Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 36

Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Laugardagur 9. júni 1973. SVEINN SÝNIR í Listamcnnirnir sjö. A myndinni eru, talið frá vinstri: Gunnar örn Gunnarsson, Þorbjörg Höskuldsdótt- ir, Einar Hákonarson, Vilhjálmur Bergsson, Sigurður örlygsson, Hallsteinn Sigurðsson og Magnús Kjartansson. Myndin er tekin I sýningarsalnum þegar listamennirnir gerðu vettvangskönnun fyrir sýninguna. Sjö listamenn sýna í Myndlístarhúsinu þátt í samsýningum. Þetta er hópur, sem heldur náið saman, en er ekki formlegur félagsskapur, segja listamennirnir. Greiða fyrir salinn kr. 80.000.00 Sigurðsson sýnir skúlptúr úr málmi. Auk Hallsteins sýna þau Sigurður örlygsson, Einar Hákonarson, Gunnar örn Gunnarsson, Magnús Kjartans- son Vilhjálmur Bergsson og Þor- bjrg Hölskuldsdóttir, en þau sýna oliumálverk. Listamennirnir eru á aldrinum 23-36 ára og hafa þeir allir haldið einkasýningar áður og hafa tekið Sýningin er i vestursal Mynd- listarhússins og kom það fram að þeir greiða kr. 80.000 fyrir afnot af salnum frá 9.-24. og er gæzla á salnum innifalin i þvi verði. Sýn- ingin verður opin frá klukkan 14.00-22.00 daglega. Er þess að vænta, að þessi fyrsta samsýning ungra mynd- listarmanna verði fjölsótt. JG HAFNARFIRÐI Sveinn lljörnsson meðal mynda sinna. Laugardaginn 9. júni verður opnuð íistsýning i Myndlistar'hús inu á Miklatúni, en þar sýna verk sin 6 listmálarar og einn mynd- höggvari. Ætlunin hafði verið að sýning þessi yrði nokkuð fyrr á ferðinni, en hún dróst fáeina daga, vegna komu forsetanna tveggja, Nixons og Pompidous. A sýningunni eru um 90 verk, ílest oliumálverk, ..en Hallsteinn ÞAÐ ER skammt stórra högga á millihjá hafnfirzka listmálar.anum Sveini Björnssyni. 1 fyrra hélt hann stóra sýningu á vatnslita- myndum i sýningarsal Norræna hússins og i dag, laugardag opnar hann mikla sýningu á oliumynd- um i nýja iðnskólahúsinu i Hafnarfirði, að Reykjavikurvegi 74. Er þetta fyrsta sýningin, sem haldin er á þessum stað, og eru 42 myndir hengdar upp i fjórum stórum og björtum kennslustof- um. Að vanda er sjór og sjósókn Sveini hugstæð viðfangsefni. i myndum hans takast á harðgerir fiskimenn og sjókindur alls kon- ar, sumar i fiskaliki aðrar i mannsmynd eða öllu fremur kvenna. Meðal verka sem fyrst og fremst hafa orðið til i hugarheimi listamannsins gefur að lita myndir .af kunnuglegu landslagi, en langt er liðið siðan Sveinn hefur fengizt við slika myndagerð. Flestar myndanna á sýningunni eru nýjar af nálinni, sumar eldri, en endurgerðar. Málverkasýning Sveins verður opnuð i dag kl. 4 og verður hún op- in þar til að kvöldi 17. júni. Námskeið banka manna á Akureyri Nú um helgina — hvitasunnuhelg- ina — efnir Samband islenzkra bankamanna til félagsmála- námskeiðs að Hótel KEA á Akur- eyri. Námskeiðið hefst föstudag- inn 8. júni og lýkur mánudaginn 11. júni. Þátttakendur verða um 50 talsins frá öllum bönkunum og koma þeir frá 15 stöðum af land- inu, auk gesta frá Danmörku og Noregi. A námskeiðinu verða tekin til meðferðar m.a. starfsemi banka- mannasambandsins og skipu- lagsmál þess, fræðsla banka- manna, tryggingamál, funda- stjórn og fundareglur o.fl. Námskeið sem þessi eru árleg- ur liður i starfsemi Sambands lsl. Bankamanna og er þetta 7. nám- skeiðið, en það fyrsta var haldið á Akureyri árið 1967. AAatvælaframleiðendur Fanntóform eru harðplast umbúðir i ótrú- lega fjölbreyttu úrvali — svo sem: Kjötbakkar, dósir, öskjur, kassar og ávaxtabakkar, enn- fremur glös, diskar og fjölmargar