Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 23
3ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst 2004 Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, HVETUR MEIRIHLU- TANN TIL AÐ LÁTA TIL SÍN HEYRA. Hinn þögli meirihluti gbergmann@gbergmann.is. Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið alla daga kl. Í umræðu um þjóðþrifamál er oft talað um hinn þögla meiri- hluta. Meirihlutinn sem vill stuðla að sterkara fjölskyldu- mynstri í samfélaginu en þegir, meirihlutinn sem fylgir lögum landsins en þegir þegar glæpa- alda gengur yfir og meirihlutinn sem reykir ekki en þegir um reykingar á almannafæri. Þannig mætti lengi telja. Svo virðist sem auðvelt sé að virkja minnihlutahópa. Skiljanlega, minnihlutahópar eru litlir og auðvelt er að ná samstöðu um aðgerðir innan þeirra. Hins veg- ar virðist allt að því ómögulegt að virkja hinn þögla meirihluta. Fólk í meirihlutahópi telur að það geti ekkert gert. Virkjun meirihlutahóps virðist kosta stórfé eins og sést um hverjar kosningar. Þess vegna lætur meirihlutinn oft undan kröfum minnihlutahópa á kostnað meiri- hlutans vegna þess að litli hóp- urinn skapar óþægindi, hefur hátt og lætur öllum illum látum. Ég ætla ekki að taka nein sér- stök dæmi um þetta en hver og einn getur eflaust fundið dæmi ef hann leggur höfuðið í bleyti. Hver er þá tilgangurinn með þessum skrifum? Ég vil bara minna einstaklinga á að flestir eru hluti af hinum þögla meiri- hluta. Eina leiðin til þess að virkja meirihlutann felst í því að einstaklingar láti í sér heyra um þau mál sem þeim liggja á hjarta. Ekki þýðir að skella skuldinni á minnihlutann. Ein- staklingar í meirihlutanum verða bara að láta í sér heyra! ■ Margir þjást af liða- gigt eða stirðleika og óþægindum í liða- mótum. Nú hefur komið í ljós að C vítamín sem kemur beint úr fæðunni get- ur reynst fyrirbyggj- andi gegn sjúkdóm- um og óþægindum í liðum. Rannsókn sem gerð var við Manchesterháskóla í Bretlandi á þróun fjölliðagigt leiddi í ljós að þeir sem fengu nóg C vítamín úr ávöxtum og græn- meti voru þrisvar sinnum ólíklegri til að fá fjölliðagigt en þeir sem fengu lítið sem ekkert C vítamín úr fæðunni. Hér er því komin enn ein ástæða til að háma í sig ávexti og græn- meti sérstaklega þó C vítamínríkustu teg- undirnar sem eru tómatar, grænt græn- meti eins og brokkólí, græn paprika og spí- nat, og sítrusávextir eins og appelsínur og greip. ■ Síðustu ár hafa erlendar rann- sóknir sýnt að greinileg aukning er á heyrnarskaða hjá ungu fólki og heyrn þess er að verða eins og hún var hjá miðaldra fólki í næstu kynslóð á undan. Nútímatækni með auknum hávaða í umhverfi okkar hefur áhrif á heyrn fólks og er mikilvægt að gera ráðstafanir til að vernda heyrnina því ekki verður aftur snúið þegar skaðinn er skeður. Bryndís Guðmundsdóttir, heyrnarfræðingur og deildar- stjóri barnastarfs Heyrnar- og tal- meinastöðvar, segir alls ekki bara fullorðna þurfa að passa heyrnina heldur þurfi einmitt að hvetja unga fólkið til að hugsa um þessi mál því að hávaðinn í kringum okkur fari vaxandi. Vitað er að há- vaði á sumum vinnustöðum veld- ur skaða á heyrn og þar er mikil- vægt að vernda heyrnina með heyrnarhlífum. Allt of algengt er að fólk trassi að nota hlífarnar við hávaðasama vinnu en það þarf ekki nema nokkrar mínútur í of miklum hávaða til að skaða heyrn- ina. Því meiri sem hávaðinn er, því skemur má vera í honum. Bryndís segir að vert sé að hafa í huga að hávaða sé ekki bara að finna á vinnustöðum. Til að mynda var gerð hér rannsókn á heyrn vélstjóra sem sýndi að þeir yngri voru með