Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 2
2 17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Neita að tryggja
heimlagnir fólks
Þúsundir húseigenda eiga og bera ábyrgð á heimlögnum að húsum sínum. Fólk
hefur orðið fyrir verulegu tjóni af völdum vatns þegar þær bila. Tryggingafélög-
in tryggja ekki tjón af þeim sökum þar sem lagnirnar eru utan útveggja.
TRYGGINGAR Nokkuð algengt er að
fólk verði fyrir verulegu tjóni af
völdum vatns ef heimlögn að hí-
býlum þess bilar eða fer í sundur.
Það sem kemur hins vegar á óvart
er að tjónþolar geta ekki tryggt
sig fyrir slíku hjá tryggingafélög-
um sínum, þótt þeir eigi og beri
ábyrgð á þessum lögnum. Orku-
veitan stendur nú í umfangsmikl-
um framkvæmdum til að endur-
nýja heimlagnir í borginni, enda
eru þær komnar á tíma og geta
gefið sig hvenær sem er.
Íbúi í Goðalandi í Reykjavík
hafði samband við blaðið og sagði
farir sínar ekki sléttar. Orkuveit-
an var að skipta um inntak hjá
honum, þegar heimlögnin brast.
Vatn flæddi inn og um allt þannig
að mikið tjón hlaust af. Íbúinn
hringdi í nokkur tryggingafélög
en ekkert þeirra kvaðst myndu
tryggja fyrir slíku tjóni. Íbúinn
sat því uppi með tjónið en benti
jafnframt á að gömlu heimlagn-
irnar væru í raun „tímasprengja“
sem fólk sæti á, þar til Orkuveitan
myndi knýja dyra til að skipta um
lagnir sem hún gerði ekki eftir
pöntun heldur samkvæmt eigin
áætlun.
Jón Óskarsson hjá Orkuveit-
unni sagði að kerfisbundið væri
unnið að endurnýjun heimlagna
og vatnsinntaka í hverfum borg-
arinnar. Hann sagði að samkvæmt
gildandi reglum ættu húseigend-
ur heimlagnir út í götu sem lagðar
hefðu verið fyrir 1992 og bæru
ábyrgð á þeim þar til búið væri að
skipta um þær. Endurnýjun væri
á kostnað Orkuveitunnar sem
eignaðist þá heimlagnirnar og
inntökin.
„Ég býst við að það séu ein-
hverjar þúsundir heimlagna sem
orðið er aðkallandi að endur-
nýja,“ sagði Jón og bætti við að
líftími þeirra færi nokkuð eftir
því hvernig hefði verið staðið að
lagningu þeirra. „Heimlagna-
fjöldinn nemur tugum þúsunda
alls og á ári eru 500-700 endur-
nýjaðar.
Oftast eru þetta þannig bilanir
að þær valda ekki stórtjóni. Þó
getur komið fyrir að þær valdi
miklu flóði. Það er of mikið um að
við séum kallaðir til vegna vatns-
flóða hjá fólki af völdum heim-
lagna en það er þó ekkert sem er
daglegt.“
„Við förum aldrei út fyrir út-
veggi fasteignar með tryggingar,“
sagði Lúðvík Birgisson hjá Trygg-
ingamiðstöðinni. „Það er algilt hjá
öllum tryggingafélögum.“
jss@frettabladid.is
Bensínstöðvar á Ísafirði:
Tekist á
um lóðir
BENSÍNSALA Alls hafa fjögur olíufyrir-
tæki sótt um lóð undir bensínstöð á
Ísafirði, að því er fram kemur á vef
Bæjarins besta, bb.is. Þar segir að í
gær hafi Olíufélagið ehf. og Atlants-
olía ehf. bæst í hóp Orkunnar og
Olís, sem áður hefðu óskað eftir lóð-
um undir bensínstöðvar.
