Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 18
Björn og heiðarleikinn Af starfandi alþingismönnum er enginn með ámóta reynslu af blaðamennsku og Björn Bjarnason. Merkilegt er að lesa hvaða augum hann lítur það starf og eðlilegt er að ætla að þannig hafi hann starfað sem blaðamað- ur. Í Hólaræðu sinni sagði blaðamaðurinn fyrrverandi meðal annars: „Mat á atburðum líðandi stundar mótast mjög af því hvaða litum mynd er dregin í fjölmiðlum. Ef heið- arleiki og réttsýni víkja fyrir þröngri hags- munagæslu, er auðvelt að haga áherslum þan- nig, að rangar ályktanir verði dregnar. Spunameistarar í þjónustu þeirra, sem vilja slá ryki í augu fólks með áróðri, leitast við að færa fréttnæman viðburð í gott ljós fyrir umbjóðanda sinn og í óhag andstæðingi hans.“ Eflaust er Björn að skrifa út frá eigin reynsluheimi. Björn og arfurinn Blaðamaðurinn fyrrverandi heldur áfram og talar um málfrelsi og ritfrelsi: „Einu má þó slá föstu, þau ýta undir fjölbreytni í skoðunum og eru litin hornauga af þeim, sem einir vilja ráða yfir almenningsálitinu til að halda í völd sín.“ Eflaust sótt í eigin reynslu- heim, en auk þess að vera fyrrverandi blaðamaður er Björn einn af eigendum Morgunblaðsins. Á einum stað segir Björn: „Við erum með dýran arf í hönd- unum og höfum axlað þá ábyrgð, að skila honum enn verðmætari til afkom- enda okkar.“ Auðvitað á hann ekki við eignarhlutinn í Mogganum, en það hljómar samt þannig. Björn og sannleikurinn „Hvarvetna í lýðræðislöndum eykst mikilvægi þess, að haldið sé uppi gagn- rýnu aðhaldi til að upplýsa almenning um það, hvenær verið er að miðla til hans lygi, hálfsannleika eða sannleika. Yfir okkur flæða dæmi um blygðunar- lausa misnotkun á trausti fólks og opn- um huga þess gagnvart því, sem það les eða sér.“ Gott væri fyrir Björn að muna þessi orð og haga sér samkvæmt þeim. Nú styttist í 15. september, dag- setningu sem frá því síðastliðið vor hefur verið hálfgerð tíma- mótadagsetning í íslensku þjóðfé- lagi. Eftir kosningarnar í fyrra náðu ríkisstjórnarflokkarnir samkomulagi um að starfa áfram, en með tilbrigðum. Ríkisstjórnar- flokkarnir töpuðu að vísu kosn- ingunum en stjórnarandstaðan vann ekki nægilega stóran sigur til að fella ríkisstjórnina – og þá byrjuðu menn að semja. Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði meira en Framsóknarflokkurinn og því gat sá síðarnefndi kreist forsætisráð- herraembættið út úr þeim fyrr- nefnda, en þó einungis með því að borga á milli og milligjöfin var eitt stykki ráðherraembætti. Þess vegna eru sumir ráðherrar úr Framsóknarflokki núna með hnút í maganum. Sjálfstæðisflokkur- inn valdi konur í tvö ráðherra- embætti en þar sem sú fyrsta í röðinni var í barnseignafríi fékk Tómas Ingi að vera menntamála- ráðherra hálfu ári lengur en ella. Svo skyldi hann verða sendi- herra, en þar sem sendiherrann vildi ekki hætta strax fór Tómas Ingi bara á biðlaun um áramótin en mun komast í sína öruggu höfn. Ráðherrarnir í Sjálfstæðis- flokknum eru ábyggilega búnir að vera svolítið stressaðir yfir því hver verði utanríkisráðherra, sem er voða vinsælt embætti, en nú er Davíð búinn að kveða upp úr með það. Ég mæli það af heilum hug að ég vona að hann nái heilsu sem fyrst og komist til starfa, en þykist svo sem viss um að mér muni ekki finnast hann mjög spennandi utanríkisráðherra, þótt það sé allt önnur saga. Meginlín- urnar í þessum hrókeringum voru allar lagðar með 16 mánaða fyrir- vara. Í einkafyrirtækjum geta stjórnendur ekki ráðstafað æðstu stöðum með þessum fyrirvara, nema ef vera skyldi í fjölskyldu- fyrirtækjum. Stundum finnst manni nefnilega eins og æðstu embættismenn þjóðarinnar hagi sér eins og þeir séu í fjölskyldu- fyrirtæki, en ekki í þjónustu hjá þjóðinni. Kannski