verri heyrn en bú- ist hafði verið við þrátt fyrir notk- un heyrnarhlífa. Það sýnir að það kann að vera eitthvað annað í um- hverfi þeirra yngri sem veldur skaða á heyrninni. Mikið er um að ungt fólk og jafnvel börn hlusti á tónlist eða tölvuleiki með heyrn- artólum með hljóðstyrkinn í botni. Ekki síst eru það hvellir og skell- ir, sem gjarnan eru í tölvuleikjum, sem eru verstir fyrir heyrnina. Gott er þá að hafa hljóðstyrkinn aðeins minni því þá er hægt að hlusta lengur. Eyrnatappar eru mjög góðir til að útiloka óæskilegan hávaða og segir Bryndís það almennan mis- skilning að ekki sé hægt til dæm- is að tala saman með þá í eyrun- um. Mismunandi eyrnatappar eru til sem dempa mismikið og á mis- munandi tíðni og því hægt að velja sér tappa við hæfi. Ráðlegt er fyrir þá sem sækja mikið há- vaðasama tónleika að setja í sig eyrnatappana áður til að vernda heyrnina en tónlistin mun samt sem áður heyrast vel í gegn. Það er þekkt að rokktónleikar og dansstaðir með hávaðasamri tón- list hafa mikil áhrif á heyrnina og því lengur sem viðkomandi er í hávaðanum, því meiri verður skaðinn. Bryndís segir að jafnvel hávaði í kvikmyndahúsum geti haft skaðleg áhrif á heyrnina og hafi hávaði þar mælst yfir hættu- mörkum. Spurningar hafa vaknað um hvort farsímar geti valdið heyrnarskerðingu í ljósi athug- ana á rafsegulmagni og hand- frjáls búnaðar sem styttir mikið fjarlægðina milli hringingarinnar og eyrans. Ekki er þó vitað um beinar rannsóknir á þessu enn sem komið er. Bryndís segir að nauðsynlegt sé að vera meðvitaður um skað- semi hávaða á heyrnina og ætíð gera ráðstafanir til að vernda hana í umhverfi þar sem hávaðinn er mikill. Kæruleysi borgar sig ekki í þeim málum því að skaði á heyrn er óbætanlegur. kristineva@frettabladid.is Eyrnatappar eru mjög góðir til að útiloka óæskilegan hávaða og er það algengur misskilningur að þeir útiloki allt hljóð. Heyrnarvernd: Hvellir og skellir verstir Sítrusávextir eins og appel- sínur og sítrónur eru bragð- góðir C vítamíngjafar. C vítamín liðkar liðina Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is SPIRU-TEIN Fæðubótarefni sem sker sig úr! SPIRU-TEIN inniheldur: • Hágæða soja próteín • Spirulina svifþörung. Í honum eru allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar • Hafratrefjar sem gefa fyllingu og hraða fæðunni gegnum meltingarfærin • Meltingarensím úr ávöxtum. • Pektín, sem aðstoðar við losun óæskilegra málma og eiturefna úr líkamanum • Fullan dagsskammt af öllum vítamín og flestum steinefnum • Lesitín 5 bragðtegundir SPIRU-TEIN er laust við: • Hvítan sykur • Gervisætuefni eins og sakkarín og aspartam • Erfðabreytt soja og önnur erfðabreytt matvæli • Kemísk litar- og bragðefni Herbalife, frábær lífsstíll. Þyngdar- stjórnun, auk- in orka og betri heilsa. www.jurtalif.is Bjarni sími 820 7100. www.workworldwidefromhome.com Frábær líðan.. Alveg síðan.. HERBALIFE www.eco.is Erla Bjartmarz erla@eco.is 899 4183. Þinn tími er núna ! Reynsla og árangur, Rakel - 50 kg s. 869 7090 rakel.topdiet.is www.arangur.is NÝTT Líkami í mótun. Sérsniðið fyrir þig. S. 595 2002 www.arangur.is Viltu léttast? Eða þyngjast? Þú getur það með Herbalife! Hafðu samband. Ólöf. S. 861 5356, olsiar@hotmail.com Minni mör-meira fjör-HERBALIFE. www.eco.is/love Lovísa Ósk. S. 699 3661. Fæðubótarefni Fangaðu athyglina Með því að nota fyrirsögn og feitletrun í smá- auglýsingunni þinni nærðu meiri athygli. Kannaðu málið hjá Smáauglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 550 5000 Heilsuvörur HEILSA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.