Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst 2004 Aukin ást í þýska hernum Þýska ríkisstjórnin kynnti á dög- unum nýja stefnuskrá sem leyfir þýskum hermönnum að stunda kynlíf sín á milli. Enn verður her- mönnum þó óheimilt að stunda kynlíf í vinnutímanum, eða eins og það er orðað þá verður litið á það sem „truflun frá skyldustörf- um“. Þetta þykir til marks um það að Þjóðverjar eru að verða frjáls- lyndari í stjórnarfari. Einnig er hermönnum gefið meira frelsi í frítíma sínum. Tekið er fram í nýju stefnu- skránni að engu máli skipti hvort samfarirnar eigi sér stað á milli sam- eða gagnkynhneigðra. Einnig er tekið fram að engar reglur séu um það að hermenn með mismunandi stöðugildi megi ekki eðla sig. Þessar reglur taka gildi strax og eiga því við þá þýsku hermenn sem eru staddir á Balkanskaga eða í Afganistan. Það er nánast eins og þýska ríkisstjórnin vilji ýta undir meiri ást í hernum því þar segir að yfir- menn eigi að koma upp séraðstöðu fyrir hermenn sína þar sem þeir geti stundað „persónulega þróun“. Nú eru um 253 þúsund karl- menn og 10.600 konur í þýska hernum og er þessum reglubreyt- ingum almennt tekið vel. Sérstak- lega er tekið fram í nýju stefnu- skránni að kynlífsathafnirnar skuli ekki brjóta í bága við þá her- reglu að „hermenn eigi að haga sér þokkalega“. Svipur og leður eru því líklegast ekki inni í mynd- inni. ■ Gamla góða Reykjavík Ljósmyndasýningin Reykjavík með augum Gunnars Hannesson- ar var opnuð í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg á dögunum en þar er að finna myndir af miðbænum frá árunum 1968-76. Nú eru þrjá- tíu ár liðin frá því að bók Gunn- ars, Reykjavík, a panorama in four seasons, kom út en ljósmynd- arinn lést tveimur árum síðar. Var hann þá vel á veg kominn með út- gáfu nýrrar bókar og áttu barna- börn hans frumkvæði að því að þær myndir eru sýndar í Listhúsi Ófeigs um þessar mundir. Gunnar Hannesson byrjaði seint að taka myndir en náði þó skjótum frama og var hann fyrsti Íslendingurinn sem hlotnaðist sá heiður að sýna verk sín í Nikon-húsinu í New York. Myndir hans hafa birst víða um heiminn svo sem í bókum Iceland Review og tímaritum National Geographic. Sýningin stendur til 8. september og er opin á verslunartíma. ■ ÞÝSKI HERINN „Ég hef alltaf elskað menn í einkennisbún- ingum. Viltu fá heimsókn í kojuna í kvöld? Urr... þú ert sætur.“ Nú er þýskum hermönnum leyfilegt að njóta ásta, sama af hvaða kyni þeir eru. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN LAUGARVEGUR Gamlar ljósmyndir af miðbænum eftir Gunnar Hannesson eru nú til sýnis á Skóla- vörðustíg. LJÓSMYNDASÝNING ■ Reykjavík með augum Gunnars Hannessonar í Listhúsi Ófeigs. Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill Stundaskrá The Academy of Colour and Style er alþjóðlegur skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur alþjóðlegt diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík einu sinni í viku frá 18-21. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 INNRITUN ER HAFIN FYRIR HAUSTÖNN Kristín, ráðgjafi Ég hef mikin áhuga á að starfa með fólki, veita ráðgjöf varðandi fatnað, liti og förðun sem hentar hverjum og einum. Mér finnst námið bæði lifandi og skemmtilegt sem einnig hefur opnað margar dyr til frekari náms á þessu sviði. Ragnheiður, ráðgjafi Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og útliti. Námið opnaði mér nýja sýn á þetta áhugamál mitt. Auk þess er það mér mikils virði í tengslum við starf mitt. Svava, innkaupastjóri Isis Í því starfi sem ég er í þá þarf að hafa góða þekkingu á fata- samsetningu og tískustraumum til þess að velja rétta fatnaðinn og stærðir fyrir íslenskan markað. Námið hefur nýst mér mjög vel og gefur mikla framtíðarmöguleika.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.