Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 38
17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Hlíðaskóli Hlíðaskóli óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf Skólaliði fullt starf Stuðningsfulltrúi 70% starf Táknmálskennari Kennari á táknmálssvið Upplýsingar veitir Kristrún G. Guðmundsdóttir skólastjóri og Ingibjörg Möller aðstoðarskólastjóri í síma 552 5080. Vinnuvélanámskeið Flest verkalýðssfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður. Námskeiðsstaður, Þarabakki 3. 109 Reykjavík (Mjódd). Verð 39.900.- Næsta námskeið byrjar 20. ágúst 2004 Upplýsingar og innritun í síma: 894 2737 Alveg frá því að ég var barn hefur mig dreymt um stað þar sem engin dagatöl, klukkur og s t u n d a t ö f l u r stjórna lífinu. Í þessari útópíu minni gæti ég vaknað þegar mér sýndist, farið að sofa þegar mér sýndist og dólað mér í gegnum líf- ið án þess að þurfa nokkurn tíma að standast tímamörk, axla ábyrgð eða hafa yfirleitt nokkra skoðun á nokkrum sköpuðum hlut. Ég fann þennan stað á Græn- landi fyrir skömmu og komst eina ferðina enn harkalega að því að maður skyldi fara varlega með að óska sér þar sem óskin gæti ræst með tilheyrandi skelf- ingu. Í Tasiilaq á austurströnd Grænlands skiptir tíminn engu máli. Þau fáu þjónustufyrirtæki sem starfa í bænum hafa að vísu auglýsta opnunartíma en þeir eru staðlausir stafir þar sem hending ein virtist ráða því hvort kaffihúsið og sjoppan væru opin á uppgefnum tímum. Eymdin er allsráðandi í þessu klukkulausa þorpi sem ég hefði talið að ætti að vera paradís á jörð. Moldarvegirnir eru á kafi í rusli, sígarettustubbum og bjór- dósum og íbúarnir mæla þá fram og til baka og reyna að drepa tímann sem er samt ekki til. Láta daginn líða á rölti í subbuskapn- um og bíða eftir að næsti dagur, sem verður nákvæmlega eins, rísi upp. Verðmætasköpun á staðnum er engin og allt framtak hefur verið drepið niður. Það vantar tímann, klukkuna, dagatalið. Þessa miskunnarlausu herra sem keyra mannskepnuna áfram og virkja bæði til góðra verka og slæmra. Kaupfélagið á staðnum sýnir þessa heimsmynd í hnotskurn en þar má kaupa brennivín, hagla- byssur og útfararkransa. Það er nefnilega ekkert hægt að gera í tímaleysi annað en drekka sig fullan og skjóta sig í hausinn. STUÐ MILLI STRÍÐA Tímalaus eymd M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON HÉLT AÐ HAMINGJAN FÆLIST Í ÞVÍ AÐ LOSNA UNDAN OKI KLUKKUNNAR. Djöfull verður gott að komast heim! Okey, New York er eins og í bíómyndum en fólkið sem býr hér er djöfuls drullusokk- ar! Vælandi göturónar að betla og allir vorkenna þeim! Þetta er alveg eins og í bíó, bara hryllingsmynd! TVÆR réttar! Lottó er til- gangslaust skítaspil! Svona... Líttu á okkur! Við höfum allt til alls! Og við eigum hvert annað! Heldurðu virkilega að peningar geri okkur hamingju- samari? Já! Hvers konar spurning er þetta? Hmm...hvað á ég að gera við jakkafötin? Þau eru alltof fyrirferðarmikil í handfar- angur og ég get ekki bara skilið þau eftir! Þau kostuðu mig annan handlegginn! Ég ætti kannski bara að skilja þau eftir á einhverjum barnaspítala... ...eða heimili fyrir munað- arlaus börn... ...hmm... Get ég fengið þrjár túbur af tonnatakki, skæri og eina hárkollu hingað upp? Þ riðji dagur... Pabbi!! Koddu o’ lagaðu sjónvarpið!! Hmmm.... við höfum allar stöðv- ar... myndin er skýr... liturinn er góður... ekkert að hljóðinu... Hvað er að? Það er ekkert skemmti- legt í’ði. KRUMP!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.