ætti að rifja það upp að orðið embætti er af sama stofni og orðið ambátt. Það liggur í eðli lýðræðisins að sá sem býður sig fram til þings getur verið kosinn í dag en fallið í næstu kosningum. Eins er það hluti lýðræðisins að stjórnmála- flokkar skiptist á að fara með völdin, þannig að ef kjósendur svo ákveða getur sá sem er í stjórn í dag verið í stjórnarandstöðu á morgun. Hér á landi virðist hins vegar sem menn geti einfaldlega ekki hætt að vera ráðherrar og unnið störf sín í stjórnarandstöðu, heldur verða menn verða sendi- herrar eða eitthvað álíka. Menn virðast heldur ekki geta hætt að vera þingmenn og horfið til ann- arra venjulegra starfa, þeir þurfa líka að verða sendiherrar, nú eða ráðuneytisstjórar. Svo hart kveður að þessu að þingmenn samþykktu í lok síðasta árs lög um eftirlaun sín, hvort heldur þeir hafa verið óbreyttir eða í ráðherraembættum. Af lög- unum virðist sem þeir telji sig ekki gjaldgenga á vinnumarkaði ef þeir hafa setið á þingi í 16 ár eða verið ráðherrar í 6 ár heldur eigum við, skattgreiðendur, að halda áfram að borga þeim kaup, þó þeir falli í kosningum eða hætti af öðrum ástæðum. Auðvit- að eru einhverjar undantekningar á þessu. Þeir sem hafa setið á þingi fyrir önnur samtök en hina rótgrónu stjórnmálaflokka, og má þá nefna Borgaraflokkinn, Kvennalistann og Bandalag jafn- aðarmanna, hafa flestir horfið út í þjóðfélagið til venjulegra starfa, en ég held, svei mér þá, að það sé undantekning. Það hlýtur að valda áhyggjum ef stjórnmálastarf er orðið þannig að þeir sem sinna því telja sig ekki eiga afturkvæmt meðal venjulegra launþega. Ég var einu sinni að velta þessu fyrir mér við vin minn. „En elsku besta“, sagði hann „veistu ekki að Alþingi er fínasti klúbbur landsins“. Ég held meira að segja að hann hafi meint að það væri fínni klúbbur en frí- múrararnir. Kannski er það skýr- ingin á því að tiltölulega venjulegt fólk sem kosið er á þing virðist margt hvert umbreytast um leið og það kemst þangað. Kannski er það líka skýringin á því að stund- um virðist sem þingmenn telji nóg að spjalla um málin sín á milli en nenna lítið eða ekki að tala við kjósendur. Kannski er það líka skýringin á því hve litla virðingu þjóðin ber fyrir alþingismönnum. Hver sem skýringin er þá er þessi þróun verulegt áhyggjuefni þeim sem meta lýðræðið. ■ E in áhrifaríkasta – og um leið einhver dapurlegasta –myndin sem dregin er upp í fornbókmenntum okkar er afbrennunni á Bergþórshvoli, Njálsbrennu sem svo hefur verið kölluð. Þar lét fjöldi heimilismanna, börn, konur og karlar, lífið í hefndaratlögu fjölmenns flokks hatursfullra vígamanna. Öldum saman töldu Íslendingar að brennan hefði raunverulega orðið með þeim hætti sem lýst er í Njáls sögu. Fornleifafræðing- ar grófu jafnvel eftir brunarústum á staðnum á fyrri hluta síð- ustu aldar. Atburðurinn varð tákn um grimmd þjóðveldisaldar á kvöldvökum baðstofanna og í sögukennslu skólanna kynslóð fram af kynslóð. Í rauninni skiptir engu máli hvort Njálsbrenna er frásögn um atburð sem varð, tómur skáldskapur eða hvort hún byggir að- eins að hluta til á sannsögulegri fyrirmynd, sem er líklegast. At- burðurinn í listrænni endursögn eða sköpun höfundarins, hver sem hann var, er stöðug áminning um harðneskjuna, hefndar- huginn og hatrið í mannfélaginu. Um leið birtir hann okkur næsta ofurmannlegan kjark fólks sem gekk á móti ægilegum örlögum af reisn. Þetta er rifjað upp vegna þess að um helgina var Njálsbrenna sviðsett sem liður í dagskrá Töðugjalda á Hvolsvelli þar sem ein- nig er staðsett vinsælt sýningarhús, Njálusetur. Myndin af heit- um, ógnandi logunum í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í fyrra- kvöld stuðaði fleiri en einn áhorfanda og vakti upp þá spurningu hvort