Greint er frá því að Atlantsolía
vilji reisa sjálfsafgreiðslustöð fyrir
95 oktana bensín og dísilolíu. Í bréfi
Atlantsolíu til bæjarins er innkoma
fyrirtækisins talin geta sparað íbú-
um fjórðungsins um 100 milljónir
króna árlega og tekið er fram að
nýja bensínstöðin geti opnað 90 dög-
um eftir úthlutun lóðar. ■
„Nei, það verður veruleg fjölgun í ár.“
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.
Íbúum þar fækkaði um fimmtíu á fyrstu sex mán-
uðum ársins, samkvæmt Hagstofu Íslands, en
fjölgaði um 300 í Hafnarfirði.
SPURNING DAGSINS
Ásdís, eru Garðbæingar að flýja í
Hafnarfjörð?
Þýska velferðarkerfið:
Niðurskurði
mótmælt
BERLÍN, AP Rúmlega 60 þúsund Þjóð-
verjar komu saman í gær og mót-
mæltu fyrirætlunum þýskra stjórn-
valda um niðurskurð í velferðar-
kerfinu. Flestir komu saman í borg-
inni Leipzig, þar söfnuðust um tutt-
ugu þúsund manns saman, en mót-
mæli fóru einnig fram í Berlín,
Magdeburg og fleiri borgum.
Mótmælendur kröfðust afsagnar
Gerhards Schröder kanslara og
sögðu hann bera ábyrgð á stigvax-
andi atvinnuleysi. Schröder stendur
höllum fæti samkvæmt skoðana-
könnunum og sósíaldemókratar
hafa tapað mörgum sveitarstjórnar-
kosningum undanfarið. ■
■ EVRÓPA
STRANDAGLÓPAR Skyndileg flóð
gerðu fimmtíu manns að stranda-
glópum í bílum sínum í suðvestur-
hluta Englands í gær. Þyrlur og
björgunarbáta þurfti við björgun
fólksins.
ÁTÖK Tsjetsjenskir uppreisnar-
menn hafa fellt einn Rússa og sært
ellefu á undanförnum dögum.
Glitnir kemur flér í samband
vi› rétta bílinn
– traustur samstarfsa›ili í fjármögnun
Venesúela:
Chavez áfram í forsetaembætti
VENESÚELA, AP Hugo Chavez, forseti
Venesúela, vann afgerandi sigur í
kosningum um helgina. Kosið var um
vantrauststillögu á forsetann og virð-
ist sem nálægt sextíu prósent þjóðar-
innar hafi hafnað kröfu um afsögn.
Í kjölfar úrslitanna lækkaði verð á
olíu á heimsmarkaði. Venesúela er
fimmti stærsti olíuútflytjandi heims
og hefur pólitísk óvissa þar því tölu-
verð áhrif á verðþróun.
Chavez hefur nú staðið af sér bæði
valdaránstilraun og vantraustskosn-
ingar. Chavez er vinstrimaður sem
lagt hefur áherslu á jafnari skiptingu
auðs í landinu og lagt áherslu á bætt
aðgengi almennings að menntun og
öðrum lífsgæðum. Vinfengi hans við
Fídel Castró, leiðtoga Kúbu, hefur
valdið óróleika meðal sumra ná-
grannaríkja en Castró var meðal þeir-
ra fyrstu til að árna Chavez heilla eft-
ir kosningasigurinn.
Andstæðingar forsetans segja að
kosningarnar hafi ekki verið lýðræð-
islegar. Þeir segja að vísbendingar
þeirra úr könnunum á kjörstöðum
bendi til að niðurstaða kosninganna
sé þveröfug við vilja kjósenda. Ekk-
ert hefur þó komið fram sem rennir
stoðum undir þessar fullyrðingar en
kosningaeftirlitsmenn hafa ekki enn
kveðið upp úrskurð um hvort löglega
hafi verið staðið að kosningunni. ■
CHAVEZ FAGNAR
Hugo Chavez fagnar sigri í vantraustskosningum sem fóru fram í Venesúela um helgina.
