Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst 2004 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Íh a n d k n a t t -l e i k s k e p p n i Ólympíuleikanna í Aþenu gerðu Suður- Kóreumenn sér lítið fyrir og lögðu Rússa að velli, 35-32. Þá báru heimsmeistar- ar Króata sigurorð af Slóvenum í spennandi leik, 27-26. Öll þessi lið eru í riðli með okkur Ís- lendingum á Ólympíuleikunum í Aþenu og ljóst að framundan eru erfiðir leikir hjá okkar mönnum svo ekki sé meira sagt. Nú er ljóst aðJose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, mun mæta á Laugardalsvöllinn á miðvikudags- kvöldið til að horfa á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu. Hann mun væntan- lega fylgjast grannt með sínum manni, Eiði Smára Guðjohnsen, en þó verður að teljast líklegt að aðaltil- gangurinn með komu hans til lands- ins sé sá að fylgjast með einhverjum leikmanna ítalska landsliðsins. Hvað sem því líður verður gaman að berja þennan afar sjálfsörugga mann aug- um. Tiger Woods héltefsta sæti heims- listans þrátt fyrir að hafa ekki náð nema 24. sæti PGA-meist- aramótsins sem lauk í gær. Þar með bætti hann met Gregs Norman og hefur nú verið í 332 vikur í efsta sæti listans. Ernie Els átti möguleika á að komast í efsta sætið með því að vera í einu af tveimur efstu sætunum á meistara- mótinu en tókst ekki. Langt er um liðið síðan Tiger Woods hefur náð sigri á stórmóti og bilið milli hans og annarra toppkylfinga minnkar nú stöðugt. Jurgen Klins-mann, hinn nýráðni þjálfari þýska knattspyrnu- landsliðsins, hefur ákveðið að taka fyr- irliðabandið af markverðinum Oli- ver Kahn og færa það yfir á hand- legginn á Michael Ballack, en þeir spila báðir með Bayern München. Klinsmann segir þessa ákvörðun tekna í samráði við Kahn og Ballack og í hinu mesta bróðerni en aðal- ástæðuna fyrir þessari breytingu seg- ir Klinsmann vera þá að hann vilji að fyrirliðinn sé úti á vellinum svo hann nái betur til annarra liðsmanna. Þeir viðhafa nokk-uð sérstakan háttinn á, leikmenn enska úrvalsdeildar- félagsins WBA, þeg- ar kemur að því að velja fyrirliða. Þar á bæ er nefnilega ekki neinn fastur fyrirliði heldur kjósa leikmenn fyrirliða að morgni hvers leikdags. Þetta er nýmæli og segir Andy Johnson, miðvallarleikmaður WBA, þetta mælast vel fyrir hjá leik- mönnum. „Við tökum einfaldlega hvern leik fyrir sig og metum hann og kjósum í framhaldinu af því. Hóp- urinn hjá okkur er mjög samheldinn og hver og einn leikmaður lítur á það sem mikinn heiður að vera kosinn fyrirliði.“ Neil Clement var kosinn fyr- irliði fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Blackburn, sem endaði með jafntefli, 1-1. Spænska stór-liðið Barcelona hefur ákveðið að lána Javier Saviola, hinn unga argentínskia framherja, en ekki er enn ákveðið hvar hann mun hafa vetursetu. Spænsku liðin At- letico Madrid og Villareal vilja ólm fá leikmanninn í sínar raðir sem og ítalska stórliðið Juventus og franska liðið Mónakó. Um leið var tilkynnt að tyrkneski markvörðurinn Rustu Recber yrði einnig lánaður en hins vegar væri ekkert lið enn sem komið er búið að sýna honum neinn sérstakan áhuga. Barcelona hefur keypt til sín hvern leikmanninn á fætur öðrum og menn eins og Henrik Larsson, Deco, Samuel Eto, Ludovic Giuly eru á undan Argentínumanninum unga í goggunarröðinni. FENGU GÓÐAR MÓTTÖKUR Strákarnir í 16 ára landsliðinu, sem tryggðu sér sigur í B- deild Evrópukeppninnar, fengu góðar móttökur þegar þeir komu til landsins í gær. Hér sjást þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Hörður Hreiðarsson skrifa á bolta sem á að varðveita minningu um afrek strákanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.