7.438 5.789 3.730 3.156 2.060
8.391 8.405 8.954 9.472 9.259 9.381 8.803 9.433
Snmtals 22.225 19.711 18.368 16.910 15.048 13.111 11.959 11.493
% nf licildnribúafj. . (10,9%) (11,1%) (12,8%) (13,9%) (13,8%) (13.8%) (14,0%) (14,6%)
VII. Austurland
Kaupstaðlr 2.436 2.175 2.045 2.010 2.054 1.641 1.457 1.151
8.879 8.185 7.660 8.113 8.407 8.573 8.256 9.483
Saintals 11.315 10.360 9.705 10.123 10.461 10.214 9.713 10.634
af lieildnribúnfj. . (5,5%) (5,9%) (6,7%) (8,3%) (9.6%) (10,8%) (11,4%) (13.6%)
VIII. Sudurland Kuupstaöur 5.186 4.G75 3.726 3.587 3.393 2.426 1.319 007
12.864 11.352 10.121 10.009 10.211 11.328 11.931^ 12.704
Sumtnls 18.052 16.027 13.847 13.596 13.604 13.754 13.250 13.311
(8,85%) (9,1%) (9,6%) (11,2%) (12.6%) (14,5%) (15,6%) (17,0%)
Allt landið 204.578 177.073 143.973 121.474 108.861 94.690 85.183 78.470
A undanförnum áratugum hefúr'
oröiö mjög mikil breyting á byggö
i okkar landi. Um síöustu aldamót
var landiö furöulega jafnbyggt.
Þetta kemur glöggt fram i þeirri
töflu, sem birt er hér á siöunni.
Eftir aldamótin fer þessi skipt-
ing að breytast. Reykjavik tekur
aö stækka. Áriö 1910 er ibúafjöldi
Reykjavikur kominn upp i 13,6 af
hundraði. Á öllum öörum svæöum
er hins vegar nokkur fækkun,
nema á Reykjanesi. Þannig held-
ur þróunin siðan áfram meö vax-
andi hraöa allt fram á siöasta
áratug. Áriö 1960 er ibúafjöldi i
Reykjavik kominn upp i 40,8 af
hundraði og Reykjaneskjördæmi
oröið næststærst meö 14,6 af
hundraði. Noröurland eystra
kemur næst meö 11,1 af hundraði,
þá Suöurland meö 9,1 af hundraði,
Miö-Vesturland meö 6,8 af hundr-
aði, Vestfiröirnir meö 5,9 af
hundraöi og Austurlandiö meö
sömu hundraöstölu, en Norður-
land vestra rekur lestina með 5,8
af hundraði.
Ariö 1970 viröist fjölgun
Reykjavikur aö visu hafa stööv-
azt, en það er fyrst og fremst
vegna þess, aö þéttbýlissvæöin I
kring taka viö fólksflutningunum.
Samtals voru i Reykjavik og á
Reykjanesi um 58,7 af hundraði
ibúanna áriö 1970. Nú eru Ibúar
þessa landshluta orðnir nálægt 60
af hundraöi. 1 öllum kjördæmum
landsins öörum hefur fækkaö.
Fólksfækkun hefur þannig oröiö
einna mest á Vestfjörðum. A
Norðurlandi eystra veröur fólks-
fækkunin einna minnst. A Akur-
eyri eflaust mikinn þátt i þvi.
Hins vegar viröist litið lát hafa
oröið á fólksfækkun i þessum
landshluta. Ekki er siður at-
hyglisvert, aö fólksfækkun, sem
veröur mjög mikil á Suöurlandi
og Vesturlandi á fyrri áratugum
þessarar aldar, viröist nokkurn
veginn hafa stöövazt. Njóta þess-
ir landshlutar eflaust nálægöar
viö þéttbýliö og stórbættra sam-
gangna.
Hvað er
framundan ?
Heldur viröist þannig hafa
dregiö úr byggöaröskuninni á siö-
asta áratug. Af þessu gæti ein-
hver ályktaö, aö framundan væri
jafnvægi i þessum málum. Þaö
tel ég vægast sagt mjög vafa-
samt. Margt bendir til þess, aö
önnur stórfelld skriöa sér fram-
undan i röskun byggöar i landinu,
veröi ekki gripiö til áhrifameiri
aögeröa en beitt hefur veriö til
þessa. 1 þvi sambandi vil ég leyfa
mér aö vlsa til eftirgreinds kafla
úr ályktun samstarfsnefndar
Vestfiröinga, Austfiröinga og
Norölendinga frá fundi þessara
aöila á Akureyri 9. og 10. nóvem-
ber, 1972. Fundurinn taldi, aö
eftirgreind atriöi gæfu til kynna
enn vaxandi byggöaröskun að
minnsta kosti meö tilliti til ofan-
greindra landshluta.
