Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Latibær. Charley. Hafnarfirði. Jórunn Viðar með lag á Medulla „Í mjög stuttu máli er þetta saga um ungan Reykvíking sem lendir í að þurfa að berjast við hræðilega illa geimveru um yfirráð yfir jörð- inni og geimnum,“ segir leikarinn Gunnar Helgason en æfingar hófust í gær á nýju fjölskylduleik- riti eftir hann sem ber heitið Hinn útvaldi. Gunnar segir verkið gerast í nútímanum, í samfélagi þar sem baráttan um völdin í heiminum snýst um það hver ræður yfir Playstation-fjarstýringunni. Ásamt því að skrifa verkið leikstýrir Gunnar Helgason Hin- um útvalda en leikararnir sem hann hefur valið með til verksins eru þau Valur Freyr Einarsson, Jón Páll Eyjólfsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Maríanna Klara Lúthersdóttir og Þórunn Lárus- dóttir. Listrænir stjórnendur eru Þór- arinn Blöndal leikmyndahönnuð- ur, Ilmur Stefánsdóttir búninga- og gervahönnuður, Jón Ólafsson tónlistarstjóri og Halldór Örn Óskarsson ljósahönnuður en Arn- ar Friðbjarnarson og Helena Stef- ánsdóttir hjá kvikmyndafyrirtæk- inu Undralandi sjá um tölvu- myndskeið í sýningunni. Það er Himnaríki sem stendur að Hinum útvalda en Húsasmiðj- an og Skífan styrkja sýninguna, sem er áætlað að frumsýna þann 16. september. ■ Gunnar Helgason leikstýrir eigin verki HINN ÚTVALDI Leikstjórinn Gunnar Helgason ásamt listrænum stjórnendum og leikurum í fjölskylduleik- ritinu Hinn útvaldi. 38 17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Það er búið að syngja þetta lag sundur og saman og sérstaklega hefur fólk rifið það í sig í Söng- skólanum í Reykjavík,“ segir tónskáldið Jórunn Viðar um lag sitt Vökuró en lagið sem hefur verið sungið af mörgum stór- söngvurum í gegnum tíðina er nú að finna á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur. „Ég fékk beiðni frá Ásmundi í Smekkleysu um hvort Björk mætti syngja lagið á nýrri plötu, svo hringdi hún í mig eftir að lagið var tilbú- ið og spurði mig hvernig mér lík- aði. Ég gaf henni þá samþykki mitt enda fer Björk afskaplega vel með lagið,“ segir Jórunn sem er sérstaklega ánægð með end- inn á laginu hjá Björk. „Það skiptir miklu máli hvernig lagið endar því það er svo mikill stíg- andi í þessu fallega ljóði Jak- obínu og endirinn er alveg grátsætur. Mér finnst líka ótrú- legt að Björk notist eingöngu við raddir í laginu því þegar maður hlustar á lagið finnst manni eins og notast sé við hljóðfæri.“ Jórunn segist sérstaklega muna eftir Vökuró í flutningi Þur- íðar Pálsdóttur. „Þuríður sagði alltaf á sínum tíma að þetta væri uppáhaldslagið hennar og það er svolítið gaman að bera lagið sam- an í meðferð hennar og Bjarkar því þær eru svo ólíkar söngkon- ur.“ Jórunn nam tónsmíðar við Julliard-tónlistarskólann í New York á árunum 1943-45 og á að baki glæstan tónlistarferil. Björk hefur, eins og margir af hennar kynslóð, alist upp við lög hennar en meðal þekktustu laga Jórunnar eru Krummavísur, Mamma ætlar að sofna, Krumminn á skjánum, Kall sat undir kletti og jólalagið Það á að gefa börnum brauð. Þrátt fyrir að vera löngu komin á eftirlaunaaldurinn er hin áttatíu og fimm ára gamla Jórunn langt frá því að vera hætt að semja lög. „Ég er alltaf að semja. Maður losnar aldrei út úr þessu tónafangelsi og er lokaður inn í þessum hring,“ segir Jórunn glöð í bragði en það hlýtur að telj- ast mikill heiður fyrir hana að fá að vera með lag á plötu hjá einum heitasta tónlistarmanni heims. „Mér finnst gaman að ég hafi komið að gagni og er ánægð með að Björk hafi tekið mig með þrátt fyrir að ég sé svona miklu eldri en hún.