stæðir af meöaladósum og margt flcira. F’ramleiðum lika allar stæröir af plastpokum. Leitið upplýsinga hjá okkur. Fanntó - Hveragerði - Sími 99-4287 atlanti Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Slmi sson i 22B04J^B Við viljum ráða tvær stúlkur til almennra skrifstofustarfa hið fyrsta. — Vélritunarkunnátta æskileg. Vinsamlegast leggið inn nafn og sima- númer til blaðsins hið fyrsta, merkt 1939. Austurlandsöræf- in í Grjótaþorpi Stefán Jónsson i Galleri Grjóta- þorp. Sýning hans stendur aðeins til sunnudagskvölds. Timamynd Gunnar. — Mikið óskaplega eru hestar göfugar skepnur. Ég er búinn að vera að járna i allan dag og riða út. Ég þeysti um Vesturbæinn á 40 km. hraða og það glumdi i hófun- um. Já, en... — Blessaður vertu. Ég fór eftir öllum umferðarregl- um. Heldurðu að hestarnir kunni sig ekki. — En er ekki bannað að?... Bannað, bannað, heldurðu að hægt sé að banna þessum fallegu og siðprúðu skepnum að vera á götunum. Bilarnir eru miklu hættulegri en blessaðir hestarnir. Það reyndi enginn að stoppa okk- ur, og það glumdi svo fallega i götunum. — Já, myndirnar. Þær eru allar fullfallegar. Ég var látinn lakka gólfið og svo var bilalakkinu glundrað upp um alla veggi. Þaö fóru 30 1 i þetta. Heldurðu aö það sé vit maður. Eins og á marg- ar rútur. Þessi er stórkostlega falleg. Það er búið að kaupa hana. Á að gefa hana i brúöargjöf, það er gaman að mála brúðargjafir. Hann Hringur vildi hafa hana þarna i skotinu. Hann sagði, að ég ætti kannski að mála svolitið meira i hana, en ég held ekki, hún er góð svona, gullfalleg! Fullboð- leg brúðargjöf. Stefán Jórisson Stórval frá Möðrudal hefur enn einu sinni klifið þritugan hamarinn og opn- að málverkasýningu. Að þessu sinni i Galleri Grjótaþorp, og sýn- ir þar 33 myndir. Stundum áður þegar Stefáni hefur legið litið við og verið mál að halda sýningu á verkum sinum og ekki fengið hús- næði, hefur hann einfaldlega stillt verkunum upp á hentugum stöð- um utandyra, þar sem vegfar- endur hafa notið þeirra endur- gjaldslaust. Eitt sinn sýndi hann á vinnupöllum utan á húsi við Týsgötu og i annað sinn á Lækjar- torgi þar sem lögreglan komst i spilið og gerði myndina góðu „Vorleik” upptæka, þar sem hætta þótti á að hún samrýmdist ekki þeim siðgæðishugmyndum, sem borgarbúar gera sér um hinar göfugu skepnur hesta, sem lifa frjálsi úti i náttúrunni. Þá flónsku segist Stefán seint geta fyrirgefiö. En nú sýnir Stefán i sal, og þótt þar sé ekki eins hátt til lofts og vitt til veggja og á Lækjartorgi er kjallarinn i Aðalstræti 12 sann- kallað musteri islenzkrar Þjóðhátíðarmótið Þjóðhátiðarmótið i frjálsum Iþróttum i Reykjavik fer fram á Laugardalsvellinum 16. og 17. júni og hefst kl. 4 báða dagana. Keppt verður i eftirtöldum greinum: Fyrri dagur: Karlar: 200 m. hlaup, 800 m. hlaup, 5000 m. hlaup 400 m. grindahlaup, 4x100 m. boðhlaup, spjótkast, sleggjukast, langstökk og hástökk. Konur: 200 m. hlaup, 800 m. hlaup, 100 m. grindahlaup, kúlu- varp, spjótkast og langstökk. náttúru, þar sem Amsturlands- öræfin endurspeglast i meöförum náttúrubarns á 30 litrum af bila- lakki. OÓ. í Reykjavík Siðari dagur: Karlar: 100 m. hlaup, 1500 m. hlaup, 110 m. grindahlaup, 1000 m. boðhlaup, 400 m. hlaup, kúlu- varp, kringlukast, stangarstökk og þristökk. Konur: 100 m. hlaup, 400 m. hlaup, 1500 m. hlaup, 4x100 m. boðhlaup, kringlukast, og há- stökk. Þá verður keppt i 100 m. hlaupi sveina. Þátttaka tilkynnist til FRt i pósthólf 1099 isfðasta lagi 13. júni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.