1) Vegna óvenjulegrar aldurs-
skiptingar þjóðarinnar mun
miklu fleira ungt fólk koma til
starfa og velja sér búsetu I þjóð-
félaginu á þessum áratug en
nokkru sinni fyrr, og að likindum
hlutfallslega fleira en verða mun
siðar. Meöalmenntun þessa fólks
almennt veröur meiri en veriö
hefur og þvi mun þaö gera kröfur
um viðtækara úrval atvinnutæki-
færa og þjónustu en nú er fyrir
hendi.
2) Avinnuvegir utan Reykjanes-
svæðisins eru einhæfir og horfur
eru á að framleiðniaukning veröi
mjög mikil á næstu árum i þeim
atvinnugreinum, sem hinir strjál-
býlli landshlutar byggja nær alla
afkomu slna á, þannig aö þó
framleiðsla aukist til muna fjölgi
fólki ekki I þessum atvinnugrein-
um.
3) Þjónustugreinarnar, sem taka
munu til sin mjög verulegan hluta
viöbótar vinnuafls, vaxa nær ein-
göngu á Reykjanessvæöinu en eru
mjög vanþróaðar utan þess, sem
er ein meginástæöa búseturösk-
unar.
4) Rik tilhneiging til að staösetja
öll ný stóriöjufyrirtæki og önnur
ný og þýöingarmeiri á Reykja-
nessvæöinu.
5) Mismunur á aöstööu til mennt-
unar, þjónustunota og hverskyns
menningariifs á Reykjanessvæö-
inu og i öörum hlutum fer vax-
andi.
6) Raunhæfur skilningur þjóöar-
innar á gildi jafnvægis I byggða-
þróun er of litill.
7) Mótun og framkvæmd byggða-
stefnu hefur ekki fengiö þann sess
I stjórnkerfi rikisins sem henni
ber og bráðnauðsynlegt er aö hún
fái.
Hvað hefur
valdið þessari
þróun ?
Þaö sem ég hef nú rakiö eru
staöreyndir.
Sú spurning hlýtur þvi aö vakna
hvaö hefur valdiö þessari þróun.
Fyrst vil ég telja byltingu I at
vinnuháttum. A fyrri öldum var
landbúnaöur aöalatvinnuvegur
landsmanna, en þeir, sem viö sjó-
inn bjuggu,höföu einnig útræði.
Bátar voru þá smáir, aflanum
mátti landa nokkurn veginn hvar
sem var. Verstöðvum var dreift
um firöi og útnes. Þá var byggðin
einkum þar, sem beitilönd voru
góð, eða fiskur nógur viö lands
steinana. Ýmis hlunnindi önnur
jukust jafnframt á dreifingu
byggðarinnar, eins og t.d. reka-
viöur á ströndum, æöarvarp i eyj-
um, o.fl. 1 nálægt þvi 1000 ár varö
byggöin þannig furöujöfn um
landiö allt og litið sem hvatti til
fólksflutninga, eða samanþjöpp-
unar byggðar á einum staö frem-
ur en öðrum.
Fyrir fáum árum ræddi ég all-
lengi viö gamlan mann vestur á
fjörðum. Þetta var afar greindur
og athugull maður og hann lýsti á
áhrifamikinn máta þróun byggö-
arinnar i hans byggðarlagi. Þeg-
ar hann var ungur, sagöi hann,
þyrptist fólkið i verbúðirnar út
meö firðinum um vertiöina. Þá
var róiö stutt út og mikill afli bor-
inn á land. Siöan kom véiin I bát-
inn. Þá varö auövelt aö sigla
lengri leiöir á miöin og meira
þurfti ekki til þess aö fólkiö flutt-
ist inn i þorpiö i botni fjarðarins.
Verbúöirnar lögöust þar meö niö-
ur.
Mér hefur oft virzt þessi litla
saga gamla mannsins lýsa betur
en flest annaö þeim miklu áhrif-
um, sem tækniframfarir hafa
haft á þróun byggöar. 1 þessu til-
felli olli hún fyrst og fremst rösk-
un innan byggöarlags, en fyrir
byggðarlagiö var um byltingu aö
ræöa.
Upp úr aldamótunum hófst tog-
araútgeröin. Otgerö fyrsta togar-
ans hófst frá Hafnarfiröi 1904.
Þetta varö til þess, aö ibúafjöldi
Hafnarfjaröar meira en þrefald-
aöist fyrsta áratug aldarinnar. í
Reykjavik varö einnig á þeim ár-
um mikil fjölgun og átti togaraút-
geröin áreiöanlega sinn þátt I þvi,
önnur þorp, þar sem hafnir
voru góöar, stækkuöu einnig. Svo
var t.d. um Isafjörö, Seyðisfjörö,
og fleiri staöi.
