Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 30
„Afmælið mitt leggst æðislega vel í mig. Ég ætla að fara út úr bænum með fjölskyldunni í sum- arbústað foreldra minna sem er rétt við Laugarvatn. Pabbi ætlar að grilla fyrir mig, vonandi eitt- hvert þungt og gott kjöt,“ segir Ellert og bætir við að hann muni eyða fyrri hluta dagsins heima við þar sem hann er að mála hús- ið sitt í paradísinni Fossvogi í blíðunni. „Annars hefur afmælið mitt ekki mikla þýðingu fyrir mig nema að það er tilefni til að gera sér glaðan dag. Vonandi fæ ég einhverja afmælisgjöf, kannski geisladisk, það er svo spennandi þegar fólk gefur manni tónlist, þá er einhver annar sem velur hana en ég,“ segir leikarinn og minnist á að hann hafi tryggt sér miða á tónleika Lou Reed sem fram fara í Laugardalshöll á föstudaginn. „Maður verður nú að fara á ein- hverja tónleika á þessari miklu tónleikatíð sem sumarið hefur verið.“ „Ég hef ekki þurft að læra miklar línur í sumar því verkin sem við munum setja upp í Borg- arleikhúsinu eftir sumarið eru verk sem við vorum með á fjölun- um í fyrra, þetta er því bara spurning um upprifjun á línunum úr Chicago, Línu Langsokki og Belgísku Kongó, „ segir afmælis- barnið. „Einn af hápunktum árs- ins hjá mér eru þær breytingar sem við höfum gert á starfsemi Leikfélags Reykjavíkur. Við breyttum lögum félagsins, opnuð- um það upp fyrir áhugafólki um leiklist sem vildi hjálpa okkur að reka leikfélagið, þungavigtar- fólki úr þjóðlífinu eins og Ingu Jónu Þórðardóttur, Styrmi Gunn- arssyni og Ágústi Einarssyni. Áður fyrr varð fólk að vera starfsmenn leikfélagsins til að geta tekið þátt í rekstri leikfé- lagsins en nú geta allir tekið þátt,“ segir Ellert. „Mamma er alger snillingur að gera kökur þannig að ég held að ég fái köku eftir grillmatinn en sennilega verður hún ekki með kertum , það er svo erfitt að ætla að blása á 47 kerti en kannski verður eitt kerti á kökunni,“ seg- ir Ellert sem var á leiðinni að leg- gja penslinum til að taka upp tennisspaða í staðinn svo hann gæti att kappi við félaga sinn í síðasta skipti áður en enn eitt árið hellist yfir hann. ■ 22 17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR Mae West Leikkonan sem gerði grimmt út á kynþokka sinn fæddist á þessum degi árið 1893. Bill Clinton, þáverandi Banda- ríkjaforseti, tók sig til á þessum degi árið 1998 og viðurkenndi að hafa átt í „óviðeigandi sambandi“ við Monicu Lewinsky, fyrrverandi lærling í Hvíta húsinu. Hann hafði áður þvertekið fyrir það að hann hefði átt í kynlífssambandi við Monicu en fikraði sig aðeins nær sannleikanum þegar hann gekkst við „óviðeigandi“ sambandinu fyrir rannsóknarkviðdómi þann 17. ágúst en síðar þann sama dag gerði hann sambærilega játningu fyrir framan kjósendur í sjón- varpsávarpi. Clinton sagðist iðrast gjörða sinna en ríghélt enn í það að sam- bandið hefði ekki verið kynferðis- legt, í það minnsta ekki sam- kvæmt ströngustu skilgreining- um á slíkum samböndum. Hann sagðist í ávarpinu hafa gert sig sekan um alvarlegan dómgreind- arbrest og hann hafi breytt rangt með sambandi sínu við Lewinsky. Clinton viðurkenndi að hafa logið að fólki til þess að fela sam- bandið og nefndi Hillary, eigin- konu sína, sérstaklega í því sam- bandi. Hann taldi sér það þó til tekna að hafa ekki reynt að fá neinn til þess að ljúga fyrir sig í málinu. Skoðanakannanir sem gerðar voru daginn eftir þessa játningu bentu eindregið til þess að meiri- hluti Bandaríkjamanna væri ánægður með að forsetinn skyldi gangast opinberlega við afglöpum sínum og að tímabært væri að láta málið niður falla. ■ ÞETTA GERÐIST BILL CLINTON SEGIR FRÁ KYNLÍFSSAMBANDI SÍNU VIÐ MONICU 17. ágúst 1998 „Þegar ég er góð er ég mjög góð. En þegar ég er slæm er ég enn betri.