Dágóður meirihluti landsmanna kaus gegn tillögu um að hann segði af sér.
UNNIÐ AÐ ENDURNÝJUN
Orkuveitan stendur í ströngu við að endurnýja heimaæðar að húsum í borginni, eins og
sést á myndinni, en margar þeirra eru komnar á tíma. Tryggingafélögin vilja ekki tryggja
tjón sem hlýst af bilun í þessum lögnum, þótt þær séu í eigu og á ábyrgð húseigenda.
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
BÍLVELTA VIÐ TROSTANSFJÖRÐ
Tveir erlendir ferðamenn sluppu
ómeiddir þegar bíll þeirra valt á
vegi á Trostansfjalli, skammt frá
Bíldudal í gær. Að sögn lögreglunn-
ar á Patreksfirði missti ökumaður-
inn stjórn á bílnum í lausamöl.
Ráðuneytisstjóri í
félagsmálaráðuneyti:
Sjö sóttu um
RÁÐUNEYTI Sjö sóttu um embætti
ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðu-
neytinu, umsóknarfrestur rann út
10. ágúst.
Þeir sem sóttu um eru: Anna Guð-
rún Björnsdóttir, sviðsstjóri hjá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
Gylfi Kristinsson, skrifstofustjóri í
félagsmálaráðuneytinu, Helga Jóns-
dóttir, borgarritari, Hermann Sæ-
mundsson, settur ráðuneytisstjóri
félagsmálaráðuneytisins, Kristín
Einarsdóttir, framkvæmdastjóri
miðborgar Reykjavíkur, Ragnhildur
Arnljótsdóttir, fulltrúi félagsmála-
ráðuneytisins og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins í sendi-
ráði Íslands í Brussel og Sigurður
Snævarr, borgarhagfræðingur.
Skipað verður í embættið til
fimm ára frá og með 1. september
2004. ■
Andlát:
Árni Ragnar
látinn
ANDLÁT Árni Ragnar Árnason al-
þingismaður lést í gær á líknardeild
Landspítala - háskólasjúkrahúss, 63
ára að aldri. Árni
Ragnar var kos-
inn á Alþingi árið
1991 sem þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins í
Reykjaneskjör-
dæmi. Hann var
þingmaður Suð-
urkjördæmis frá
2003 til dánar-
dægurs.
Árni Ragnar
var fæddur á Ísafirði 4. ágúst 1941,
sonur hjónanna Árna Ólafssonar
skrifstofustjóra og Ragnhildar
Ólafsdóttur. Eftirlifandi eiginkona
Árna Ragnars er Guðlaug P. Eiríks-
dóttir og eiga þau fjögur uppkomin
börn. ■
Harður árekstur á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar:
Fernt flutt á slysadeild
SLYS Fernt var flutt á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi eftir
þriggja bíla árekstur við gatnamót
Kringlumýrarbrautar og Miklu-
brautar á tíunda tímanum í gær-
kvöld.
Tveir hinna slösuðu voru ung
börn en að sögn vakthafandi
læknis voru meiðsl hinna slösuðu
ekki talin alvarleg. Þrír þeirra
sem fluttir voru á slysadeild
komu úr einum bíl en einn úr öðr-
um. Draga þurfti þrjá bíla af slys-
stað, að sögn lögreglu, en tildrög
slyssins voru ekki ljós þegar
Fréttablaðið fór í prentun. ■
FRÁ SLYSSTAÐ
Tvö börn og tveir fullorðnir voru flutt á slysadeild og draga þurfti þrjá bíla af vettvangi.
MÓTMÆLT Í LEIPZIG
Um tuttugu þúsund manns í Leipzig mót-
mæltu niðurskurði í velferðarkerfinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
ÁRNI RAGNAR
ÁRNASON