íslensk ferða- og afþreyingarþjónusta sé á réttri leið þegar jafn harmsögulegur atburður verður tilefni skemmtiatriðis við leik, söng og fremur óheflaða eftiröpun vígaferla sögualdar. Fornbókmenntirnar eru vissulega sameign okkar allra og rit- skýring þeirra og hagnýting eru engin einkaréttindi fræðimanna. Þær eru einmitt lifandi í samtímanum vegna þess hve almenn- ingur hefur tekið miklu ástfóstri við þær öld fram af öld. En það þýðir ekki að engu skipti hvernig með þær er farið og hvernig þær eru kynntar. Þeir sem vilja hagnýta sér hinn sögulega arf þjóðarinnar mega ekki láta eins og óvitar sem róta eftir leikfangi í gullkistu. Það ætti að vera sjálfsagður virðingarvottur við for- feður okkar að umgangast menningararfinn af yfirvegun og vandvirkni og með sómatilfinningu að leiðarljósi. Það er satt að segja ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Ís- lendingar hafa talið forfeður sína á fyrstu öldum byggðar í land- inu víkinga eða talið sérstaka ástæðu til að hafa vígaferli sögu- aldar í hávegum. Orðið „víkingur“ kemur ekki einu sinni fyrir í Íslendingabók Ara fróða. Lesa má úr ýmsum Íslendingasagnanna tilhneigingu til að greina hetjur sagnanna frá réttnefndum vík- ingum, sjóræningjum og farandillvirkjum. „Víkingavæðingin“ sem ferðaþjónustan hér á landi hefur staðið fyrir á undanförnum árum – og Njálsbrenna hin síðari er þáttur í – er angi af alþjóð- legri tísku, sem vissulega getur haft skemmtilegar og fræðandi hliðar ef vandað er til verka. En hún er umdeilanlegt fyrirbæri – jafnt sagnfræðilega sem siðferðislega – og Njálsbrennan á Hvolsvelli – eins og hún birtist í sjónvarpsfréttum – er óþægileg áminning um skort okkar Íslendinga á alvörukenndum skilningi á menningararfi okkar. ■ 17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON „Víkingavæðingin“ er sagnfræðilega umdeilanleg sem siðferðislega. Njálsbrenna hin síðari Líf eftir stjórnmálaþátttöku ORÐRÉTT Við erum sérstök Ísland er lítið land. Gleymi menn þessari staðreynd mun næsta lota í fjölmiðlaumræðunni verða viðlíka létttengd við raunveru- leikann og lagasetningarbrölt Davíðs Oddssonar í vor og sumar. Birgir Hermannsson stjórnmála- fræðingur. DV 16. ágúst. Góð spurning Hvernig væri það, ISG, að hrein- sa til í borginni í stað þess að læðupokast á þingi? Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur. Morgunblaðið 16. ágúst. Hættulegt að kunna frönsku Ein helsta gagnrýnin á John Kerry, forsetaefni demókrata, er að hann kunni að tala frönsku. Í krumpuðum heimi hálfrar bandarískrar þjóðarinnar er það ekki talið vera dæmi um nauð- synlega yfirsýn mannsins, held- ur ávísun á að hann hljóti að vera hættulegur. Jónas Kristjánsson fyrrv. ritstjóri. DV 16. ágúst. FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG STJÓRNMÁLASTARF VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Stundum finnst manni nefnilega eins og æðstu embættismenn þjóðarinnar hagi sér eins og þeir séu í fjölskyldufyrirtæki, en ekki í þjónustu hjá þjóð- inni. Kannski ætti að rifja það upp að orðið embætti er af sama stofni og orðið ambátt. ,, sme@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Orkuveita Reykjavíkur starfrækir gestamóttöku í Skíðaskálanum í Hveradölum í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Framkvæmdum eru gerð skil í máli og myndum í Skíðaskálanum. Á laugardögum í ágúst er boðið upp á leiðsögn um virkjunarsvæðið. Opnunartími: 10:00 til 17:00 mánudaga - föstudaga. 10:00 til 18:00 laugardaga. Nánari upplýsingar í síma 617- 6784. Hellisheiðarvirkjun www.or.is ALÞINGI Áhyggjuefni ef stjórnmálamenn telja sig ekki geta snúið til venjulegra starfa þegar þingmennsku lýkur segir greinarhöfundur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.