Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 39
31ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI ■ TÓNLIST Enginn slasaðist þegar eldur braust út í hljóðveri í Burbank í Kaliforníu þar sem hljómsveitin Black Eyed Peas hefur verið við upptökur á sinni fjórðu breiðskífu, Monkey Business. Eldurinn, sem varð af völdum kerta, eyðilagði hljóðfæri og upp- tökubúnað fyrir um 35 milljónir króna. Ekki er talið að útgáfa plöt- unnar frestist af völdum eldsvoðans, en hún á að koma út þann 16. nóvem- ber. „Við tókum upp stóran hluta af plötunni á meðan við vorum ennþá á tónleikaferðalagi,“ sagði Fergie, liðs- maður sveitar- innar, í nýlegu viðtali. „Hún hljómar tölu- vert eins og tónleikaplata.“ Platan verð- ur heldur myrkari en sú síðasta, Elephunk, sem naut mikilla vinsælda. Fyrsta smáskífa verður að öllum líkindum Don’t Mess With My Heart. Black Eyed Peas heldur síðan á ný í tónleikaferðalag í næsta mán- uði eftir stutt hlé. ■ Frank Black, forsprakki Íslands- vinanna í Pixies, ætlar að gefa út tvær plötur á næstunni. Önnur platan, sem kallast Frank Black Francis, verður tvöföld og kemur út 12. október. Á fyrri disk þeirrar plötu verða demó-upptökur sem Black tók upp áður en hann stofnaði Pixies. Á þeirri síðari verða nýjar útgáf- ur af yfir tólf Pixies-lögum sem þeir Andy Diagram og Keith Moline úr sveitinni Two Pale Boys hristu fram úr erminni. Á meðal laga verða Cactus, Into the White, Monkey Gone to Heaven, The Holiday Song og Caribou. Black segist lengi hafa ætlað að gefa út demó-upptökurnar enda hafi eftirspurnin verið mikil undanfarin ár. Hvað varðar fram- lag Diagram og Moline sagðist Black hafa sungið einhverja texta inn í hljóðnema og látið þá um af- ganginn. „Þetta er frjálslegt hjá þeim en ekki djassað. Þetta er frekar eins og skrýtið nýaldar- efni. Það má eiginlega líta á þetta sem tilraun frekar en sem nýja plötu,“ sagði hann í viðtali við Billboard. Á næsta ári er síðan væntanleg platan Honeycomb sem Black gerði í Nashville með þekktum tónlistarmönnum þar í borg. Þar verða eingöngu ný lög á ferðinni sem flest eru í rólegri kantinum. Pixies fer í tónleikaferð um Bandaríkin 4. september og er bókuð fram í desember. Orðrómur er uppi um að sveitin ætli að gefa út nýja plötu á næsta ári, þá fyrstu í 14 ár. ■ Hótelkeðjuerfinginn Nicky Hiltongekk óvænt upp að altarinu á dögunum og gift- ist manni að nafni Todd Andrew Meister. Athöfnin átti sér stað í Las Vegas og var systir hennar Paris við- stödd ásamt l e i k k o n u n n i Bijou Phillips. Leikkonan Gwyneth Pal-trow bauðst til að fara með hlutverk söngkonunn- ar Peggy Lee í myndinni Ev- ery Word Is True fyrir lág- markskaup. Myndin er gerð af óháðum aðil- um og því þurfti Pal- trow að slá aðeins af kröfunum. Með önnur aðalhlutverk fara Mark Wahlberg og Sandra Bullock. Öryggisgæsla hefur veriðhert til muna við upp- tökur á nýjustu Harry Potter-myndinni eftir að óhugnanleg hryðjuverka- hótun barst aðstandend- um myndarinnar. Hót- unin fólst í því að meiða hinar ungu aðalstjörnur. Ótt- ast er að Al-Kaída samtökin hafi staðið á bak við hótunina. Leikarinn Keanu Reeves