“ Kynbomban Mae West fór aldrei í felur með það að hún kunni best við sig þegar hún var óþekk. Bill gengst við Monicu Grillar í góðviðrinu AFMÆLI: ELLERT INGIMUNDARSON LEIKARI ER 47 ÁRA Í DAG Elskuleg móðir mín, hanna s. möller er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Loftsdóttir. lést á á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 10. ágúst. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju miðvikudaginn 18. ágúst kl. 14. Þeir sem vildu minnast hennar er bent á St Franciskus- spítalann Stykkishólmi. Ólafur Þórir Sighvatsson, Eggert Bjarni Bjarnason, Hafdís Sverrisdóttir, Sævar Berg Ólafsson, Hjálmfríður Guðjónsdóttir, Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir, Þorvarður Einarsson, Ægir Þór Ólafsson, Eydís Bergmann Eyþórsdóttir, María Bryndís Ólafsdóttir, Ásgeir Héðinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ýr viggósdóttir Skúlagötu 2, Stykkishólmi Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Gíslína S. Gísladóttir (Didda Gísla) andaðist á Sólvangi 12. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Stefán Jónsson, Edda Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Finnbogi Sigmarsson, Garðavegi 15, Hafnarfirði, Birgir Finnbogason, Hrafnhildur Blomsterberg, Lilja María Finnbogadóttir, Árni Baldursson, Valgerður Birgisdóttir, Davíð Smári Jóhannsson, Hjördís Birgisdóttir, Elva Árnadóttir, Finnbogi Árnason. sem lést mánudaginn 9. ágúst, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Ása Hildur Baldvinsdóttir er 50 ára í dag. Í tilefni dagsins bjóða hún og eiginmaður hennar Vagn Boysen ættingjum og vinum til veislu í Garðaholti v/Garðakirkju, Álftanesi, sunnudaginn 22. ágúst frá kl. 18:00. 50 AFMÆLI Pétur Arason listaverkasafnari er 60 ára. Methúsalem Þórisson húmanisti er 58 ára. Björn Ingi Hilmarsson leikari er 42 ára. ANDLÁT Einar Hallgrímsson, Lindargötu 6, Siglu- firði, lést fimmtudaginn 12. ágúst. Gíslína S. Gísladóttir (Didda Gísla) lést fimmtudaginn 12. ágúst. Guðleif Jónsdóttir, Hjallaseli 41, Reykja- vík, lést laugardaginn 14. ágúst. Lýður Þrastarson, Skeljatanga 35, Mos- fellsbæ, lést föstudaginn 13. ágúst. JARÐARFARIR 13.00 Gunnar Albert Hansson bygg- ingafræðingur, Sævargörðum 18, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti. 13.30 Hulda Júlíana Vilhjálmsdóttir, Ásenda 13, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Jónína Pálsdóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, áður Álfheimum 26, verður jarðsungin frá Áskirkju. 13.30 Sigurjón Sigurðsson, fyrrv. lög- reglustjóri, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju. 14.00 Þórdís Katarínusdóttir, frá Arnar- dal, síðast til heimilis á Vesturgötu 111, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. Síminn á Fréttablaðinu er 550 5000 Hér getur þú komið á framfæri tilkynningum um andlát LEIKARINN Ellert Ingmundarson ætlar að eyða afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar fyrir austan fjall.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.