Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 4
4 17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Fólk sem ferðast til N-Ameríku: Má ekki gefa blóð í mánuð HEILBRIGÐISMÁL Til að forðast sýk- ingu vesturnílarveiru hefur Blóð- bankinn ákveðið að fólk sem ferð- ast hefur til Norður-Ameríku á tímabilinu frá 1. júní til 30. nóv- ember ár hvert gefi ekki blóð fyrr en mánuði eftir heimkomu. Að sögn Haraldar Briem sóttvarna- læknis er vesturnílarsótt sjald- gæf í Evrópu og því ekki verið tekin sambærileg ákvörðun vegna ferða þangað. „Sjúkdómurinn hef- ur hins vegar verið að breiðast út í Norður-Ameríku undanfarin ár, þar sem hann var nánast óþekkt- ur.“ Í síðasta mánuði greindist vest- urnílarsótt í tveimur ferðamönn- um sem sneru heim til Írlands úr sumarleyfi í Algarve í Portúgal. Haraldur segir að ekki sé talin ástæða til að vara við ferðalögum til landa þar sem sýkingar hefur verið vart. Embættið leggur þó til að fólk forðist moskítóbit eftir megni, því sjúkdómurinn berst með flugunum. Sóttvarnalæknir segir vestur- nílarsótt í flestum tilfellum ein- kennalausa eða væga, en hún geti þó valdið alvarlegum sjúkdómi í innan við einu prósenti tilfella. „Í eldra fólki getur þetta orðið svæsnara og komið upp sýking í miðtaugakerfi sem jafnvel getur leitt til dauða en það er mjög sjaldgæft,“ segir hann. ■ Mestu breytingar frá lokum Kalda stríðsins Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um brotthvarf tugþúsunda bandarískra hermanna á erlendri grund. Breytingarnar koma til framkvæmda á ár- unum 2006 til 2011. Fjölgað í herstöðvum í Austur-Evrópu. WASHINGTON, BERLÍN, AP Að minnsta kosti 70 þúsund bandarískir her- menn verða kallaðir heim frá her- stöðvum í Evrópu og víðar í um- fangsmestu breytingum á banda- ríska heraflanum frá lokum Kalda stríðsins. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti um þessa fyrirætlan á ráðstefnu fyrr- verandi hermanna í Cincinnatti í Bandaríkjunum í gær. Til viðbót- ar við hermennina hefur þessi áætlun í för með sér tilflutning á 100 þúsund manns, fjölskyldum hermannanna og öðrum starfs- mönnum hersins. Ónafngreindur foringi í banda- ríska hernum í Evrópu sagði við AP-fréttastofuna að áæltunin myndi ekki koma til framkvæmda fyrr en á árunum 2006 til 2001. Hann sagði að þegar hefði verið rætt við þau ríki sem í hlut ættu um smáatriði áætlunarinnar en niðurstaðan væri þó ekki ljós enn. „Þetta er allt spurning um pólitík og þegar svo er, þá hafa margir þættir áhrif,“ sagði herforinginn. Alls eru 200 þúsund bandarísk- ir hermenn í herstöðvum erlendis en utan Íraks og Afganistans. Helmingur þeirra er í herstöðvum í Evrópu, þar af 70 þúsund í Þýskalandi. Búist er við að flestir hermennirnir verði sendir til her- stöðva í Bandaríkjunum en ein- hverjir fari til herstöðva í Austur- Evrópu. Þá er einnig búist við fækkun í herliði Bandaríkja- manna í Suður-Kóreu. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann vilji auka við- bragðsflýti bandaríska hersins og gera hann fjölhæfari. Þar með yrði hægt að nota herinn í fjöl- breyttari aðgerðir í stað þess að binda fjölmennar hersveitir við einstök lönd. Líklegt þykir að þessar tilfær- ingar á bandaríska heraflanum muni auka fylgi Bush meðal her- manna og fjölskyldna þeirra, nú þegar tæpir þrír mánuðir eru til forsetakosninga. John Kerry, andstæðingur Bush, mun einnig ávarpa ráðstefnu fyrrverandi hermanna en hún er haldin í Ohio-ríki, þar sem kannanir hafa sýnt að afar mjótt er á mununum milli forsetaframbjóðenda. Kerry hefur lagt til að fjölgað verði í hernum um 40 þúsund manns og að sérsveitir hans verði efldar. ■ Ráðstefna í Hveragerði: Tóbaks- varnir efldar HEILBRIGÐISMÁL Um miðjan sept- ember verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði ráðstefna um stöðu tóbaksvarna hér á landi. Á vef Landlæknisembættisins kemur fram að meginmarkmiðið sé að stuðla að auknu samstarfi þeirra sem vinna að tóbaksvörnum, auk þess að efla heilbrigðisstarfsfólk í forvörnum og meðferð. Umsjón með ráðstefnunni hef- ur Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði, aðrir sem að henni standa eru Landlæknir, heilbrigðisráðu- neyti, Lýðheilsustöð, Ráðgjöf í reykbindindi, Læknar gegn tó- baki, fagdeild lungnahjúkrunar- fræðinga og fleiri. Skráning fer fram á www.hnlfi.is/loft2004. ■ Ertu sátt(ur) við að Davíð Odds- son fari í utanríkisráðuneytið? Spurning dagsins í dag: Eiga stjórnvöld að fara með Svalbarða- deiluna fyrir alþjóðlega dómstóla? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 44% 56% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is SÚÐAVÍK Tæpur áratugur er liðinn síðan snjóflóðin féllu á bæinn. Minningarreitur í Súðavík: Frestað fram á vor MINNINGARREITUR Vígslu minning- arreits vegna þeirra sem fórust í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 hefur verið frestað fram á vor. Til stóð að vígja reitinn 21. ágúst. Ómar Már Jónsson, sveitar- stjóri Súðavíkurhrepps, segir að til standi að smíða stóran kross úr stáli sem staðsettur verður á minningarreitnum. Efnið sem verður notað í krossinn er hins vegar ekki til í landinu og þurfti að panta það frá Finnlandi, en það hefur misfarist í þrígang að koma efninu í flutningaskip til Íslands. Því ákváðu bæjaryfirvöld í sam- ráði við aðstandendur þeirra sem fórust að fresta vígslunni fram á vor. ■ HÓTA VERKFALLI Verkalýðsfé- lag sem inniheldur þrjú þúsund starfsmenn British Airways ætlar í eins sólarhrings verkfall í lok mánaðarins til að þrýsta á um bætt kjör. Um er að ræða starfsmenn í innritun og far- angursflutningum. ■ BRETLAND STJÓRNMÁL Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði ætla ekki að mæta á landsþing Ungra jafnaðarmanna sem haldið verður í Hveragerði um næstu helgi. Mikillar óánægju gætir innan félagsins, sem er eitt stærsta aðildarfélag Ungra jafn- aðarmanna, meðal annars vegna tímasetningar fundarins. „Tímasetningin á fundinum er hræðileg,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, sem segir fjölda stjórnarmanna stadda erlendis auk þess sem Menning- arnótt í Reykjavík verði haldin sömu helgi. Þá er Margrét ósátt við boðunartíma fundarins sem hún segir óeðlilega stuttan. Margrét Gauja segir hefð fyrir því að landsfundur hreyfingarinnar sé haldinn í september. „Ef breyta á út af vananum verður að hafa um það samráð við aðildarfélögin,“ seg- ir Margrét Gauja. „Boðun fundarins var fullkom- lega eðlileg og lögum samkvæmt,“ segir Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna. Andrés seg- ir málefnalegar ástæður fyrir því að þessi tímasetning var valin. Nokkrir stjórnarmeðlima séu meðal annars á leið í nám erlendis og því mikilvægt að halda fundinn fyrr en áður. ■ RÓIÐ Á GRÆNLANDI Ferðin hefur sóst félögunum vel og leiðin tæplega hálfnuð. Sæfararnir við Grænland: Hálfnaðir á ferð sinni SJÓLEIÐANGUR Fjórmenningarnir sem róa kajakbátum eftir austur- strönd Grænlands að vestur- ströndinni eru tæplega hálfnaðir á leið sinni. Reynir Jóhannesson, Friðgeir Jóhannesson, Baldvin Kristjánsson og Halldór Sævar Guðbergsson lögðu af stað 29. júlí í áheitaleiðangur til styrktar Blindrafélaginu, en Friðgeir er blindur. Þeir hafa nú róið 421 kílómetra og eru tæplega hálfnaðir á leið sinni. Ferðin sækist vel og er áhugasömum bent á vefsíðuna internet.is/leidangur þar sem lesa má dagbókarfærslur sæfaranna. ■ SÖGULEG TILKYNNING George W. Bush tilkynnir um mestu breytingar á bandaríska heraflanum frá lokum Kalda stríðsins á fundi fyrrverandi hermanna í Cincinnatti í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P BLÓÐGJÖF Fólk sem ferðast til Bandaríkjanna eða Kanada á tímabilinu frá júníbyrjun til loka október má ekki gefa blóð fyrr en mánuði eftir heimkomuna, samkvæmt reglum Blóðbankans. RÁÐ TIL AÐ VERJAST MOSKÍTÓBITI* 1 Klæðast langermaskyrtum, síðbuxum og lokuðum skóm úti við eftir sólsetur. 2 Bera mýflugnafælandi áburð á bera húð (bestu efnin innihalda DEET). 3 Hægt er að úða föt með mýflugna- fælandi vökva. 4 Forðast svæði þar sem vitað er að mikið er af moskítóflugum (s.s. við vötn og mýrar). 5 Sofa í loftkældum herbergjum en moskítóflugur þrífast ekki þar. *Ráðleggingar Landlæknisembættisins vegna vesturnílarsóttar. Íraksstjórn: Tekur á Kúrdum TYRKLAND, AP Bráðabirgðastjórnin í Írak hyggst grípa til harðra að- gerða gegn kúrdískum skærulið- um í norðurhluta landsins. Þar er talið að um fimm þúsund skæru- liðar hafi bækistöðvar. Kúrdar hafa gert árásir á Tyrk- land en markmið hópanna er að þrýsta á um stofnun sérstaks rík- is Kúrda. Ghazi al-Yawer, forseti bráða- birgðastjórnar Írak, segir að stjórnin geti ekki þolað að hópar innan landamæranna ógni ná- grannaþjóðum. Í heimsókn í Tyrk- landi í gær áminnti hann þarlend stjórnvöld hins vegar um að blan- da sér ekki í innanríkismál ná- grannaþjóða. ■ Ekkert kalt vatn í Ólafs- firði: Skrúfað fyrir vatnsleiðslur SKEMMDARVERK Hluti húsa í Ólafs- firði varð kaldavatnslaus á sunnu- dag eftir að skrúfað var fyrir rennsli í vatnsleiðslum úr Bursta- brekkudal. Víða fylltust síur af leir og drullu auk þess sem vand- kvæði voru með þvottavélar. Kristinn Hreinsson, bæjarrit- ari í ÓIafsfirði, segir að málið hafi verið kært til lögreglu sem skemmdarverk og verði rannsak- að sem sakamál. Hann segir að ekki hafi verið hætta á ferðum, til dæmis ef einhver hefði verið í sturtu þegar kalda vatnið hvarf, þar sem heita vatnið sé ekki mjög heitt. ■ MARGRÉT GAUJA MAGNÚSDÓTTIR Segir félagsmenn ekki ætla að mæta á landsþing um næstu helgi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði ætla ekki á landsþing Ungra jafnaðarmanna: Óánægja með tímasetningu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.