hefurbeðið kærustu sinnar, Autumn Macintosh. Reeves og Macintosh voru par snemma á tíunda áratugn- um en þá slitnaði upp úr samband- inu. Reeves hefur átt erfitt í einkalíf- inu. Árið 1999 ól unnusta hans, Jennifer Syme, honum barn sem fæddist and- vana. Tveimur árum síðar fórst Syme í bíl- slysi. Reeves hefur einnig eytt umtals- verðum tíma í að annast systur sína sem er með hvítblæði. Leikkonan ScarlettJohansson eyddi rúmum þremur millj- ónum í partí sem hún hélt á næturklúbbi í London fyrir fjöl- skyldu sína og vini sem hún hefur ekki séð í háa herrans tíð. Johansson er stödd í London vegna nýjustu myndar sinnar, sem Woody Allen leikstýrir. Leikarinn James Van Der Beek, úrþáttunum Dawson’s Creek, hefur unnið mál sem hann höfðaði gegn f a s t e i g n a - s a l a n o k k r u m . Van Der Beek sakaði fasteignasal- ann um að hafa greint rangt frá ástandi húss sem leikar- inn keypti fyrir fjórum árum. TRACY FERGUSON Söngkonan Tracy Ferguson og félagar í Black Eyed Peas senda frá sér sína fjórðu plötu í nóvember. Eldur í hljóðveri Black Eyed Peas Sölustaðir um land allt · Sjá frekari upplýsingar á www.thinkpad.is Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Þú og Margverðlaunaðar fartölvur sem fanga hug þinn FARTÖLVUR IBM ThinkPad R51 - UJ032DE · Intel Pentium M 1,5GHz, 1MB flýtiminni · 256MB minni (mest 2GB) · 40GB diskur m/ APS fallvörn · 15” TFT skjár (1024x768) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b 11Mb · Allt að 4 klst. rafhlöðuending · Windows XP Pro stýrikerfi · 2 ára neytendaábyrgð Tilboðsverð: 159.900 kr. IBM ThinkPad T42 - UC25WDE · Intel Pentium M 1,5GHz, 1MB flýtiminni · 256MB minni (mest 2GB) · 30GB diskur m/ APS fallvörn · 14” TFT skjár (1024x768) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 5 klst. rafhlöðuending · Þyngd aðeins 2,2 kg · Windows XP Pro stýrikerfi · 3 ára ábyrgð Tilboðsverð: 189.900 kr. einstakt par IBM ThinkPad R51 - TJ9BRDE · Intel Pentium M 1,7GHz, 1MB flýtiminni · 512MB minni (mest 2GB) · 40GB diskur m/ APS fallvörn · 15” Flexview TFT skjár (1400x1050) · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 4:40 klst. rafhlöðuending · Windows XP Pro stýrikerfi · 3 ára ábyrgð Tilboðsverð: 199.900 kr. IBM ThinkPad R50e - UR0BYDE · Intel Celeron M 330 1,4GHz, 512KB flýtiminni · 256MB minni (mest 2GB) · 30GB diskur · 15” TFT skjár (1024x768) · Intel Extreme Graphics II skjákort · Combo drif (CD-RW / DVD) · Þráðlaust netkort 802.11b/g 11Mb/54Mb · Allt að 3:30 klst. rafhlöðuending · Windows XP Pro stýrikerfi · 2 ára neytendaábyrgð Tilboðsverð: 134.900 kr. 6.052 .rk *IÐUNÁM Á 992.4 .rk *IÐUNÁM Á 739.4 .rk *IÐUNÁM Á 173.6 .rk *IÐUNÁM Á NÁMUTI LBOÐ 154.900 kr. Námufélögum Landsbankans býðst afar hagstæð tölvulán að hámarki 300.000 krónur í 3 ár. * Lán til 36 mánaða miðað við 9,15% vexti skv. vaxtatöflu Landsbankans 1. ágúst 2004. N Ý H E R J I / 1 40 M YN D /S TE FÁ N Tvær plötur frá Black FRANK BLACK Frank Black, forsprakki Pixies, hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Hann gefur út tvær plötur á næstunni. ■ TÓNLIST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.