Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.06.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 9, júnl 1973. TÍMINN 5 Margt má af kvikmyndum læra Innbrotsþjófar tóku sér til fyrir- myndar aðferð við innbrot, sem þeir höfðu séð i kvikmyndinni Rififi Chez les Homes, og beittu þessari aðferð með góðum árangri i Toulon i Frakklandi. Kvikmyndina gerði Jacques Dassin á fimmta áratugnum. Með aðferðinni gátu þjófarnir krækt sér i 90 þúsund punda virði af skartgripum. Innbrotið var framið i skartgripaverzlun, Au Regent, sem er sú stærsta sinnar tegundar i Toulon. Þar er allt þakið i þjófabjöllum, þó að loftinu undanteknu. Hafa þjófa- bjöllurnar komið i veg fyrir innbrot fram til þessa, en i þetta siðasta skipti, þegar innbrotið tókst notuðu þjófarnir aðferðina úr kvikmyndinni það er að koma niður i gegn um loftið. Þeir meitluðu gat i gólfið á hæð- inni fyrir ofan, og notuðu skaft á regnhlif til þess að krækja i múrhúðunarstykkin, svo þau féllu ekki niður á gólfið. Að lok- um var opið orðið nægilega stórt til þess að þeir kæmust i gegn um það, og þeim tókst einnig að opna peningaskápinn, og ná þaðan út verðmætunum, eins og fyrr segir. Að þvi búnu klifruðu þeir aftur upp kaðalstigann, sem þeirhöfðu látið siga niður i búðina, og komu sér i burtu án þess að nokkur hefði eftir þeim tekið. Barna- og unglinga glæpir fara vaxandi Mikil aukning hefur verið i barna- og unglingaglæpum i Frakklandi siðustu sex árin. Ilafa glæpirnir vaxið um 150%, sem er sannarlega ekkert smá- vegis. Þetta kemur fram I nýút- kominni skýrslu, sem nær til allra borga i Frakklandi, þar sem ibúar eru yfir 10 þúsund talsins, þó að Paris undantek- inni. En I Paris eru Ibúar um 22 milljónir, ef úthverfin eru talin með. Skýrslan nær til allra glæpa, sem framdir hafa verið á árabilinu 1964 til 1970. Þar kem- ur fram, að um 250 unglingar eða börn eru tekin föst daglega fyrir glæpi, 70% fyrir þjófnaði, 10% fyrir innbrot, og 15% fyrir árásir og 4% fyrir kynferðis- glæpi. Þá mun vera eftir 1%, fyrir annars konar alvarlega glæpi unglinganna. Aðeins einn af hverjum tiu, sem glæpina fremja eru stúlkur. Þá kemur I ljós, að það fer mikið i vöxt, að unglingar hlaupist að heiman! Arið 1964 var vitað um 9000 sem hlupu að heiman, en árið 1972 var talan komin upp i 33 þúsund. Áfengismagnið samræmt Evrópuráðið i Strasbourg vinnur nú að þvi að koma á i öllum Evrópulöndum þeim lögum, að átta tiundu úr grammi af vinanda i einum litra blóðs skuli verða hámark leyfi- legrar ölvunar við að aka bil. 1 sumum Evrópulöndum eru þessi lög strangari og rýmri i öðrum. í greinargerð ráðsins fyrir breytingunni segir, að enginn bilstjóri ætti að hafa rétt til að neita að gangast undir blóðrannsókn eða blása i blöðru. Hins vegar skuli hann siðan fá sýnishorn af blóði sinu, til að nota sem sönnunargagn ef málaferli verða. Þá hefur Evrópuráðið ákveðið að beina þvi til rikisstjórna margra landa, að viðurlög við þvi að aka ölvaður, verði hert mjög. Eldur og ís Verið er nú að reyna fyrir norð- an heimsskautsbaug nýjan hita- og kuldastyrkan bor, sem var fundinn upp af verkfræðingum Kaskhastan — sovétlýðveldis- ins. Nýja boraðferðin er byggð á þvi að nota hitablástur með allt að 1500gráðu hita. Við tilrauna- boranir hefur boraðferðin reynzt mjög vel. Fjögurra