Þessi þróun hélt slðan áfram
jafnt og þétt og gerir enn. Ný og
stórvirkari atvinnutæki komu til
sögunnar og þau voru yfirleitt
sett niöur á hinu vaxandi svæöi
viö Faxaflóann, einkum i Reykja-
vik. Þar varö fljótlega meirihluti
togaraflotans og stööugt vaxandi
iönaður.
1 þessu sambandi er einnig rétt
aö hafa I huga, aö áhrif styrjald-
arinnar voru mikil á búsetuna i
landinu. Fyrir siöustu heims-
styrjöld var atvinnuleysi. Þaö
hvarf eins og dögg fyrir sólu með
hersetunni. Framkvæmdir á veg-
um herjanna uröu hins vegar
langtum mestar við sunnanverö-
um Faxaflóa.
Fyrst og fremst af þessum sök-
um fjölgaði Reykvikingum um
18.000 Ibúa á árunum frá
1940—1950. Einnig varð mikil
fjölgun i Hafnarfiröi, Keflavik og
á Akranesi.
Þessi þróun atvinnumála hefur
aö sjálfsögðu leitt til mikillar
tekjuröskunar. Fróöur maður
hefur áætlað, að meðaltekjur i
dreifbýlinu séu kr. 15.000 lægri á
hvern ibúa þar en á þéttbýlis-
svæöinu á Reykjavikur- og
Reykjanessvæðinu.
t ööru lagivil ég nefna opinbera
starfsemi. Arið 1845 voru ibúar
Reykjavikur 950. Þá hafði bærinn
verið valinn sem höfuðstaður
landsins. Þjóðin fór smám saman
að koma upp ýmsum stofnunum
og yfirleitt þótti ekki koma til
greina að staðsetja þær annars
staðar en i Reykjavík. Þetta eitt
leiddi til verulegrar fjölgunar i
bænum og ójafnaðar sem enn
eykst.
t þriöja lagi má telja verzlun-
ina. Þróun hennar hafði svipuð
áhrif. Hún jókst mest i Reykja-
vik. Þangað komu stærstu skipin
og svo varð raunar i vaxandi
mæli. Siglingum erlendis frá til
hafna út um land fer stöðugt
fækkandi.
1 fjóröa lagivil ég nefna hinar
ýmsu þjónustugreinar. 1 Reykja-
vik og á þéttbýlissvæöinu i kring
eru þær allar mestar og beztar.
Þar er heilbrigðisþjónustan lang-
samlega bezt og sumar greinar
þeirrar þjónustu nálægt þvi ófá
anlegar annars staðar, eins og
t.d. skurölækningar, tannlækn-
ingar, o.fl. Þar eru Hinir æðri
skólar. Þar er þjóðleikhúsið og
sinfóniuhljómsveitin, sem allir
landsmenn standa þó undir Sér-
fræöiþjónusta, t.d. verkfræöinga,
er fyrst og fremst fáanleg I
Reykjavik, og fjölmargt fleira
mætti nefna. Til Reykjavikur
veröa Ibúar dreifbýlisins að
sækja flestalla þjónustu, stóra og
smáa, enda verða feröirnar
margar.
t fimmta lagi vil ég nefna
ýmsar félagslegar framkvæmdir
af hálfu hins opinbera. Þaö er
furöulegt, en þó hygg ég ab það sé
satt, að ýmsar merkar framfarir
hafa aukiö á ójöfnuö á milli lands-
manna, eöa a.m.k. dregið hann
fram i dagsljósið og þaö þrátt
fyrir, aö verulegu fjármagni
hefur veriö variö i dreifbýlinu i
þessu skyni. t þessu sambandi má
benda á talsimann. Sjálfvirkur
simi er nú viöa kominn, en
enginn samanburöur er á sima-
kerfi Reykjavikur og nágrennis
annars vegar og dreifbýlis hins
vegar, einkum ef ná þarf á milli
byggöalaga. Staöreyndin er jafn-
framt sú, sem allir munu sjá, aö
ibúar dreifbýlisins veröa aö hafa
langtum meiri skipti simleibis vib
hinar fjöimörgu opinberu stofn-
anir á höfuöborgarsvæöinu og
leita simleiöis margs háttar þjón-
ustu, sem aðeins er unnt aö fá
þar. Allir sem hafa reynt aö nota
þennan sima vita hins vegar, aö
stundum er ógerlegt aö ná sam-
bandi, jafnvel klukkutimum
saman. Auk þess fer þvi viðs
fjarri, aö nokkur jöfnuöur riki 1
talslmakostnaöi. Þar rikir
ójöfnuöur.
