Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 8
UPPBOÐ „Endanlegur dómur um
hvað muni gerast hefur ekki geng-
ið. Sýslumaður hefur hafnað upp-
boðskröfunni og mun krafan vænt-
anlega fara fyrir héraðsdóm. Við
munum fara alla leið og láta á það
reyna hvort uppboðið sé heimilt
eða ekki,“ segir Helgi Sigurðsson,
yfirmaður lögfræðideildar KB
banka. Sýslumaðurinn í Reykjavík
stöðvaði uppboð jarðarinnar
Brautarholt á Kjalarnesi þar sem
jörðin lúti lögum um óðalsjarðir.
Aðspurður hvort uppboð jarðar-
innar sé eini möguleiki KB banka
til að fá peninga upp í kröfu bank-
ans segir hann bankann einnig
hafa tryggingar í rekstri svínabús-
ins. Rekstarfélagið Braut sér um
rekstur búsins og er KB banki að-
aleigandi félagsins.
„Við lítum svo á að hægt sé að
veðsetja afmarkaða skika óðals-
jarðarinnar sem í sjálfu sér eigi
ekki að takmarka nýtingarrétt
hennar að neinu verulegu leyti. Við
höfum hæstaréttardóm fyrir okk-
ur þar sem þetta var talið heimilt.“
Helgi telur að veðsetningar hafi
verið taldar góðar og gildar á sín-
um tíma annars hefði ekki verið
tekið veð í jörðinni. Þá segir hann
næsta skref í málinu vera að fá
endanlega niðurstöðu um hvort
uppboðið sé heimilt eða ekki og sjá
þá hvert framhaldið verður.
Þórdís Bjarnadóttir, skiptastjóri
þrotabús svínabúsins, segist telja
að sýslumaður boði til fundar þar
sem farið verður yfir óðalsjarðar-
lögin og kröfurnar verði teknar fyr-
ir. Ef sýslumaður selur ekki jörðina
geta kröfueigendur kært til héraðs-
dóms. Stærstu kröfur í búið eiga
KB banki og tollstjóri.
Að sögn Atla Más Ingólfssonar,
lögfræðings hjá landbúnaðarráðu-
neytinu, eru til töluvert margar
óðalsjarðir en þeim fari fækkandi.
Eftir gildistöku nýrra jarðarlaga,
1.júlí síðastliðinn, er óheimilt að
stofna óðal. Af óðulum þurfti ekki
að borga fullan erfðaskatt heldur
gat sá sem fékk óðalið borgað þeim
sem áttu tilkall til jarðarinnar
helming af fasteignamati hennar.
Þannig þurfti ekki að skipta óðal-
inu upp. Hann segir veðsetningar
óðala hafa verið dæmdar ólöglegar
í Hæstarétti. Fari málið með
Brautarholt fyrir dóm gæti gerst
að búið yrði ekki talið óðal ef ekki
hefur verið farið með það sem
slíkt en það verði dómstólar að
skera úr um.
hrs@frettabladid.is
8 17. ágúst 2004 ÞRIÐJUDAGUR
– hefur þú séð DV í dag?
Halim Al og
Sophia
Hansen
eignast
barnabarn
Sophia fær ekki að hitta son Rúnu
Sýslumaður hafnaði
uppboðskröfunni
Sýslumaður stöðvaði uppboð á jörðinni Brautarholti þar sem jörðin er
óðalsjörð og hana megi ekki veðsetja. KB banki á háar kröfur í jörðina
vegna veða og mun fara með málið fyrir dómstóla, verði þess þörf.
Kjarabarátta á tímum þjóðarsáttar:
Reyndu að hafa áhrif
á verkfallskosningar
BÓKAÚTGÁFA Forystumenn VSÍ og
ASÍ sneru bökum saman á tíunda
áratugnum gegn launþegasamtök-
um sem þeir töldu að ógnuðu
þjóðarsáttarsamningum verkalýðs-
hreyfingar og vinnuveitenda frá ár-
inu 1990. Þetta kemur fram í nýrri
bók Guðmundar Magnússonar
sagnfræðings, Frá kreppu til þjóð-
arsáttar, þar sem saga Vinnuveit-
endasambands Íslands er rakin.
Í kafla um þjóðarsáttartímann
kemur meðal annars fram að í efna-
hagslægðinni 1993 hafi ASÍ og VSÍ
orðið sammála um að gera kjara-
samning þar sem ekki var gert ráð
fyrir neinum kauphækkunum gegn
því að stjórnvöld beittu sér fyrir
átaki í atvinnumálum. BSRB krafð-
ist á sama tíma hárra launahækk-
ana og boðaði verkfall.
Forystumenn ASÍ og VSÍ töldu
þetta ógnun við þjóðarsáttina og
tóku sig saman um að reyna að
hafa áhrif á atkvæðagreiðslu
BSRB um verkfall. Þeir létu mark-
visst líta svo út opinberlega að mik-
ill gangur væri í viðræðum þeirra
um nýja samninga. Vildu þeir þan-
nig sýna að hægt væri að fara aðr-
ar leiðir til kjarabóta en leið kaup-
hækkana. Hvort sem þetta hafði
áhrif eða ekki felldu félagsmenn
BSRB verkfallsboðun og varð það
mikil áfall fyrir forystu samtak-
anna.
Guðmundur Magnússon starfar
á ritstjórn Fréttablaðsins. ■
SVÍNABÚIÐ BRAUTARHOLTI
KB banki er aðaleigandi félags sem sér um rekstur svínabúsins að Brautarholti.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Guðmundur hélt tölu hjá Samtökum at-
vinnulífsins í tilefni af útgáfu bókarinnar.
LÖGREGLA Sjö voru vitni að líkams-
árás í Öxnadal aðfaranótt fimmta
ágúst. Sá sem grunaður er um árás-
ina er talinn hafa barið annan mann
með hafnaboltakylfu í höfuðið þan-
nig að hann slasaðist alvarlega.
Maðurinn var fyrir rúmri viku
úrskurðaður í gæsluvarðhald sem
átti að renna út í gær. Hann losnaði
hins vegar úr gæsluvarðhaldinu á
föstudaginn þar sem ekki var talin
vera ástæða til að halda honum
lengur.
Sá grunaði og sá slasaði voru í bíl
í Öxnadal ásamt tveimur öðrum.
Þeir sem voru á staðnum þegar lög-
reglu bar að sögðu þann slasaða
hafa fallið á veginn þegar hann fór
út úr bílnum eftir rifrildi. Sá slasaði
var fluttur á fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri þar sem kom í ljós að hann
var með höfuðkúpubrot og blæðing-
ar inn á heila auk nefbrots og kinn-
beinsbrots og var maðurinn til að
byrja með á gjörgæsludeild.
Misvísandi upplýsingar vitna
leiddu til rannsóknar lögreglunn-
ar á Akureyri og var maðurinn
handtekinn í framhaldinu. Að
sögn Daníels Snorrasonar lög-
reglufulltrúa er nú beðið eftir
áverkavottorði. ■
Barði mann með hafnaboltakylfu:
Sjö vitni að barsmíðunum