manna vinnuflokkur getur bor- að á átta timum 40 fimm metra djúpar borholur. Með aðferðum, sem notaðar hafa verið til þessa, tók sama verk um það bil viku. Hrífandi falleg níræð leikkona Danska leikkonan Clara Pontoppidan varð niræð i fyrra mánuði. Aldrei hefur sézt jafn unglegt og hrifandi nirætt „gamalmenni”. Hún er sannast sagna ljómandi falleg! Þær, sem litu inn hjá afmælis- barninu, voru allar i við hafnarmiklum kjólum eða göngudíögtum — en sjálf var Klara i tiglóttri dragt og hárauðri peysu. Hún roðnaði, er hún tók á móti öllum hamingju- óskunum — en annars sveifhún um, eins og léttstig álfamær úr einhverju ævintýrinu. I afmælishófinu lýsti Klara Pontoppidan yfir að leikkonan Bodil Udsen hlyti styrk úr sjóði Klöru, sem stofnaður var til að styrkja unga og efnilega leik- konu. Bodil Udsen hefur leikið mörg og vandasöm hlutverk á sviöi Konunglega danska leik- hússins. Þótt Bodil sé að visu komin nokkuð til ára sinna, bætir hún það upp með þvi æskufjöri, sem stöðugt geislar frá henni. Hinn hamingjusami styrkþegi þakkaði Klöru fyrir þennan mikla heiður, en siðan flugu tappar úr kampavins- flöskum og gestir skáluðu fyrir leikkonunum tveimur. Elzti gesturinn i samkvæminu var leikarinn Idorn Hartvig, sem er orðinn 85 ára. Þau Klara eru æskuvinir, enda gengu þau saman á ballettskóla i fyrnd- inni. Eitter vist: Sú kona, sem á 90. afmælisdaginn sinn roðnar, þegar gamall vinur kyssir á hönd hennar, hlýtur að eiga framtiðina fyrir sér...A mynd- inni sjást þær Klara Pontoppidan og Bodil Udsen. Falleg hafmeyja Þetta gæti verið litla hafmeyjan þeirra i Kaupmannahöfn, eða jafnvel Lorelei hin þýzka, en það er hvorugt rétt. Þetta er engin önnur en Raquel Welch, sem teygir þarna úr fallegum leggjunum og sólar sig i léttum vindi. Hún situr um borð I skútu, en eigandi hennar er kvik- myndaframleiðandinn Sam Spiegel, og hefur hann dvalizt i vetur á frönsku Rivierunni, og legið i leti og sleikt sólina i góö- um félagsskap. Reyndar þurfti Raquel að gera fleira en liggja i sólinni. Hún var að enda við að leika i kvikmyndinni The Last of Sheila, en i þeirri mynd fer James Mason með aðalkarl- hlutverkið á móti henni. Ekki hafa borizt neinar myndir af Mason álika léttklæddum og Raquel, en kannski það sé allt eins gott, það er ekki vist, að öll- um fyndist hann augnayndi. ★ . Heilsuböð í Kasakhstan t Alma-Ata höfuðstað Kask- hatanska sovétlýðveldisins er nú lokið við að skipuleggja nýjan heilsubaðstað, sem gerð- ur verður við stóra vatnsupp- ★ ★ sprettu með volgu og mjög járn- efnariku vatni, en lækninga- máttur þess er sagður mikill. Fyrsti hluti heilsubaðsins verð- ur tilbúinn þegar á þessu ári og fullbyggð verður heilsubað- stöðin ein af þeim stærstu i Sovétrikjunum. ★ Fegurðardrottning verður dollaraprinsessa Daliah Lavi, israelska fegurðardrottningin, sem fyrir nokkrum árum varð sigurveg- ari i keppninni Miss World, hef- ur nú orðið fræg á nýjan leik, en sem songkona aö þessu sinni. Hún er nú i þann veginn að gifta sig bandariskum milljóna- mæringi, Pieter Rittmaster, já, og milljónir, þær eru jú kannski ekki mikið lengur hér á landi, enefum milljónir dollara er að ræða, hlýtur það að vera dálag- leg upphæð, svo þetta verður sannkölluð dollaraprinsessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.