Sjónvarpið er oröin mikil lyfti-
stöng fyrir hinar dreiföu byggöir.
Enn eru þó mörg byggðalög
afskipt. Þannig eykur sjónvarpiö
ójöfnuð gagnvart ibúum slikra
byggöalaga. úr þessu verður
vonandi fljótlega bætt.
Mikið fé hefur verið lagt til
vegabóta út um land, eins og ég
mun siöar minnast á, en það virð-
ist ekki hrökkva til. Biliö viröist
aukast. Framfarirnar i vega-
málum hafa orðiö mestar á
höfuðborgarsvæðinu.
t sjötta lagi vil ég nefna hús-
næöismálin, sem eru ef til vill ein-
hver stærsti Þrándur I götu eðli-
legrar byggöaþróunar viöast um
landið. Þar hefur hiö opinbera
gengið fram fyrir skjöldu og
þegar látið reisa um eöa yfir 1000
ibúðir i Reykjavík með kjörum,
sem eiga sér engan samanburð út
um landið.
í sjöunda lagi vil ég nefna
erfiðan fjárhag sveitarfélaga út
um land. Þau bera mörg miklar
fjárhagsbyrðar, sem þéttbýliö
þekkir ekki. Svo er t.d. um flest
eða öll sjavarþorp, þar sem
útgerö er stunduö. Kostnaður við
nauðsynlegar hafnir er þar viöa
svo mikill, að hann sligar algjör-
lega fjárhag viökomandi sveitar-
félags. Um þessar hafnir er þó
fluttur á landi aflinn, sem er
grundvöllurinn að velmegun
allrar þjóðarinnar I dag. •
í áttunda lagivil ég nefna skort
á atvinnu fyrir menntað fólk. Það
hefur þegar leitt til mikilla flutn-
inga og getur gert i vaxandi mæli,
eins og ég mun ræöa siðar.
Ýmislegt fleira mætti telja,
er valdið hefur byggðaröskun, en
ég vil ljúka þessari upptalningu
með þvi að minnast á það atriðið,
sem gengur eins og rauður þráður
þvert i gegnum flest eða allt það,
sem ég hef talið hér að framan.
Það er lifskjarabreytingin sjálf.
A fyrri áratugum og öldum var
ekki annars krafizt en að hafa
sæmilega vinnu og sæmilega i sig
og á. Með auknum tekjum
þjóðarinnar breyttist þetta. Menn
fóru aö leita eftir alis konar lifs-
þægindum, sem of langt mál yröi
að telja hér upp, en allir þekkja.
Mörgum þessum óskum varö
aöeins fullnægt i þéttbýlinu.
Meöal þeirra eru hin ýmsu atriði,
sem ég hef nefnt að framan.
Þessi þróun er
stóralvarleg
Eins og ég hef áöur rakiö með
tilvisun til ályktunar samstarfs-
nefndar Vestfiröinga, Austfirö-
inga og Norölendinga, er margt,
sem bendir til þess aö þessi þróun
muni halda áfram. Ofangreind
áhrif munu aö ýmsu leyti haldast,
en jafnframt hafa bætzt viö ný.
Sérstaklega vil ég leggja áherzlu
á háa fæöingartölu á sjötta ára-
tugnum, en lága á þeim sjöunda
sem veldur þvi aö aldursskipting
þjóðarinnar er mjög óvenjuleg
um þessar mundir. Nálægt þvi
40.000 íslendingar verða tvitugir
á þessum áratug. Þaö er athyglis-
vert, aö hlutfallslega meiri hluti
þessa unga fólks býr eins og er úti
á landi. Hins vegar má telja
öruggt, aö þaö kjósi að ganga
menntaveginn i vaxandi mæli,
eins og annaö æskufólk þessa
lands. Þá blasir hins vegar viö sú
staðreynd, að atvinna fyrir
menntaö fólk er sáralitil úti á
landi . Það dregst þvi til höfuö-
borgarsvæðisins. Ef svo fer mun
þaö reynast mikil blóðtaka fyrir
dreifbýliö.
Þvi miður hafa ýmsir lengi
neitaö að viðurkenna, hve alvar-
leg sú þróun er, sem ég hef nú
rakið. Þaö er þó furðulegt. Fram
á það má þó sýna jafnvel meö
tölum. Það kostar a.m.k. 2-3
milljónir króna aö byggja yfir
hverja fjölskyldu, sem til Reykja-
víkur flytzt. Umferðin eykst auk
þess og vegakerfið verður að
bæta. Atvinnu verður að skapa og
það krefst einnig fjármagns.
Áætla má að beinn útlagður
kostnaöur viö að flytja Austfirð-
inga alla I aðra landshluta yröi
a.m.k. kr. 4.500 millj. vegna hús-
Framhald á 26. siðu.