“ tora@frettabladid.is LEIKLIST ÆFINGAR ERU HAFNAR ■ á Hinum útvalda eftir leikarann Gunnar Helgason. í dag Sædýrasafn í Húsdýragarðinum opnað í haust Stoðtækja- kóngurinn Össur tapaði í nágrannastríði við nýbúa Paris Hilton í nýju kynlífs- myndbandi Ro k k g o ð -sögnin Lou Reed kemur til landsins á morgun en hann heldur sem kunnugt er tónleika í Laugardalshöll á föstudags- kvöld. Reed er orðinn mjög áhugasamur um land og þjóð og þannig hefur hann lengt ferð sína í báða enda en fyrst ætlaði hann að koma til Íslands á fimmtudag eða jafnvel föstudag og fljúga út strax á laugar- dag. Hann hefur hins vegar ákveðið að nota fimmtudaginn til að bregða sér út á land og áhugi hans á Menn- ingarnótt í Reykjavík er slíkur að hann ætlar að fara á kreik á laugar- daginn og flýgur ekki heim fyrr en á mánudag. Það má því búast við að gamla brýnið skjóti upp kollinum í mannhafinu á menningarnótt en heyrst hefur að frægur listamaður verði í för með honum þannig að mörgum íslenskum listamanninum gæti þótt fengur í því að fá Reed og félaga inn á gafl til sín á laugardag- inn. Þegar blómakonan Helga Thorberg, eigandi Blómálfsins, er innt eftir uppáhaldsblóminu segir hún langan lista koma upp í hugann. En af afskorn- um blómum er liljan í efsta sæti. „Rósin býr náttúru- lega yfir ótrúlegum töfrum,“ segir Helga Thorberg. „Það eru til dæmis fá blóm sem geta staðið ein og sér eins og rósin og haft þennan gífurlega sjarma enda hefur ekkert blóm slegið út rósina sem vin- sælasta og mest keypta afskorna blómið.“ En stóra ástin í lífi Helgu er liljan. „Hún hefur það fram yfir rósina að úr einum stilk færðu heilan garð því liljan hefur að geyma svo marga blómknúppa.“ Helga segir liljuna vera laukblóm en þó að sumir kaupi liljulauka til að gróðursetja í garðinum sé al- gengast að fólk versli afskornar liljur. „Og fyrir utan fegurðina þá hafa sumar tegundir liljunnar, eins og til dæmis orientallilja, að auki yndislegan ilm.“ | SÉRFRÆÐINGURINN | Helga Thorberg: Liljan er uppáhaldsblómið LILJA Þótt rósin sé vinsælust og hafi fallegan sjarma þá er liljan heill garður sem ilmar yndislega. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lausn.Lárétt: 1fargar, 6ára,7ró,8lm, 9áma,10snæ,12iða,14átt,15at,16 tó,17ína,18arka. Lóðrétt: 1fálm,2arm,3ra,4armæðan, 5róa,9áni,11stór, 13atar, 14áta,17 ía. Lárétt: 1 drepur, 6 djöfla, 7 kyrrð, 8 í röð, 9 tunna, 10 fönn, 12 ný verslun í Reykjavík, 14 stefna, 15 bardagi, 16 ull, 17 land-k, 18 ganga. Lóðrétt: 1 pat, 2 handlegg, 3 sólarguð, 4 andstreymið, 5 sefa, 9 kjáni, 11 mikill, 13 kámar, 14 fiskafæða, 17 íþróttafélag. LAUSN. FRÉTTIR AF FÓLKI JÓRUNN VIÐAR Lag hennar, Vökuró, er fjórða lagið á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Medulla. VÖKURÓ Bærinn minn Bærinn minn og þinn sefur sæll í kyrrð fellur mjöll hljótt í húmi’ á jörð Grasið mitt Grasið mitt og þitt Geymir mold til vors Hjúfrar lind leynt við brekkurót, vakir eins og við lífi trútt kyrrlátt kaldavermsl augum djúps út í himinfirrð starir stillt um nótt Langt í burt vakir veröld stór, Grimmum töfrum tryllt Eirðarlaus, óttast nótt og dag. Augun þín óttalaus og hrein brosa við mér björt. Vonin mín blessa brosið þitt, vekur ljóð úr værð. Hvílist jörð hljóð í örmum snær. Liljuhvít lokar augum blám litla stúlkan mín. Sýningar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.